Fyrstu kaupendur hafa aldrei verið fleiri Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 11:08 Samhliða hlutfallslegri fjölgun fyrstu kaupenda hefur meðalaldur þeirra lækkað. Vísir/Vilhelm Tæplega 34 prósent allra kaupenda íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu á þriðja ársfjórðungi voru að kaupa sína fyrstu íbúð. Hlutfallið hefur aldrei verið hærra. Frá þessu segir í Hagsjá Landsbankans, en fjöldi fyrstu kaupenda var 983 talsins og dróst örlítið saman frá síðustu ársfjórðungum. Met hafi verið slegið á fyrsta fjórðungi þessa árs þegar alls 1.354 einstaklingar hafi keypt sína fyrstu fasteign ýmist einir eða með öðrum. „Nokkuð áberandi aukning sást á fjölda og hlutfalli fyrstu kaupenda þegar heimsfaraldurinn skall á, enda lækkuðu vextir á sama tíma og sparnaður margra og kaupmáttur jókst. Samhliða hlutfallslegri fjölgun fyrstu kaupenda hefur meðalaldur þeirra lækkað. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar heimsfaraldurinn skall á, fór meðalaldurinn niður í 29 ár og hafði ekki mælst jafn lágur síðan á fjórða ársfjórðungi 2006. Meðalaldurinn hefur haldist lágur allt undangengið ár og var 29,2 ár nú á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Talsverð fylgni er til staðar milli aldurs fyrstu kaupenda og stærðar þeirrar íbúða sem þeir kaupa, sem kemur ekki á óvart. Samhliða því sem aldur fyrstu kaupenda hefur farið lækkandi hefur meðalstærð íbúða sem þeir kaupa einnig minnkað. Á undangengnu ári var meðalstærð íbúða fyrstu kaupenda 94 fermetrar sem er um 38 fermetrum minna en meðalstærð íbúða í öðrum viðskiptum,“ segir á vef Landsbankans. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Fjölgar í foreldrahúsum Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum. 18. nóvember 2021 09:58 Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. 15. nóvember 2021 14:29 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Frá þessu segir í Hagsjá Landsbankans, en fjöldi fyrstu kaupenda var 983 talsins og dróst örlítið saman frá síðustu ársfjórðungum. Met hafi verið slegið á fyrsta fjórðungi þessa árs þegar alls 1.354 einstaklingar hafi keypt sína fyrstu fasteign ýmist einir eða með öðrum. „Nokkuð áberandi aukning sást á fjölda og hlutfalli fyrstu kaupenda þegar heimsfaraldurinn skall á, enda lækkuðu vextir á sama tíma og sparnaður margra og kaupmáttur jókst. Samhliða hlutfallslegri fjölgun fyrstu kaupenda hefur meðalaldur þeirra lækkað. Á öðrum ársfjórðungi í fyrra, þegar heimsfaraldurinn skall á, fór meðalaldurinn niður í 29 ár og hafði ekki mælst jafn lágur síðan á fjórða ársfjórðungi 2006. Meðalaldurinn hefur haldist lágur allt undangengið ár og var 29,2 ár nú á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Talsverð fylgni er til staðar milli aldurs fyrstu kaupenda og stærðar þeirrar íbúða sem þeir kaupa, sem kemur ekki á óvart. Samhliða því sem aldur fyrstu kaupenda hefur farið lækkandi hefur meðalstærð íbúða sem þeir kaupa einnig minnkað. Á undangengnu ári var meðalstærð íbúða fyrstu kaupenda 94 fermetrar sem er um 38 fermetrum minna en meðalstærð íbúða í öðrum viðskiptum,“ segir á vef Landsbankans.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Tengdar fréttir Fjölgar í foreldrahúsum Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum. 18. nóvember 2021 09:58 Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. 15. nóvember 2021 14:29 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Fjölgar í foreldrahúsum Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á þróun leigumarkaðsins hér á landi og sést það vel í aldurshópnum 18 til 24 ára. Árið 2020 bjuggu 16% fleiri á því aldursbili í foreldrahúsum en árið 2019. Á sama tíma minnkar hlutfallið eða stendur í stað í öðrum aldurshópum. 18. nóvember 2021 09:58
Segir hagstæðara að kaupa fyrstu eign í dag en eftir ár Hagstæðara er fyrir þá sem ætla sér að koma sér inn á fasteignamarkaðinn sem fyrstu kaupendur að gera það núna en það verður eftir um ár. Vaxtahækkunarferli sé nú hafið og útlit sé fyrir að það muni halda áfram og á sama tíma mun hægja á íbúðaverðshækkunum. 15. nóvember 2021 14:29