Forseti norska þingsins til rannsóknar hjá lögreglu og segir af sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 23:31 Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, og Eva Kristin Hansen, forseti norska þingsins á fundi í norska þinginu. Hansen hefur sagt af sér eftir að upp komst að hún hafði misnotað aðgang sinn að íbúð í eigu norska þingsins. Getty/Britta Pedersen Lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn í Noregi að beiðni ríkissaksóknara. Eva Kristin Hansen, forseti þingsins, hefur staðfest að hún sé þeirra á meðal og hefur sagt af sér. „Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar. Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
„Það hefur verið tilkynnt að lögreglan í Osló hefur til rannsóknar sex þingmenn eftir umfjöllun fjölmiðla. Ég er ein af þeim,“ sagði Hansen í yfirlýsingu. „Ég tel það ekki boða gott að þingforseti sé starfandi á meðan hann er til rannsóknar hjá lögreglu. Ég hef þess vegna rætt við formann flokksins míns og þingflokksformann og greint þeim frá því að ég ætli að stíga til hliðar sem forseti þingsins.“ Þetta staðfesti Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs og formaður Verkamannaflokksins. „Ég veit að þetta mál er henni þungbært og að henni þykir fyrir þessu. Samt sem áður tel ég það rétt metið hjá henni að stíga til hliðar sem forseti þingsins,“ sagði forsætisráðherrann í samtali við norska ríkisútvarpið. Lögreglan rannsakar þingmennina vegna meintrar misnotkunar á íbúðum í eigu þingsins. Norska þingið á 143 íbúðir í Osló sem þingmönnum, sem búa meira en fjörutíu kílómetra frá þinghúsinu, er heimilt að nota sem annað heimili á meðan á þingsetu stendur. Ástæða þess að Hansen er til skoðunar, og líklega hinir sex líka, er sú að Hansen á sjálf íbúð í Ski, rétt fyrir utan Osló. Þrátt fyrir það hélt hún áfram að nota íbúð þingsins sem sitt annað heimili. Lögheimili Hansen var til ársins 2017 skráð í Þrándheimi, en hún er þingmaður þess svæðis. Samkvæmt reglum þingsins mega þingmenn búa í þessum íbúðum ef lögheimili þeirra er meira en 40 km í burtu frá þinghúsinu. Fjölskyldumeðlimir þeirra mega svo að sjálfsögðu búa þar líka, svo lengi sem þingmaðurinn býr þar á sama tíma. Þingmaðurinn greiðir hvorki leigu á meðan hann býr þar né nokkur önnur útgjöld sem fylgja heimilishaldi, eins og fyrir rafmagn, vatn, hita eða net og sjónvarp. Að sögn Hansen lánaði hún kollega sínum úr þinginu íbúðina sína, þá sem er samt í eigu þingsins, vegna hjónabandsvandræða kollegans. Það er á skjön við reglur þingsins um íbúðirnar.
Noregur Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira