Uggandi yfir flutningi Vínbúðarinnar í Austurstræti Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 21:00 Tilfærslurnar yllu mismiklum viðbrigðum fyrir viðskiptavini. Vísir/Ragnar ÁTVR hyggst loka vínbúð sinni við Austurstræti og skoðar fjórar nýjar staðsetningar. Viðskiptavinir sem fréttastofa ræddi við í dag voru ósáttir við fyrirhugaðan flutning úr Austurstræti, einkum ef búðin verður færð í nýtt hverfi. Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23. Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Vínbúðin við Austurstræti var opnuð árið 1992. Nú stendur til að flytja og eftirfarandi staðir koma til greina: Hallveigarstígur 1, húsnæði við Hringbraut 119/121, Fiskislóð 10 úti á Granda og nýbyggingar við Hallgerðargötu, rétt við Kirkjusand. ÁTVR segir húsnæðið í Austurstræti óhentugt; það sé á tveimur hæðum og flutningar til og frá húsinu erfiðir. Gerð er krafa um að nýja húsnæðið liggi vel við almenningssamgöngum - og að þar sé nóg af bílastæðum. Áðurnefndir fjórir staðir virðast uppfylla þessar kröfur - en hefðu mismikil viðbrigði í för með sér fyrir viðskiptavini Austurstrætis. Þannig myndi muna talsverðu að flytja á Hringbraut eða Granda, öllu minna á Hallveigarstíg - en vínbúð við Kirkjusand er ekki beinlínis innan hverfis. „Bara skelfilegt“ En hvað finnst viðskiptavinunum sjálfum um fyrirhugaða flutninga? „Mér finnst þetta bara skelfilegt því hér er Austurstræti ekki það mikið lifandi. Mikið af börum og pöbbum og ég er með einu fataverslunina fyrir utan Lundabúðirnar. Og mér finnst mjög slæmt að missa traffíkina sem myndast hér [við Vínbúðina],“ segir Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi fatabúðarinnar Gyllta kattarins við Austurstræti. Hafdís Þorleifsdóttir, eigandi Gyllta kattarins við Austurstræti. „Mér finnst eiginlega fáránlegt að hafa hana á Hallgerðargötu, það verður að vera einhvers staðar hérna miðsvæðis, hvort sem það er á Hallveigarstíg, Fiskislóð eða einhvers staðar hérna á þessu svæði,“ segir Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Myndu ef til vill drekka minna Aðrir láta sig málið örlítið minna varða. „Hlutlaus. Þetta er bara þannig,“ segir Sindri Freyr Steingrímsson. Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir. Fólk var þó sammála um mikilvægi þess að gott aðgengi væri að nýrri búð fyrir gangandi - og að hún væri í göngufæri við þá gömlu. Bílastæði vógu ekki þungt en flutningar gætu þó haft tiltekin jákvæð áhrif. „Ég held að þá myndi maður bara drekka minna,“ segir Sindri og hlær. Gabriel Dunsmith býr í Gamla Vesturbænum, á ekki bíl og gengur allt sem hann fer. Hann kvað fyrirhugaða flutninga geta komið sér illa. Gabriel Dunsmith. „Ég gæti drukkið minna. Eða ég gæti fært ákveðnar fórnir og tekið Strætó og birgt mig upp sjaldnar en áður,“ segir Gabriel kíminn. Hér fyrir neðan má svo sjá myndir frá möguleikunum fjórum. Fiskislóð 10. Húsnæði við Hringbraut 119/121. Hallveigarstígur 1. Fiskislóð 10. Nýbyggingar við Hallgerðargötu. Horft er til númeranna 19-23.
Verslun Áfengi og tóbak Reykjavík Mest lesið Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira