Verkefni til stuðnings börnum foreldra með geðrænan vanda komið á laggirnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 18:09 Sigríður Gísladóttir hjá Geðhjálp segir að það sé mjög mikilvægt að við séum að veita börnum sem eiga foreldra með geðrænan vanda viðeigandi stuðning og fræðslu. Stöð 2 Stuðningsverkefni fyrir börn foreldra með geðrænan vanda hefur verið sett á laggirnar. Verkefnið heitir Okkar heimur og er á vegum Geðhjálpar. Kveikjan að stofnun verkefnisins er reynsla verkefnastjóra verkefnisins af kerfinu hér á landi sem barn foreldris með alvarlegan geðrænan vanda. Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Fréttastofa fjallaði um samskonar mál í Kompás fyrir tveimur árum síðan og var þar rætt við unga stúlku sem búið hafði hjá móður sinni sem á í alvarlegum geðrænum vanda. Lýsti hún því að sama hvert hún sneri sér í kerfinu kom hún að lokuðum dyrum. Sjá einnig: Lokuð á heimilinu með geðveikri móður Sigríður Gísladóttir er verkefnastjóri Okkar heims og hefur unnið að innleiðingu verkefnisins. Sigríður ólst sjálf upp hjá foreldri með alvarlegan geðrænan vanda og upplifði úrræðaleysi hér á landi og hefur nýtt reynslu sína í mótun verkefnisins. Verkefni Okkar heims er tvíþætt. Annars vegar snýr það að stuðningi við börn sem eiga foreldri sem glímir við geðrænan vanda. Okkar heimur mun bjóða upp á fjölskyldusmiðjur fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Í þeim eru leiklist og leikir notuð til að fræða börrn um geðrænan vanda. „Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými og eiga góðar stundir saman og ræða ýmislegt sem getur fylgt því að vera í fjölskyldu þar sem foreldri eða forsjáraðili glímir við geðrænan vanda. Þær eru haldnar einu sinni í mánuði í 2,5 klukkustund í Reykjavík og eru fjölskyldum að kostnaðarlausu,“ segir í tilkynningu frá Okkar heimi. Þá mun Okkar heimur einnig einbeita sér að fræðslu sem hugsuð er fyrir börn foreldra með geðrænan vana til að veita þþeim aðgang að mikilvægum upplýsingum og fræðsluefni. Vefsíða fyrir fræðsluefni Okkar heims var opnuð í dag þar sem hægt er að nálgast upplýsingar um þessi mál. Fram kemur í tilkynningu frá Okkar heimi að þessi hópur sé oft falinn og fangi jafnan ekki athygli starfsfólks í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu. Hluti verkefnisins sé að fara af stað með vitundarvakningu og minna á mikilvægi þess að hópurinn fái stuðninginn sem hann eigi rétt á. „4. júní 2019 voru réttindi þessara barna tryggð hér á landi og samþykktar breytingar á sex lögum vegna réttar barna sem aðstandenda. Markmiðið með þeim var að tryggja að fagfólk sé vakandi fyrir því ef veikindi foreldra hafa áhrif á velferð og líðan barna og ef svo er, veita þeim stuðning. Nú er árið 2021 og enn lítið borið á því að verið sé að veita þessum hópi barna athygli og þjónustu.“ Samkvæmt tilkynningunni sýna alþjóðlegar rannsóknar að börn, sem alist upp með foreldri með geðrænan vanda, séu í 70 prósent meiri hættu á að þróa sjálf með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum fái þau ekki viðeigandi stuðning. Sýni þetta mikilvægi þess að þessum hópi sé sýnd meiri athygli og gripið sé inn í aðstæður þeirra snemma.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Geðheilbrigði Félagsmál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent