Norðmenn herða á landamærum og biðla til fólks að hætta handaböndum Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 11:06 Heilbrigðisráðherra Noregs hefur biðlað til fólks að hætta handaböndum til að draga úr útbreiðslu veirunnar. EPA Norsk stjórnvöld kynntu í morgun hertar reglur á landamærum sem fela í sér að frá 26. nóvember munu allir þeir sem ferðast til landsins að skrá sig á síðunni entrynorway.no. Krafa um skráningu nær bæði til Norðmanna og útlendinga, bólusettra sem óbólusetta, en útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið mikil í Noregi sem og í öðrum ríkjum Evrópu síðustu vikurnar. Norskir fjölmiðlar segja frá því að skráningin geti farið fram í fyrsta lagi þremur sólarhringum áður en viðkomandi kemur til landsins. „Þegar þú skráir þig færðu staðfestingu senda sem þú verður svo að sýna lögreglu við komuna til landsins. Þér verður sömuleiðis skylt að geta sýnt fram á sérstakt vottorð, fari lögregla fram á slíkt,“ sagði dómsmálaráðherrann Emilie Enger Mehl á fréttamannafundi í morgun. Norðmenn gera sömuleiðis ríkari kröfur þegar kemur að sóttkví. „Skyldan breytist á þann veg að hún nær nú til allra, sama hvaðan maður er að koma og getur ekki sýnt fram á að maður sé fullbólusettur eða hafi fengið Covid-19 síðasta hálfa árið,“ sagði heilbrigðisráðherrann Ingvild Kjerkol. Kjerkol biðlaði sömuleiðis til þjóðarinnar að halda kyrru fyrir heima, finni fólk fyrir minnstu einkennum, og sömuleiðis að hætta öllum handaböndum. „Það kostar okkur lítið og dregur úr útbreiðslu,“ sagði Kjerkol á fundinum í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Krafa um skráningu nær bæði til Norðmanna og útlendinga, bólusettra sem óbólusetta, en útbreiðsla kórónuveirunnar hefur verið mikil í Noregi sem og í öðrum ríkjum Evrópu síðustu vikurnar. Norskir fjölmiðlar segja frá því að skráningin geti farið fram í fyrsta lagi þremur sólarhringum áður en viðkomandi kemur til landsins. „Þegar þú skráir þig færðu staðfestingu senda sem þú verður svo að sýna lögreglu við komuna til landsins. Þér verður sömuleiðis skylt að geta sýnt fram á sérstakt vottorð, fari lögregla fram á slíkt,“ sagði dómsmálaráðherrann Emilie Enger Mehl á fréttamannafundi í morgun. Norðmenn gera sömuleiðis ríkari kröfur þegar kemur að sóttkví. „Skyldan breytist á þann veg að hún nær nú til allra, sama hvaðan maður er að koma og getur ekki sýnt fram á að maður sé fullbólusettur eða hafi fengið Covid-19 síðasta hálfa árið,“ sagði heilbrigðisráðherrann Ingvild Kjerkol. Kjerkol biðlaði sömuleiðis til þjóðarinnar að halda kyrru fyrir heima, finni fólk fyrir minnstu einkennum, og sömuleiðis að hætta öllum handaböndum. „Það kostar okkur lítið og dregur úr útbreiðslu,“ sagði Kjerkol á fundinum í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Ísland í fyrsta sinn dökkrautt á Covid-korti Evrópu Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 18. nóvember 2021 17:20
Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41