SA vill lækka eða fresta samningsbundnum launahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 18. nóvember 2021 20:00 Á köflum neistaði á milli forseta Alþýðusambandsins og framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í Pallborðinu í dag. Stöð 2/Ragnar Visage Samtök atvinnulífsins vilja lækka eða fresta samningsbundum launahækkunum á næsta ári til að forðast frekari vaxahækkanir og saka verkalýðshreyfinguna um ábyrgðarleysi. Forseti ASÍ segir launafólk hins vegar rétt núna vera að ná þeim kaupmætti sem glataðist í hruninu. Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan. Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sjá meira
Drífa Snædal forseti Alþýðusambandsins og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins tókust á um stöðuna í efnahags- og kjaramálum í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi í dag. Verkalýðshreyfingin hefur mótmælt vaxtahækkunum Seðlabankans undanfarna mánuði og segir þær kalla á kjarabætur. Famkvæmdastjóri SA segir verkalýðshreyfinguna á villigötum í þeim málflutningi og tekur undir með Seðlabankanum um að laun hafi hækkað of mikið miðað við stöðuna í dag. Haldór Benjamín segir serkalýðshreyfingin hafa hafnað öllum óskum um samtal um breytingar á kjarasamningi frá upphafi kórónuveirufaraldursins, hvort sem um væri að ræða seinkun launahækkana eða minni hækkanir. „Mér finnst það óskynsamleg afstaða hjá verkalýðshreyfingunni og ég held að sagan muni ekki fara blíðum höndum um þessa afstöðu. Við munum öll fá þessar launahækkanir í hausinn vegna þess að Seðlabankinn mun bregðast við. Þegar Seðlabankinn bregst við hefur það bein áhrif á heimilin í landinu, á fyrirtækin í landinu. Sem munu bera hærri greiðslubyrði og í mörgum tilvikum kannski hærri greiðslubyrði en sem nemur umsömdum launahækkunum,“ sagði Halldór Benjamín. Í Pallborðinu á Vísi og Vísi/Stöð 2 í dag komu fram gerólíkt mat verkalýðshreyfingarinnar annars vegar og atvinnurekenda hins vegar á stöðunni í kjara- og efnahagsmálum.Stöð 2/Ragnar Visage Drífa vísaði þessum málflutningi á bug og sagði tíma til komin að stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins styddu aðgerðir til að taka á hinum raunverulegu ástæðum verðbólgunnar. „Ég held að það sé kannski tækifæri til núna bæði fyrir Samtök atvinnulífsins og Seðlabankann að fara aðeins að skipta um plötu. Það þýðir ekki að vera að ráðast stöðugt á launafólk og segja að launahækkanir hér á Íslandi séu að hleypa öllu í bál og brand. Nú skulum við aðeins fara að líta til baka síðustu áratugi. Þessi kór er búinn að dynja á stöðugt á okkur, launafólki á Íslandi. Ef þið semjið um þetta eða ef þessum kröfum verður mætt, ef þetta gerist, þá mun allt fara í bál og brand. Staðreyndin er sú að við erum bara núna að ná upp í kaupmáttinn sem var tekinn af okkur í hruninu,“ sagði Drífa. Hún og Halldór tókust hart á um næstu skref og höfðu ólíka sýn á næstu kjarasamninga sem þegar er byrjað að undirbúa. Horfa má á Pallborðið í heild sinni hér fyrir neðan.
Seðlabankinn Vinnumarkaður Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20 Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14 Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Sjá meira
Seðlabankastjóri segir óheppilegt að launafólk fái hagvaxtarauka Seðlabankastjóri segir óheppilegt að laun hækki næsta vor með svo kölluðum hagvaxtarauka sem samið var um í lífskjarasamningunum. Miklar launahækkanir, hækkun á verði íbúðarhúsnæðis og hrávöru í útlöndum kyndi undir verðbólgunni. 17. nóvember 2021 19:20
Versnandi verðbólguhorfur Verðbólguhorfur hafa versnað frá spá Seðlabanka Íslands í ágúst sem reiknar með að hún verði komin upp í 4,7 prósent undir lok þessa árs. Viðvarandi hækkun húsnæðisverðs og launa og verðs á hrávörum í útlöndum eru meginforsendurnar fyrir því að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína í morgun um 0,5 prósentustig. 17. nóvember 2021 13:14
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent