Aðventusælgæti Omnom rýkur út Omnom 22. nóvember 2021 08:55 Súkkulaðigerðin Omnom kemur öllum í jólaskap með vetrarlínunni. Omnom er vefverslun vikunnar á Vísi „Fólk þarf að hafa hraðar hendur. Í fyrra seldist línan öll upp áður en desember gekk í garð. Árstíðabundnu vörurnar eru framleiddar í takmörkuðu upplagi,“ segir Kjartan Gíslason, annar eigenda súkkulaðigerðarinnar Omnom en vetrar- og aðventunammið ríkur nú úr hillunum, enda um einstakt gúmmelaði að ræða. „Okkur langar til að þróa okkur enn meira áfram með jólavörur. Súkkulaði býður upp á óþrjótandi valmöguleika til að vinna úr og innblásturinn kemur oft yfir okkur á aðventunni,“ segir Kjartan. „Þetta er annað árið sem við búum til Aðventuöskjuna en hún inniheldur fjórar tegundir sem hægt er að vinna sig í gegnum, eins og þegar við kveikjum á einu aðventukerti í einu,“ segir Kjartan. Aðventuaskjan inniheldur ristaðar möndlur sem hjúpaðar eru með madagaskar súkkulaði og þurrkuðum hindberjum, mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði, saltaðar möndlur sem hjúpaðar eru með hvítu saltkaramellusúkkulaði og reyktar heslihnetur með dökku Níkaragúasúkkulaði. Þá nýtur Vetrarlínan, fyrsta jólavara Omnom alltaf mikilla vinsælda. „Vetrarlínan er búin til úr okkar uppáhaldsbragði hér á Omnom,“ segir Kjartan. „Vetrarlínan inniheldur dökkt madagaskarsúkkulaði með hindberjum og nibbum, mjólkursúkkulaði með okkar eigin piparkökuuppskrift með Cayenne pipar og svo hvítt súkkulaði sem við kryddum með appelsínuberki og malthveiti. Við setjum vetrarlínuna alltaf í nýjan búning fyrir hver jól og í ár myndskreytti listakonan Jórinde línuna. Við erum einnig með útfærslu af uppáhalds jólasmáköku Íslendinga í ísbúðinni, þá bökum við sörur, með kaffisúkkulaði og vanillukremi og ofan á fer mulningur af heslihnetum. Þessi réttur er í sölu fram yfir jól.“ Omnom hefur skipað sér rækilegan sess í sælgætisflóru landsins en átta ár eru síðan fyrstu súkkulaðimolarnir komu á markað. Áhersla er lögð á gæði og hefur fyrirtækið blómstrað ár frá ári og haslað sér völl á erlendum markaði. „Við notum ekki hvaða kakóbaunir sem er og kaupum beint af bændum. Við stöndum fyrir það að búa til súkkulaði frá grunni og vildum breyta hugmyndum fólks um hvað súkkulaði er,“ segir Kjartan. „Við fengum mikla umfjöllun þegar leikarinn Zac Efron fjallaði um Omnom á síðast ári og í kjölfarið sprakk netverslunin í Bandaríkjunum út. Covid opnaði á stærri markað fyrir okkur, fólk var heima og pantaði á netinu. Þessi tími hefur einnig gefið okkur andrými til að marka okkur skýrari stefnu. Við erum bjartsýn á framhaldið,“ segir Kjartan. Vetrarlínuna og Aðventuöskuna er hægt að nálagst hér. Jól Matur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
„Fólk þarf að hafa hraðar hendur. Í fyrra seldist línan öll upp áður en desember gekk í garð. Árstíðabundnu vörurnar eru framleiddar í takmörkuðu upplagi,“ segir Kjartan Gíslason, annar eigenda súkkulaðigerðarinnar Omnom en vetrar- og aðventunammið ríkur nú úr hillunum, enda um einstakt gúmmelaði að ræða. „Okkur langar til að þróa okkur enn meira áfram með jólavörur. Súkkulaði býður upp á óþrjótandi valmöguleika til að vinna úr og innblásturinn kemur oft yfir okkur á aðventunni,“ segir Kjartan. „Þetta er annað árið sem við búum til Aðventuöskjuna en hún inniheldur fjórar tegundir sem hægt er að vinna sig í gegnum, eins og þegar við kveikjum á einu aðventukerti í einu,“ segir Kjartan. Aðventuaskjan inniheldur ristaðar möndlur sem hjúpaðar eru með madagaskar súkkulaði og þurrkuðum hindberjum, mokkasúkkulaðirúsínur sem legið hafa í rommi í fjóra mánuði, saltaðar möndlur sem hjúpaðar eru með hvítu saltkaramellusúkkulaði og reyktar heslihnetur með dökku Níkaragúasúkkulaði. Þá nýtur Vetrarlínan, fyrsta jólavara Omnom alltaf mikilla vinsælda. „Vetrarlínan er búin til úr okkar uppáhaldsbragði hér á Omnom,“ segir Kjartan. „Vetrarlínan inniheldur dökkt madagaskarsúkkulaði með hindberjum og nibbum, mjólkursúkkulaði með okkar eigin piparkökuuppskrift með Cayenne pipar og svo hvítt súkkulaði sem við kryddum með appelsínuberki og malthveiti. Við setjum vetrarlínuna alltaf í nýjan búning fyrir hver jól og í ár myndskreytti listakonan Jórinde línuna. Við erum einnig með útfærslu af uppáhalds jólasmáköku Íslendinga í ísbúðinni, þá bökum við sörur, með kaffisúkkulaði og vanillukremi og ofan á fer mulningur af heslihnetum. Þessi réttur er í sölu fram yfir jól.“ Omnom hefur skipað sér rækilegan sess í sælgætisflóru landsins en átta ár eru síðan fyrstu súkkulaðimolarnir komu á markað. Áhersla er lögð á gæði og hefur fyrirtækið blómstrað ár frá ári og haslað sér völl á erlendum markaði. „Við notum ekki hvaða kakóbaunir sem er og kaupum beint af bændum. Við stöndum fyrir það að búa til súkkulaði frá grunni og vildum breyta hugmyndum fólks um hvað súkkulaði er,“ segir Kjartan. „Við fengum mikla umfjöllun þegar leikarinn Zac Efron fjallaði um Omnom á síðast ári og í kjölfarið sprakk netverslunin í Bandaríkjunum út. Covid opnaði á stærri markað fyrir okkur, fólk var heima og pantaði á netinu. Þessi tími hefur einnig gefið okkur andrými til að marka okkur skýrari stefnu. Við erum bjartsýn á framhaldið,“ segir Kjartan. Vetrarlínuna og Aðventuöskuna er hægt að nálagst hér.
Jól Matur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir BYKO með ánægðustu viðskiptavinina áttunda árið í röð Greiðsluáskorun Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira