„Ert þú þá mamma og pabbi?“ Silja Úlfarsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 08:31 Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. Það er hægt að líkja sorgarferlinu við öldugang, þú veist aldrei hvenær sorgin kemur, hvað kemur næstu öldu af stað, né hversu stór eða lítill skellurinn verður. Sorg barna getur komið yfir börnin í mismunandi stigum í þroskaferlinu og viðburðum í lífinu. Systkini eru ekki endilega alltaf samferða í sorginni, sem getur flækt fjölskyldulífið. Ég er móðir tveggja ungra drengja sem misstu föður sinn þegar þeir voru 4 og 6 ára og síðan 5 árum seinna lést afi þeirra. Ég get lofað því að bak við börn í sorg er taugatrekkt (eftirlifandi) foreldri eða ástvinur sem er alltaf á vaktinni, tilbúið að grípa börnin og reyna að skauta fram hjá helstu „triggerum“, svo lífið geti haldið áfram eins eðlilega og hægt er í þessum óeðlilegu aðstæðum. Hér er smá innsýn í sumar af okkar áskorunum (birt með leyfi drengjanna). „Ert þú þá mamma og pabbi?“ spurði sonurinn. Fyrstu viðbrögð er að svara játandi, til að stappa stálinu í barnið. Áður en þú veist ertu mætt í Gulla Byggir til að læra að gera þessa „pabba“ hluti. Þar til að þú áttar þig á að þú ert ekki pabbi, þú ert mamma þeirra og lífið er bara svona. Á kvöldin þegar börnin eru komin upp í rúm og þú situr og horfir á sjónvarpið þá kemur barnið á harðahlaupum fram í stofu, nær augnsambandi og hleypur aftur inn. Barnið gat ekki sofnað því það heyrði ekki í þér og vildi vera viss um að þú andaðir og værir á lífi. „Mamma hvað verður um okkur ef þú deyrð?“ Börn geta velt þessu mikið fyrir sér. Til að róa börnin þá þarf að taka skrítna ákvörðun, panta tíma hjá sýslumanni og fylla út blað sem segir til um það hver fær börnin þín ef þú deyrð. Þetta skapar öryggi fyrir börnin. Þegar barnið þekkir það af eigin reynslu að allir geta dáið skyndilega þá kveður það alla með knúsi og fallegum orðum, til að tryggja að síðasta kveðjustundin sé góð minning. Það getur verið margt sem „triggerar“ börn í sorg og það er oft mikil vinna að komast upp úr slíkri lægð. Oft reyna foreldrar því að vera skrefi á undan umhverfinu. Tökum þetta dæmi: Skólinn ætlar í kósý aðventustund í kirkju. Er það sama kirkja og við jörðuðum...? er það sami prestur og ...? Hvað verður rætt? Annað dæmi: Skólinn er að skipuleggja víkingakynningu fyrir nemendur. Afi drengjanna var víkingur og fyrirhuguð heimsókn og óljós tímasetning hennar varð til þess að heimilið fylltist að stressi og sorg. Víkingastundirnar með afa voru dýrmætar og kviðu þeir komu víkinganna í skólann. Þess vegna er gott samband við skólana mikilvægt, sem við höfum verið mjög heppin með. Sorgin er glötuð, hún er ömurleg og er orkufrekasta tilfinningin sem til er. Þægilegast er að sópa henni undir teppi, en hún fer ekkert og bíður eftir tækifæri til að banka í þig. Yfir 100 börn á ári missa ástvini og þess vegna eru samtök eins og Ljónshjarta og Örninn mikilvæg til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. Einnig vinnur Sorgarmiðstöðin frábært starf fyrir syrgjendur. Börn eru svo frábær, eru svo hreinskilin og flink að aðlagast, þau læra á sorgina og læra að það er mikilvægt að vinna úr sorginni. Jafningjastuðningurinn sem þessi samtök veita er mikilvægur og fallegur. Það er mikilvægt fyrir börn að hitta önnur börn og vita að þau eru ekki ein í þessari stöðu því það eru því miður fullt af öðrum börnum í svipuðum aðstæðum. Mikilvægt er að vanda vel til verks þegar kemur að því að styðja við börn í sorg, sem ætti auðvitað að vera lýðheilsumál. Höfundur er eftirlifandi foreldri barna í sorg og fyrrum formaður Ljónshjarta samtakanna. Í hádeginu í dag er málþing á vegum Arnarins í Vídalínskirkju, en því er einnig streymt á Vísir.is. Vigfús Bjarni Albertsson fjallar um sorgarviðbrögð barna, Berglind Brynjólfsdóttir fjallar um kvíða barna og gefur góð ráð um uppeldi barna í sorg, og Anna Ýr Böðvarsdóttir deilir reynslu sinni af makamissi og hvað gagnaðist henni og börnum hennar í sorgarúrvinnslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegur dagur barna í sorg. Sorgin er erfitt fyrirbæri, ókei verum bara hreinskilin, sorgarferlið er alveg ömurlegt. Það getur verið erfitt að átta sig á sorginni og hvað þá sorg barna. Það er hægt að líkja sorgarferlinu við öldugang, þú veist aldrei hvenær sorgin kemur, hvað kemur næstu öldu af stað, né hversu stór eða lítill skellurinn verður. Sorg barna getur komið yfir börnin í mismunandi stigum í þroskaferlinu og viðburðum í lífinu. Systkini eru ekki endilega alltaf samferða í sorginni, sem getur flækt fjölskyldulífið. Ég er móðir tveggja ungra drengja sem misstu föður sinn þegar þeir voru 4 og 6 ára og síðan 5 árum seinna lést afi þeirra. Ég get lofað því að bak við börn í sorg er taugatrekkt (eftirlifandi) foreldri eða ástvinur sem er alltaf á vaktinni, tilbúið að grípa börnin og reyna að skauta fram hjá helstu „triggerum“, svo lífið geti haldið áfram eins eðlilega og hægt er í þessum óeðlilegu aðstæðum. Hér er smá innsýn í sumar af okkar áskorunum (birt með leyfi drengjanna). „Ert þú þá mamma og pabbi?“ spurði sonurinn. Fyrstu viðbrögð er að svara játandi, til að stappa stálinu í barnið. Áður en þú veist ertu mætt í Gulla Byggir til að læra að gera þessa „pabba“ hluti. Þar til að þú áttar þig á að þú ert ekki pabbi, þú ert mamma þeirra og lífið er bara svona. Á kvöldin þegar börnin eru komin upp í rúm og þú situr og horfir á sjónvarpið þá kemur barnið á harðahlaupum fram í stofu, nær augnsambandi og hleypur aftur inn. Barnið gat ekki sofnað því það heyrði ekki í þér og vildi vera viss um að þú andaðir og værir á lífi. „Mamma hvað verður um okkur ef þú deyrð?“ Börn geta velt þessu mikið fyrir sér. Til að róa börnin þá þarf að taka skrítna ákvörðun, panta tíma hjá sýslumanni og fylla út blað sem segir til um það hver fær börnin þín ef þú deyrð. Þetta skapar öryggi fyrir börnin. Þegar barnið þekkir það af eigin reynslu að allir geta dáið skyndilega þá kveður það alla með knúsi og fallegum orðum, til að tryggja að síðasta kveðjustundin sé góð minning. Það getur verið margt sem „triggerar“ börn í sorg og það er oft mikil vinna að komast upp úr slíkri lægð. Oft reyna foreldrar því að vera skrefi á undan umhverfinu. Tökum þetta dæmi: Skólinn ætlar í kósý aðventustund í kirkju. Er það sama kirkja og við jörðuðum...? er það sami prestur og ...? Hvað verður rætt? Annað dæmi: Skólinn er að skipuleggja víkingakynningu fyrir nemendur. Afi drengjanna var víkingur og fyrirhuguð heimsókn og óljós tímasetning hennar varð til þess að heimilið fylltist að stressi og sorg. Víkingastundirnar með afa voru dýrmætar og kviðu þeir komu víkinganna í skólann. Þess vegna er gott samband við skólana mikilvægt, sem við höfum verið mjög heppin með. Sorgin er glötuð, hún er ömurleg og er orkufrekasta tilfinningin sem til er. Þægilegast er að sópa henni undir teppi, en hún fer ekkert og bíður eftir tækifæri til að banka í þig. Yfir 100 börn á ári missa ástvini og þess vegna eru samtök eins og Ljónshjarta og Örninn mikilvæg til að styðja við sorgarúrvinnslu barna. Einnig vinnur Sorgarmiðstöðin frábært starf fyrir syrgjendur. Börn eru svo frábær, eru svo hreinskilin og flink að aðlagast, þau læra á sorgina og læra að það er mikilvægt að vinna úr sorginni. Jafningjastuðningurinn sem þessi samtök veita er mikilvægur og fallegur. Það er mikilvægt fyrir börn að hitta önnur börn og vita að þau eru ekki ein í þessari stöðu því það eru því miður fullt af öðrum börnum í svipuðum aðstæðum. Mikilvægt er að vanda vel til verks þegar kemur að því að styðja við börn í sorg, sem ætti auðvitað að vera lýðheilsumál. Höfundur er eftirlifandi foreldri barna í sorg og fyrrum formaður Ljónshjarta samtakanna. Í hádeginu í dag er málþing á vegum Arnarins í Vídalínskirkju, en því er einnig streymt á Vísir.is. Vigfús Bjarni Albertsson fjallar um sorgarviðbrögð barna, Berglind Brynjólfsdóttir fjallar um kvíða barna og gefur góð ráð um uppeldi barna í sorg, og Anna Ýr Böðvarsdóttir deilir reynslu sinni af makamissi og hvað gagnaðist henni og börnum hennar í sorgarúrvinnslunni.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun