Rögnvaldur hefur fundið Eyjurnar sínar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:31 Aðalleikkonurnar í sýningunni, Nína Tamimi og Iðunn Stefánsdóttir, eru sjö ára gamlar og skipta þær með sér hlutverki Eyju í vetur. Siggi Sigurjóns leikur Rögnvald. Vísir/Vilhelm Búið er að velja leikhópinn fyrir sýninguna Langelstur að eilífu sem sett verður á svið í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði. Frumsýning barnaleikritsins er 15. janúar næstkomandi. Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Langelstur að eilífu er byggt á samnefndri barnabók um Eyju og vin hennar Rögnvald eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Bókin hlaut íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka árið 2019 en fyrri bækurnar tvær, Langelstur í bekknum (2017) og Langelstur í leynifélaginu (2018), voru báðar tilnefndar til Fjöruverðlaunanna þegar þær komu út. Leikarinn Siggi Sigurjóns verður Rögnvaldur, en hann var draumaval höfundar Langelstur bókaseríunnar þegar ákveðið var að gera bækurnar að barnasýningu. Leikstjóri verksins er Björk Jakobsdóttir og leikhópurinn hefur nú þegar hafið æfingar. Nú er búið að velja hverjar munu skipta með sér hlutverki Eyju og hlutverkið fengu þær Nína Sólrún Tamimi og Iðunn Eldey Stefánsdóttir. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason leika með þeim í sýningunni ásamt hæfileikaríkum hópi barna sem valin voru eftir fjölmennar áheyrnaprufur fyrr á árinu. Konurnar á bak við sýninguna Langelstur að eilífu, Björk Jakobsdóttir leikstjóri og Bergrún Íris Sævarsdóttir höfundur.Vísir/Vilhelm „Það mættu mörg hundruð börn í prufur í haust og valið var virkilega erfitt. Björk er hins vegar vön að leikstýra krökkum og gat sigtað út tólf stykki stórstjörnur. Það hefur verið magnað að fylgjast með því hvað þessir ungu leikarar eru agaðir og flinkir. Aðalleikkonurnar okkar tvær eru bara sjö ára gamlar og eiga stóra framtíð fyrir sér í leikhúsinu,“ segir Bergrún Íris höfundur Langelstur-bókanna. Krakkaleikhópinn skipa Hildur María Reynisdóttir, Nína Sólrún Tamimi, Rafney Birna Guðmundsdóttir, Rebecca Lív Biraghi, Árni Magnússon, Stormur Björnsson, Iðunn Eldey Stefánsdóttir, Helga Karen Aðalsteinsdóttir, Kolbrún Helga Friðriksdóttir, Oktavía Gunnarsdóttir, Steinar Thor Stefánsson og Tómas Bjartur Skúlínuson. Ljósmyndari Vísis leit við á æfingu hjá hópnum á dögunum.Vísir/Vilhelm Langelstur að eilífu er afskaplega falleg saga af vináttu og hugrekki, því Eyja þarf svo sannarlega að vera hugrökk og takast á við mikil umskipti og erfiðar tilfinningar. Stelpurnar eru mjög spenntar að takast á við þetta krefjandi hlutverk. Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljós og leikmynd en grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey. Hæfileikaríkur hópur leikara setur upp sýninguna Langelstur að eilífu. Vísir/Vilhelm
Leikhús Hafnarfjörður Bókmenntir Menning Börn og uppeldi Krakkar Tengdar fréttir Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58 Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30 Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Verðlaunahafarnir á íslensku hljóðbókaverðlaununum Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel Awards, voru afhent í Norðurljósasal Hörpu í dag. 26. mars 2021 14:58
Bergrún Íris, Jón Viðar og Sölvi Björn hljóta bókmenntaverðlaunin Sigurverkið í flokki fagurbókmennta var lengi að fæðast. 28. janúar 2020 20:30
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“