Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 23:01 Nemendur í Hagaskóla eru almennt fylgjandi mjög heftu aðgengi að klámi, ef tekið er mið af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk. Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk.
Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira