Aðventusælgæti Omnom rýkur út Omnom 22. nóvember 2021 08:55 Súkkulaðigerðin Omnom kemur öllum í jólaskap með vetrarlínunni. Omnom er vefverslun vikunnar á Vísi „Fólk þarf að hafa hraðar hendur. Í fyrra seldist línan öll upp áður en desember gekk í garð. Árstíðabundnu vörurnar eru framleiddar í takmörkuðu upplagi,“ segir Kjartan Gíslason, annar eigenda súkkulaðigerðarinnar Omnom en vetrar- og aðventunammið ríkur nú úr hillunum, enda um einstakt gúmmelaði að ræða. „Okkur langar til að þróa okkur enn meira áfram með jólavörur. Súkkulaði býður upp á óþrjótandi valmöguleika til að vinna úr og innblásturinn kemur oft yfir okkur á aðventunni,“ segir Kjartan. „Þetta er annað árið sem við búum til Aðventuöskjuna en hún inniheldur fjórar tegundir sem hægt er að vinna sig í gegnum, eins og þegar við kveikjum á einu aðventukerti í einu,“ segir Kjartan. Aðventuaskjan inniheldur ristaðar möndlur sem hjúpaðar eru með madagaskar súkkulaði og þurrkuðum hindberjum, mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði, saltaðar möndlur sem hjúpaðar eru með hvítu saltkaramellusúkkulaði og reyktar heslihnetur með dökku Níkaragúasúkkulaði. Þá nýtur Vetrarlínan, fyrsta jólavara Omnom alltaf mikilla vinsælda. „Vetrarlínan er búin til úr okkar uppáhaldsbragði hér á Omnom,“ segir Kjartan. „Vetrarlínan inniheldur dökkt madagaskarsúkkulaði með hindberjum og nibbum, mjólkursúkkulaði með okkar eigin piparkökuuppskrift með Cayenne pipar og svo hvítt súkkulaði sem við kryddum með appelsínuberki og malthveiti. Við setjum vetrarlínuna alltaf í nýjan búning fyrir hver jól og í ár myndskreytti listakonan Jórinde línuna. Við erum einnig með útfærslu af uppáhalds jólasmáköku Íslendinga í ísbúðinni, þá bökum við sörur, með kaffisúkkulaði og vanillukremi og ofan á fer mulningur af heslihnetum. Þessi réttur er í sölu fram yfir jól.“ Omnom hefur skipað sér rækilegan sess í sælgætisflóru landsins en átta ár eru síðan fyrstu súkkulaðimolarnir komu á markað. Áhersla er lögð á gæði og hefur fyrirtækið blómstrað ár frá ári og haslað sér völl á erlendum markaði. „Við notum ekki hvaða kakóbaunir sem er og kaupum beint af bændum. Við stöndum fyrir það að búa til súkkulaði frá grunni og vildum breyta hugmyndum fólks um hvað súkkulaði er,“ segir Kjartan. „Við fengum mikla umfjöllun þegar leikarinn Zac Efron fjallaði um Omnom á síðast ári og í kjölfarið sprakk netverslunin í Bandaríkjunum út. Covid opnaði á stærri markað fyrir okkur, fólk var heima og pantaði á netinu. Þessi tími hefur einnig gefið okkur andrými til að marka okkur skýrari stefnu. Við erum bjartsýn á framhaldið,“ segir Kjartan. Vetrarlínuna og Aðventuöskuna er hægt að nálagst hér. Jól Matur Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira
„Fólk þarf að hafa hraðar hendur. Í fyrra seldist línan öll upp áður en desember gekk í garð. Árstíðabundnu vörurnar eru framleiddar í takmörkuðu upplagi,“ segir Kjartan Gíslason, annar eigenda súkkulaðigerðarinnar Omnom en vetrar- og aðventunammið ríkur nú úr hillunum, enda um einstakt gúmmelaði að ræða. „Okkur langar til að þróa okkur enn meira áfram með jólavörur. Súkkulaði býður upp á óþrjótandi valmöguleika til að vinna úr og innblásturinn kemur oft yfir okkur á aðventunni,“ segir Kjartan. „Þetta er annað árið sem við búum til Aðventuöskjuna en hún inniheldur fjórar tegundir sem hægt er að vinna sig í gegnum, eins og þegar við kveikjum á einu aðventukerti í einu,“ segir Kjartan. Aðventuaskjan inniheldur ristaðar möndlur sem hjúpaðar eru með madagaskar súkkulaði og þurrkuðum hindberjum, mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði, saltaðar möndlur sem hjúpaðar eru með hvítu saltkaramellusúkkulaði og reyktar heslihnetur með dökku Níkaragúasúkkulaði. Þá nýtur Vetrarlínan, fyrsta jólavara Omnom alltaf mikilla vinsælda. „Vetrarlínan er búin til úr okkar uppáhaldsbragði hér á Omnom,“ segir Kjartan. „Vetrarlínan inniheldur dökkt madagaskarsúkkulaði með hindberjum og nibbum, mjólkursúkkulaði með okkar eigin piparkökuuppskrift með Cayenne pipar og svo hvítt súkkulaði sem við kryddum með appelsínuberki og malthveiti. Við setjum vetrarlínuna alltaf í nýjan búning fyrir hver jól og í ár myndskreytti listakonan Jórinde línuna. Við erum einnig með útfærslu af uppáhalds jólasmáköku Íslendinga í ísbúðinni, þá bökum við sörur, með kaffisúkkulaði og vanillukremi og ofan á fer mulningur af heslihnetum. Þessi réttur er í sölu fram yfir jól.“ Omnom hefur skipað sér rækilegan sess í sælgætisflóru landsins en átta ár eru síðan fyrstu súkkulaðimolarnir komu á markað. Áhersla er lögð á gæði og hefur fyrirtækið blómstrað ár frá ári og haslað sér völl á erlendum markaði. „Við notum ekki hvaða kakóbaunir sem er og kaupum beint af bændum. Við stöndum fyrir það að búa til súkkulaði frá grunni og vildum breyta hugmyndum fólks um hvað súkkulaði er,“ segir Kjartan. „Við fengum mikla umfjöllun þegar leikarinn Zac Efron fjallaði um Omnom á síðast ári og í kjölfarið sprakk netverslunin í Bandaríkjunum út. Covid opnaði á stærri markað fyrir okkur, fólk var heima og pantaði á netinu. Þessi tími hefur einnig gefið okkur andrými til að marka okkur skýrari stefnu. Við erum bjartsýn á framhaldið,“ segir Kjartan. Vetrarlínuna og Aðventuöskuna er hægt að nálagst hér.
Jól Matur Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Sjá meira