Skýrt bann þarf við umskurði drengja – Áskorun til barnamálaráðherra á degi mannréttinda barna Atli Freyr Víðisson, Björgvin Herjólfsson, Huginn Þór Grétarsson, Magnús E. Smith og Sveinn Svavarsson skrifa 20. nóvember 2021 09:01 Í dag 20. nóvember er dagur mannréttinda barna sem er helgaður fræðslu um málefnið. Margt hefur áunnist í baráttunni undanfarin ár og er það mikils virði. Undanfarin áratug hefur umræðan um varanlegar, óafturkræfar og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á börnum aukist mikið og hefur orðið vitundarvakning í þeim efnum. Alþingi samþykkti lög um kynrænt sjálfræði árið 2019 en lögunum er meðal annars ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Á 151. löggjafarþingi á Alþingi 2020 – 2021, lagði hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fram stjórnarfrumvarp, 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1. gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ –Það má því segja að þar hafi Katrín Jakobsdóttir lagt þungan stein í götu mannréttinda drengja. Ljóst er að með þessu frumvarpi, sem varð að lögum 18. desember 2020, njóti drengir ekki líkamlegrar friðhelgi. Á vefsíðu Vinstrihreyfingarinnar græns framboð er mynd af Katrínu ásamt fleirum og segir í myndatexta við þá mynd: „Það skiptir máli hver stjórnar“. Umboðsmaður barna tekur umskurð drengja til skoðunar Hinn 3. september 2012 kom út ársskýrsla umboðsmanns barna fyrir árið 2011. Þar kemur fram að embættið telji mikilvægt að endurskoða lög og kveða skýrt á um að ekki sé heimilt að umskera drengi (sú háttsemi að fjarlægja forhúð þeirra) nema læknar mæli með slíkri aðgerð. Ekkert ákvæði er í íslenskum lögum sem beinlínis bannar umskurð drengja. Í kjölfarið eða hinn 13. september 2013 skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn undir yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja. Margrét María Sigurðardóttir, þáv. umboðsmaður barna, Ingólfur Einarsson þáv. formaður félags barnalækna á Íslandi, Þráinn Rósmundsson yfirlæknir barnaskurðlækninga á Barnaspítala Hringsins og fulltrúi Barnaskurðlæknafélags Íslands og Ragnar Bjarnason prófessor og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins skrifuðu undir yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands. Í kjölfarið voru ríkisstjórnir á öllum Norðurlöndum hvattar til þess að stuðla að fræðslu um réttindi barna og þá áhættu sem fylgir umskurði. Alþingi setur málið á dagskrá Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki, ásamt átta öðrum þingmönnum, fram 114. mál um breytingu á almennum hegningarlögum og var markmið laganna að banna umskurð drengja í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Í greinargerð með frumvarpinu segir: Á undanförnum árum hefur sú skoðun verið að ryðja sér til rúms, og er nokkuð útbreidd í Evrópu, að umskurður framkvæmdur í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum sé brot á mannréttindum drengja því um sé að ræða óafturkræft inngrip í líkama þeirra sem þeir hafi ekki haft neitt um það að segja. Þeir séu þar að auki látnir þola mikinn sársauka og séu settir í mikla hættu, m.a. sýkingarhættu. Á 131. löggjafarþingi voru með lögum nr. 83/2005 samþykktar breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 , þess efnis að banna umskurð á kynfærum stúlkna (67. mál). Umskurður á kynfærum stúlkna telst samkvæmt almennum hegningarlögum til líkamsárásar samkvæmt ákvæði 218. gr. a en þar segir að hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum. Ekki var kveðið á um bann við umskurði drengja. Flutningsmenn töldu rétt að taka næsta skref í þessari vegferð og banna einnig limlestingar á kynfærum drengja. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hinn 1. mars 2018 og var fjallað um málið á sjö fundum nefndarinnar og er málinu enn ólokið í meðförum Alþingis. Afstaða Jafnréttisstofu Alþingi sendi 206 aðilum umsagnarbeiðni vegna frumvarpsins og var ein slík send Jafnréttisstofu hinn 12. mars 2018 og var frestur veittur til 28. mars það ár. Jafnréttisstofa sendi ekki inn umsögn vegna málsins. Í ljósi þess sendu greinarhöfundar Katrínu Björgu Ríkarsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu spurningar í þrem liðum hinn 9. apríl 2018. Svör bárust frá Jafnréttisstofu 18. apríl 2018. Spurningarnar og svörin voru þessi: 1) Af hverju hefur Jafnréttisstofa ekki sent umsögn varðandi málið þrátt fyrir að frestur til þess sé liðinn? Það er mat Jafnréttisstofu að umrætt frumvarp varði ekki jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna eins og það er lagt fram. 2) Hvert er álit Jafnréttisstofu á málinu? Jafnréttisstofa hefur ekki opinbert álit á frumvarpsdrögunum. 3) Er það ekki mismunun og því brot á jafnréttislögum að það komi skýrt fram í lögum bann við umskurði stúlkna en ekki drengja? Eiga ekki bæði kynin jafnan rétt á því að vera varin fyrir ofbeldi í íslenskum lögum? Þessi spurning er tvíþætt. Það er ekki sjálfkrafa mismunun að lögin taki á limlestingum á kynfærum kvenna en ekki á umskurði drengja. Bæði kyn eiga jafnan rétt á því að vera varin fyrir ofbeldi í íslenskum lögum. Ljóst er á þessum svörum Jafnréttisstofu að það er mat stofnunarinnar að það sé einungis ofbeldi að limlesta kynfæri kvenna en ekki kynfæri karla! Flutningsmenn frumvarpsins um bann við umskurði drengja töldu frumvarpið vera rétt skref í jafnréttisátt enda er nú þegar bannað að limlesta kynfæri kvenna. Þrátt fyrir það telur Jafnréttisstofa að umrætt frumvarp varði ekki jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna eins og það var lagt fram! Málið borið undir ráðherra Í kjölfar svara Jafnréttisstofu var skriflegt erindi sent til hæstvirts þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Erindið var í fimm liðum og var sent ráðherranum hinn 23. apríl 2018. Eftir nokkrar ítrekanir var erindinu svarað fyrir hönd ráðherrans 1. október það ár. Ein af spurningunum til ráðherrans var: Ekki var hægt að skilja svar Jafnréttisstofu á neinn annan hátt en að umskurður á drengjum teldist ekki vera ofbeldi. Hvaða fleiri stofnanir sem heyra undir ráðuneyti þitt, telja að umskurður á drengjum sé ekki ofbeldi? Í svari sem sent var fyrir hönd ráðherrans kom fram að Barnaverndarstofa sem einnig heyrði undir ráðuneyti Ásmundar Einars hefði skilað inn umsögn vegna frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 um bann við umskurði drengja. Öðrum spurningum sem sendar voru ráðherranum taldi ráðuneytið enga ástæðu til að svara né tilefni eða ástæður til þess að upplýsa um varðandi þau atriði sem Ásmundur Einar var spurður um. Þá vísaði ráðuneytið í eftirfarandi lista um rétt barna til verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Umskurður á drengjum væri ekki á þeim lista og teldist því ekki vera ofbeldi! Miðað við þau svör sem send voru í nafni ráðherrans er ólíklegt að Ásmundur Einar hafi vitað að starfsfólk ráðuneytisins svaraði spurningum með þessum hætti í hans nafni. Greinarhöfundar gerðu því nokkrar tilraunir til þess að fá viðtal við Ásmund Einar og fara yfir þessi svör. Því var ávallt hafnað af starfsfólki ráðuneytisins enda væri hæstvirtur ráðherra mjög upptekinn. Umsögn Barnaverndarstofu vegna banns við umskurði drengja Í umsögn Barnaverndarstofu segir meðal annars: Barnaverndarstofa telur nauðsynlegt að umræða um inngrip í líkama barna sé tekin á almennari grundvelli en frumvarp þetta gerði ráð fyrir og telur nauðsynlegt að samfélagið taki heildstætt til skoðunar hvers konar inngrip í líkama barna án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru framkvæmd hér á landi og hvar samfélagið telur rétt að draga mörkin. Greinarhöfundar benda á að samkvæmt áliti Læknafélags Íslands ber að hafna öllum aðgerðum hjá ósjálfráða einstaklingum sem ekki hafa skýr heilsufarsleg markmið og læknisfræðilegar ábendingar vegna undirliggjandi sjúkdóma. Á að fylgja áliti lækna eða setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu? Þá telur Barnaverndarstofa mikilvægt að öll börn á Íslandi upplifi að þau séu velkomin og tryggja þurfi að börn sem alast upp við trúarlegan bakgrunn sem er ólíkur þeim sem flestir Íslendingar alast upp við fái það ekki á tilfinninguna að þau séu óvelkomin hér á landi eða litin hornauga. Hætt er við því að með því að gera umskurð refsiverðan þá upplifi drengir í þeim trúarhópum þar sem umskurður viðgengst að þeir séu ekki velkomnir eða að þeim sé mismunað hér á landi. Greinarhöfundar spyrja hvort sömu rök gildi ekki um limlestingu á kynfærum stúlkubarna? Þá telur Barnaverndarstofa rétt að vekja athygli allsherjar- og menntamálanefndar á því að veruleg hætta er á því að ef umskurður verður gerður refsiverður þá mun það auka verulega líkur á að slíkar aðgerðir verði framkvæmdar í skjóli nætur við hættulegar aðstæður þar sem ekki er notuð deyfing eða sótthreinsað og aðrir en heilbrigðisstarfsmenn framkvæma aðgerðina og getur slíkt verið drengjunum lífshættulegt. Greinarhöfundar telja nauðsynlegt að benda á að löggiltar heilbrigðisstéttir eru 35 talsins og fæstir heilbrigðisstarfsmenn hafa þjálfun til þess að gera skurðaðgerðir á kynfærum barna. Því getur slík háttsemi orðið drengjunum lífshættuleg með sama hætti. Þá hefur Landspítali bent á að þegar er skýrt í lögum að ónauðsynlegar aðgerðir á börnum eru ekki leyfðar. Að lokum fagnaði Barnaverndarstofa því ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð hagsmunagæsluaðila barna en hvetur til þess að það verði gert með fræðslu og samtölum bæði hérlendis og erlendis. Ísland getur orðið leiðandi afl í að breyta viðhorfum heimsbyggðar gagnvart umskurði en það verður ekki gert með því að gera athöfnina refsiverða. – Greinarhöfundar spyrja því aftur hvort sömu rök gildi um limlestingu á kynfærum stúlkubarna? Því sú leið hefur einmitt verið farin í mörgum löndum, þar á meðal hér á landi að banna limlestingu á kynfærum stúlkubarna og að slík háttsemi er refsiverð. Alþingismenn vildu fara sömu leið varðandi limlestingu á kynfærum drengja en Barnaverndarstofa var mótfallin því. Lofsverð vinna barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason, hefur nú sýnt það í verki að hann hefur unnið kerfisbundið í málefnum barna. Á síðasta kjörtímabili lét hann færa jafnréttismál frá félagsmálaráðuneytinu yfir til forsætisráðuneytisins, enda ljóst að Jafnréttisstofa vann hvorki að jafnrétti né að hagsmunamálum barna. Ljóst er að forsætisráðherra gerir það ekki heldur eins og áður hefur komið fram. Þá hefur Ásmundur Einar nú tekið stórt skref í barnaverndarmálum og má þar nefna að í stað þess að breyta nafni Barnaverndarstofu í Barna„verndar“stofa hefur hann lagt stofnunina niður enda vann stofnunin sannarlega ekki að vernd barna. Í stað þess hefur ráðherra stofnað Barna- og fjölskyldustofu skv. lögum sem taka munu gildi frá 1. janúar 2022. „Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi“ segir í grein er nefnist: Fræðsla – lykill að samfélagi gegn ofbeldi eftir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar á vísi.is hinn 5. nóvember 2021. Því er nauðsynlegt að útbúið verði fræðsluefni um réttindi barna hér á landi svo og um mögulegar afleiðingar og fylgikvilla ónauðsynlegra skurðaðgerða á ytri kynfærum barna og verði slíku fræðsluefni komið á framfæri við almenning samkvæmt áliti Læknafélags Íslands frá 8. mars 2018. Því er skorað á hæstvirtan barnamálaráðherra að fylgja áliti umboðsmanns barna og lögfesta skýrt bann við umskurði drengja. Til hamingju með daginn. Dag mannréttinda barna. Höfundar eru: Atli Freyr Víðisson, tæknimaður. Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi. Huginn Þór Grétarsson, rithöfundur, baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna og Stjórnarformaður í samtökum um Karlaathvarf. Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður. Sveinn Svavarsson, rafeindavirki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í dag 20. nóvember er dagur mannréttinda barna sem er helgaður fræðslu um málefnið. Margt hefur áunnist í baráttunni undanfarin ár og er það mikils virði. Undanfarin áratug hefur umræðan um varanlegar, óafturkræfar og ónauðsynlegar skurðaðgerðir á börnum aukist mikið og hefur orðið vitundarvakning í þeim efnum. Alþingi samþykkti lög um kynrænt sjálfræði árið 2019 en lögunum er meðal annars ætlað að standa vörð um rétt einstaklinga til líkamlegrar friðhelgi. Á 151. löggjafarþingi á Alþingi 2020 – 2021, lagði hæstvirtur forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fram stjórnarfrumvarp, 22. mál, um breytingu á lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80 frá árinu 2019. Í greinargerð vegna þess frumvarps segir m.a. um 1. gr.: „Af skilgreiningunni og meginreglum frumvarpsins leiðir að svokallaðar forhúðaraðgerðir eða „umskurður drengja“, í tilvikum þar sem kyneinkenni eru dæmigerð, falla utan gildissviðs laga um kynrænt sjálfræði.“ Þá segir einnig: „Forhúðaraðgerðir í tilvikum þar sem forhúð er dæmigerð og þar sem slíkar aðgerðir kunna að vera gerðar eða fyrirhugaðar af trúarlegum eða menningarlegum ástæðum falla utan gildissviðs frumvarpsins og hafa ákvæði frumvarpsins því engin áhrif á það hvort slíkar aðgerðir eru gerðar eða heimilar.“ –Það má því segja að þar hafi Katrín Jakobsdóttir lagt þungan stein í götu mannréttinda drengja. Ljóst er að með þessu frumvarpi, sem varð að lögum 18. desember 2020, njóti drengir ekki líkamlegrar friðhelgi. Á vefsíðu Vinstrihreyfingarinnar græns framboð er mynd af Katrínu ásamt fleirum og segir í myndatexta við þá mynd: „Það skiptir máli hver stjórnar“. Umboðsmaður barna tekur umskurð drengja til skoðunar Hinn 3. september 2012 kom út ársskýrsla umboðsmanns barna fyrir árið 2011. Þar kemur fram að embættið telji mikilvægt að endurskoða lög og kveða skýrt á um að ekki sé heimilt að umskera drengi (sú háttsemi að fjarlægja forhúð þeirra) nema læknar mæli með slíkri aðgerð. Ekkert ákvæði er í íslenskum lögum sem beinlínis bannar umskurð drengja. Í kjölfarið eða hinn 13. september 2013 skrifuðu umboðsmenn barna á Norðurlöndum og ýmsir heilbrigðisstarfsmenn undir yfirlýsingu gegn umskurði ungra drengja. Margrét María Sigurðardóttir, þáv. umboðsmaður barna, Ingólfur Einarsson þáv. formaður félags barnalækna á Íslandi, Þráinn Rósmundsson yfirlæknir barnaskurðlækninga á Barnaspítala Hringsins og fulltrúi Barnaskurðlæknafélags Íslands og Ragnar Bjarnason prófessor og yfirlæknir barnalækninga á Barnaspítala Hringsins skrifuðu undir yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands. Í kjölfarið voru ríkisstjórnir á öllum Norðurlöndum hvattar til þess að stuðla að fræðslu um réttindi barna og þá áhættu sem fylgir umskurði. Alþingi setur málið á dagskrá Á 148. löggjafarþingi 2017 – 2018 á Alþingi lagði Silja Dögg Gunnarsdóttir, Framsóknarflokki, ásamt átta öðrum þingmönnum, fram 114. mál um breytingu á almennum hegningarlögum og var markmið laganna að banna umskurð drengja í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum. Í greinargerð með frumvarpinu segir: Á undanförnum árum hefur sú skoðun verið að ryðja sér til rúms, og er nokkuð útbreidd í Evrópu, að umskurður framkvæmdur í öðrum tilgangi en læknisfræðilegum sé brot á mannréttindum drengja því um sé að ræða óafturkræft inngrip í líkama þeirra sem þeir hafi ekki haft neitt um það að segja. Þeir séu þar að auki látnir þola mikinn sársauka og séu settir í mikla hættu, m.a. sýkingarhættu. Á 131. löggjafarþingi voru með lögum nr. 83/2005 samþykktar breytingar á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 , þess efnis að banna umskurð á kynfærum stúlkna (67. mál). Umskurður á kynfærum stúlkna telst samkvæmt almennum hegningarlögum til líkamsárásar samkvæmt ákvæði 218. gr. a en þar segir að hver sem með líkamsárás valdi tjóni á líkama eða heilsu stúlkubarns eða konu með því að fjarlægja kynfæri hennar að hluta eða öllu leyti skuli sæta fangelsi allt að 6 árum. Ekki var kveðið á um bann við umskurði drengja. Flutningsmenn töldu rétt að taka næsta skref í þessari vegferð og banna einnig limlestingar á kynfærum drengja. Málið gekk til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis hinn 1. mars 2018 og var fjallað um málið á sjö fundum nefndarinnar og er málinu enn ólokið í meðförum Alþingis. Afstaða Jafnréttisstofu Alþingi sendi 206 aðilum umsagnarbeiðni vegna frumvarpsins og var ein slík send Jafnréttisstofu hinn 12. mars 2018 og var frestur veittur til 28. mars það ár. Jafnréttisstofa sendi ekki inn umsögn vegna málsins. Í ljósi þess sendu greinarhöfundar Katrínu Björgu Ríkarsdóttur, framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu spurningar í þrem liðum hinn 9. apríl 2018. Svör bárust frá Jafnréttisstofu 18. apríl 2018. Spurningarnar og svörin voru þessi: 1) Af hverju hefur Jafnréttisstofa ekki sent umsögn varðandi málið þrátt fyrir að frestur til þess sé liðinn? Það er mat Jafnréttisstofu að umrætt frumvarp varði ekki jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna eins og það er lagt fram. 2) Hvert er álit Jafnréttisstofu á málinu? Jafnréttisstofa hefur ekki opinbert álit á frumvarpsdrögunum. 3) Er það ekki mismunun og því brot á jafnréttislögum að það komi skýrt fram í lögum bann við umskurði stúlkna en ekki drengja? Eiga ekki bæði kynin jafnan rétt á því að vera varin fyrir ofbeldi í íslenskum lögum? Þessi spurning er tvíþætt. Það er ekki sjálfkrafa mismunun að lögin taki á limlestingum á kynfærum kvenna en ekki á umskurði drengja. Bæði kyn eiga jafnan rétt á því að vera varin fyrir ofbeldi í íslenskum lögum. Ljóst er á þessum svörum Jafnréttisstofu að það er mat stofnunarinnar að það sé einungis ofbeldi að limlesta kynfæri kvenna en ekki kynfæri karla! Flutningsmenn frumvarpsins um bann við umskurði drengja töldu frumvarpið vera rétt skref í jafnréttisátt enda er nú þegar bannað að limlesta kynfæri kvenna. Þrátt fyrir það telur Jafnréttisstofa að umrætt frumvarp varði ekki jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna eins og það var lagt fram! Málið borið undir ráðherra Í kjölfar svara Jafnréttisstofu var skriflegt erindi sent til hæstvirts þáverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar. Erindið var í fimm liðum og var sent ráðherranum hinn 23. apríl 2018. Eftir nokkrar ítrekanir var erindinu svarað fyrir hönd ráðherrans 1. október það ár. Ein af spurningunum til ráðherrans var: Ekki var hægt að skilja svar Jafnréttisstofu á neinn annan hátt en að umskurður á drengjum teldist ekki vera ofbeldi. Hvaða fleiri stofnanir sem heyra undir ráðuneyti þitt, telja að umskurður á drengjum sé ekki ofbeldi? Í svari sem sent var fyrir hönd ráðherrans kom fram að Barnaverndarstofa sem einnig heyrði undir ráðuneyti Ásmundar Einars hefði skilað inn umsögn vegna frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 um bann við umskurði drengja. Öðrum spurningum sem sendar voru ráðherranum taldi ráðuneytið enga ástæðu til að svara né tilefni eða ástæður til þess að upplýsa um varðandi þau atriði sem Ásmundur Einar var spurður um. Þá vísaði ráðuneytið í eftirfarandi lista um rétt barna til verndar gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu. Umskurður á drengjum væri ekki á þeim lista og teldist því ekki vera ofbeldi! Miðað við þau svör sem send voru í nafni ráðherrans er ólíklegt að Ásmundur Einar hafi vitað að starfsfólk ráðuneytisins svaraði spurningum með þessum hætti í hans nafni. Greinarhöfundar gerðu því nokkrar tilraunir til þess að fá viðtal við Ásmund Einar og fara yfir þessi svör. Því var ávallt hafnað af starfsfólki ráðuneytisins enda væri hæstvirtur ráðherra mjög upptekinn. Umsögn Barnaverndarstofu vegna banns við umskurði drengja Í umsögn Barnaverndarstofu segir meðal annars: Barnaverndarstofa telur nauðsynlegt að umræða um inngrip í líkama barna sé tekin á almennari grundvelli en frumvarp þetta gerði ráð fyrir og telur nauðsynlegt að samfélagið taki heildstætt til skoðunar hvers konar inngrip í líkama barna án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru framkvæmd hér á landi og hvar samfélagið telur rétt að draga mörkin. Greinarhöfundar benda á að samkvæmt áliti Læknafélags Íslands ber að hafna öllum aðgerðum hjá ósjálfráða einstaklingum sem ekki hafa skýr heilsufarsleg markmið og læknisfræðilegar ábendingar vegna undirliggjandi sjúkdóma. Á að fylgja áliti lækna eða setja málið í þjóðaratkvæðagreiðslu? Þá telur Barnaverndarstofa mikilvægt að öll börn á Íslandi upplifi að þau séu velkomin og tryggja þurfi að börn sem alast upp við trúarlegan bakgrunn sem er ólíkur þeim sem flestir Íslendingar alast upp við fái það ekki á tilfinninguna að þau séu óvelkomin hér á landi eða litin hornauga. Hætt er við því að með því að gera umskurð refsiverðan þá upplifi drengir í þeim trúarhópum þar sem umskurður viðgengst að þeir séu ekki velkomnir eða að þeim sé mismunað hér á landi. Greinarhöfundar spyrja hvort sömu rök gildi ekki um limlestingu á kynfærum stúlkubarna? Þá telur Barnaverndarstofa rétt að vekja athygli allsherjar- og menntamálanefndar á því að veruleg hætta er á því að ef umskurður verður gerður refsiverður þá mun það auka verulega líkur á að slíkar aðgerðir verði framkvæmdar í skjóli nætur við hættulegar aðstæður þar sem ekki er notuð deyfing eða sótthreinsað og aðrir en heilbrigðisstarfsmenn framkvæma aðgerðina og getur slíkt verið drengjunum lífshættulegt. Greinarhöfundar telja nauðsynlegt að benda á að löggiltar heilbrigðisstéttir eru 35 talsins og fæstir heilbrigðisstarfsmenn hafa þjálfun til þess að gera skurðaðgerðir á kynfærum barna. Því getur slík háttsemi orðið drengjunum lífshættuleg með sama hætti. Þá hefur Landspítali bent á að þegar er skýrt í lögum að ónauðsynlegar aðgerðir á börnum eru ekki leyfðar. Að lokum fagnaði Barnaverndarstofa því ef Ísland ætlar að skipa sér í fremstu röð hagsmunagæsluaðila barna en hvetur til þess að það verði gert með fræðslu og samtölum bæði hérlendis og erlendis. Ísland getur orðið leiðandi afl í að breyta viðhorfum heimsbyggðar gagnvart umskurði en það verður ekki gert með því að gera athöfnina refsiverða. – Greinarhöfundar spyrja því aftur hvort sömu rök gildi um limlestingu á kynfærum stúlkubarna? Því sú leið hefur einmitt verið farin í mörgum löndum, þar á meðal hér á landi að banna limlestingu á kynfærum stúlkubarna og að slík háttsemi er refsiverð. Alþingismenn vildu fara sömu leið varðandi limlestingu á kynfærum drengja en Barnaverndarstofa var mótfallin því. Lofsverð vinna barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason, hefur nú sýnt það í verki að hann hefur unnið kerfisbundið í málefnum barna. Á síðasta kjörtímabili lét hann færa jafnréttismál frá félagsmálaráðuneytinu yfir til forsætisráðuneytisins, enda ljóst að Jafnréttisstofa vann hvorki að jafnrétti né að hagsmunamálum barna. Ljóst er að forsætisráðherra gerir það ekki heldur eins og áður hefur komið fram. Þá hefur Ásmundur Einar nú tekið stórt skref í barnaverndarmálum og má þar nefna að í stað þess að breyta nafni Barnaverndarstofu í Barna„verndar“stofa hefur hann lagt stofnunina niður enda vann stofnunin sannarlega ekki að vernd barna. Í stað þess hefur ráðherra stofnað Barna- og fjölskyldustofu skv. lögum sem taka munu gildi frá 1. janúar 2022. „Þekking er lykilatriði til að koma í veg fyrir ofbeldi“ segir í grein er nefnist: Fræðsla – lykill að samfélagi gegn ofbeldi eftir Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar á vísi.is hinn 5. nóvember 2021. Því er nauðsynlegt að útbúið verði fræðsluefni um réttindi barna hér á landi svo og um mögulegar afleiðingar og fylgikvilla ónauðsynlegra skurðaðgerða á ytri kynfærum barna og verði slíku fræðsluefni komið á framfæri við almenning samkvæmt áliti Læknafélags Íslands frá 8. mars 2018. Því er skorað á hæstvirtan barnamálaráðherra að fylgja áliti umboðsmanns barna og lögfesta skýrt bann við umskurði drengja. Til hamingju með daginn. Dag mannréttinda barna. Höfundar eru: Atli Freyr Víðisson, tæknimaður. Björgvin Herjólfsson, ráðgjafi. Huginn Þór Grétarsson, rithöfundur, baráttumaður fyrir jafnrétti kynjanna og Stjórnarformaður í samtökum um Karlaathvarf. Magnús E. Smith, heilbrigðisstarfsmaður. Sveinn Svavarsson, rafeindavirki.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun