Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 21:30 Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, er fædd í Póllandi en hefur verið búsett hér á landi í fjórtán ár. Vísir/Einar Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggist reyna að ná til óbólusettra með bólusetningarbíl, sem til dæmis á að aka á framkvæmdasvæði til að freista þess að hitta á erlenda verkamenn. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Fylgjast frekar með pólskum fréttum en íslenskum Langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi eru Pólverjar. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, kveðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún geti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga sé mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir.“ Hún segir upplifun sumra í fyrstu bylgju hafa verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis. „Eða að einhverjum upplýsingum sé haldið frá útlendingum.“ Hún telur málið ekki snúast um aðgengi. Þá telur hún ólíklegt að hægt verði að sannfæra þá sem eftir eru úr þessu. „Nema ef vinnurekendur eru að krefjast þess að starfsmenn séu bólusettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26 Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Greint var frá því í byrjun vikunnar að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggist reyna að ná til óbólusettra með bólusetningarbíl, sem til dæmis á að aka á framkvæmdasvæði til að freista þess að hitta á erlenda verkamenn. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Fylgjast frekar með pólskum fréttum en íslenskum Langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi eru Pólverjar. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, kveðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún geti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga sé mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir.“ Hún segir upplifun sumra í fyrstu bylgju hafa verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis. „Eða að einhverjum upplýsingum sé haldið frá útlendingum.“ Hún telur málið ekki snúast um aðgengi. Þá telur hún ólíklegt að hægt verði að sannfæra þá sem eftir eru úr þessu. „Nema ef vinnurekendur eru að krefjast þess að starfsmenn séu bólusettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26 Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Fleiri fréttir Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Sjá meira
Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26
Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17
Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41