Umræða um bólusetningarskyldu eðlilegri ef örvunarskammturinn reynist vel Snorri Másson skrifar 22. nóvember 2021 13:38 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki spenntur fyrir bólusetningarskyldu. Vísir/Vilhelm Ef örvunarskammtur af bóluefni veitir verulega vörn gegn smiti eru komnar faglegar forsendur til að ræða bólusetningarskyldu að sögn sóttvarnalæknis. Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Ísland er í 18. sæti á heimsvísu í bólusetningarhlutfalli með tæplega 80% fullbólusettra. Óbólusettir eru þó í meirihluta af inniliggjandi sjúklingum á Landspítala 13 af 22, tæp 60%. Í ljósi sögulegrar útbreiðslu veirunnar víða um Evrópu er bólusetningarskylda víða til umræðu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir kveðst í gegnum tíðina hafa litið svo á að bólusetningarskylda gæti snúist upp í andhverfu sína. Fyrirsjáanleg heiftúðug umræða sem myndi fylgja slíku gæti orðið til þess að letja stærri hópa til að fara í bólusetningu. „Mér finnst bólusetningin ekki skila þannig árangri varðandi að koma í veg fyrir smit að við getum farið að vera með mjög harðar aðgerðir gegn þeim sem eru óbólusettir. Ef við hins vegar förum að sjá að þriðja sprautan gerir alveg kraftaverk, að því leyti að það komi í veg fyrir smit, þá hafa menn faglegar forsendur til að ræða það. En þetta er siðferðilegt spursmál og pólitískt mál þannig að þetta verður mjög snúið ef menn ætla að fara að ræða þetta eins og við sjáum erlendis,“ segir Þórólfur. Kári Stefánsson hefur sagt að rannsóknir bentu til að örvunarskammturinn virtist veita verulegt ónæmi - og þar af leiðandi væri þeim mun ríkari ástæða til að íhuga skyldubólusetningu. „Við erum náttúrulega bara núna að fylgjast gaumgæfilega með örvunarskammtinum, verður hann miklu betri en sprauta tvö. Það eru allar vísbendingar til þess og vonandi mun það reynast svo,“ sagði Þórólfur Guðnason í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði einnig frá því að hann teldi að Íslendingar hefðu þegar náð toppnum í þessari bylgju faraldursins. 102 greindust með veiruna í gær.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira