Umdeilt klámbann: Unglingar með, þingmenn á móti Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 23:01 Nemendur í Hagaskóla eru almennt fylgjandi mjög heftu aðgengi að klámi, ef tekið er mið af þeim sem fréttastofa ræddi við í dag. Vísir/Vilhelm Þingmenn Sjálfstæðisflokks og Pírata leggjast gegn hugmyndum menntamálaráðherra um að loka á klám fyrir ungmenni. Ekki rétta leiðin, segja þeir. Nemendur í Hagaskóla eru aftur á móti margir fylgjandi klámbanni, enda sé það stórskaðlegt. Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk. Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Vinna er í gangi á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem áformað er að loka alveg á aðgengi barna yngri en 18 ára að klámi, með því að krefjast rafrænna skilríkja eða tengja lokunina við tæki þeirra með öðrum hætti. Þessi áform hafa ekki fallið í alls kostarlöð á samfélagsmiðlum, þar sem þau hafa ýmist verið sögð óraunhæf eða eru einfaldlega talin röng aðferðafræði. Fréttastofa leit við niðri á Alþingi og í Hagaskóla: Myndbandsfrétt: Hvað finnst unglingum sjálfum um klámbann? Björn Leví Gunnarsson þingmaður skrifaði á samfélagsmiðla að það væri „stórkostlega galið“ að stjórnvöld væru enn og aftur að láta sér detta í hug að hefta aðgang að klámi með þessum hætti. Nóg sé af njósnastarfsemi á internetinu nú þegar. Björn: „Klám er svosem vandamál að sjálfsögðu, en þessar lausnir bara virka ekki. Það er ekki hægt að framkvæma þær. Það yrði alltaf þannig að 18 ára og eldri þyrftu að vera með svipuð rafræn skilríki og þá yrðu allir komnir í það að skrá sig á rafræn skilríki þegar þeir væru að fara inn á netið. Það bara gengur ekki,“ segir Björn. Berglind Ósk Guðmundsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er sömuleiðis á því að bann af þessum toga sé ekki leiðin til umbóta í kynferðismálum. „Það er fræðslan og umræðan. Að við ræðum samþykki og hvernig þessar athafnir fara fram, en ekki bara loka á það. Boð og bönn, ég er ekki þar,“ segir Berglind. Allir horfa á klám Gjá á milli þings og þjóðar? Já, nemendur í Hagaskóla eru flestir á því að bann af þessum toga sé af hinu góða. Allir horfi á klám - og það hafi ekki góð áhrif. „Mér finnst þetta jákvætt, vegna þess að klám getur haft svo brenglaða ímynd af því hvað kynlíf er fyrir unga einstaklinga. En ég veit ekki hvort þetta muni stoppa alla beint,“ segir Helena í 10. bekk. „Mér finnst þettta bara mjög góð hugmynd og mér finnst að þetta eigi að gerast,“ segir Lúkas Ingvar í 10. bekk. „Ég held að það myndi minnka töluvert mikið. En auðvitað eru einhverjir sem eru mjög inni í klámi. Þeir sem kunna að finna leiðir munu finna leiðir. Við getum náttúrulega ekki látið alla hætta að horfa, en ég held að þetta muni minnka samt mikið fyrir einhverja sem kunna ekki að finna þetta annars vegar,“ segir Líba Bragadóttir í 10. bekk.
Börn og uppeldi Reykjavík Klám Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira