Gera upp gamlar sakir við Gauta í viðtali við Rolling Stone Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 16:40 Hljómsveitin Reykjavíkurdætur. Aðsend Rappsveitin Reykjavíkurdætur var í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í gær. Í viðtalinu fara þær meðal annars yfir stofnun hljómsveitarinnar, móðurhlutverkið og baráttuna við feðraveldið. Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum. Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum.
Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Emilíana Torrini fann ástina Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Fleiri fréttir Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Sjá meira
Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17
„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning