Glódís Perla kom inn af bekknum er Bayern lagði Lyon | Ekkert vesen á Arsenal Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. nóvember 2021 22:05 Leikmenn Bayern fagna sigrinum að leik loknum. Sven Hoppe/Getty Images Bayern München vann 1-0 sigur á Lyon í stórleik kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern undir lok leiks. Þá vann Arsenal 3-0 sigur á HB Köge. Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Stórleikur dagsins í Meistaradeild Evrópu var viðureign Bayern München og Lyon. Gestirnir völtuðu fyrir París Saint-Germain um helgina og höfðu unnið alla þrjá leiki sína í Meistaradeildinni fram að leik kvöldsins. Leikur kvöldsins var stál í stál og lítið um opin marktækifæri. Bayern hafði engan áhuga á að gefa mörg færi á sér og spilaði skipulagðan varnarleik frá upphafi til enda. Til að mynda komst Ada Hegerberg – norska markamaskínan í liði Lyon – ekkert áleiðis í kvöld en hún var að byrja sinn fyrsta leik í hartnær eitt og hálft ár. Staðan var því markalaus í hálfleik en þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks komust Bæjarar yfir. Laura Benkarth varið meistaralega í marki Bayern um miðbik síðari hálfleiks og skömmu síðar komust heimakonur yfir. Cascarino sold the cameraman but there's no fooling Benkarth https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/Re3asMFFZe— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Saki Kumagai, fyrrum leikmaður Lyon, skallaði þá hornspyrnu Carolin Simon í netið og kom Bayern 1-0 yfir. Reyndist það eina mark leiksins þó Lyon hafi sótt í sig veðrið undir lok leiks. Besta færi gestanna kom þegar örfáar sekúndur lifðu leiks. SAKI KUMAGAI SCORES AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/cC4SuIAsqh— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Allt kom þó fyrir ekki og Bayern varð fyrsta liðið til að leggja Lyon á leiktíðinni. Eins og svo oft áður var það fast leikatriði sem sker úr um hvort liðið fer með sigur af hólmi þegar stórlið á borð við Bayern og Lyon mætast. Glódís Perla Viggósdóttir kom inn af bekk Bayern til að múra fyrir markið þegar tíu mínútur lifðu leiks. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sat allan tímann á varamannabekknum. HEART-IN-MOUTH MOMENT https://t.co/c8LXUFziVQ https://t.co/fNFnpgxK7p https://t.co/uPXSKToKAP pic.twitter.com/iPjnUtWzwo— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Lyon er sem fyrr á toppi D-riðils með níu stig á meðan Bayern er í 2. sæti með sjö stig. Þar á eftir kemur Benfica með þrjú stig. Diljá Ýr Zomers og stöllur hennar í Häcken reka lestina með þrjú stig. Í Lundúnum var HB Köge í heimsókn hjá Arsenal. Catilin Foord kom Skyttunum yfir eftir rúman stundarfjórðung og var staðan 1-0 í hálfleik. Það tók Arsenal dágóða stund að ganga frá leiknum en Carlotte Wubben-Moy tryggði sigurinn með öðru marki Arsenal á 83. mínútu. Fimm mínútum síðar bætti Vivianne Miedema þriðja marki Arsenal við og lokatölur því 3-0 heimakonum í vil. Arsenal call on Miedema to extend their lead https://t.co/Zcw69GCoct https://t.co/6u2zLMlA3D pic.twitter.com/jjiyt1bBiN— DAZN Football (@DAZNFootball) November 17, 2021 Staðan í C-riðli er þannig að Barcelona er með 12 stig eða fullt hús stiga að loknum fjórum umferðum. Arsenal kemur þar á eftir með 9 stig, Hoffenheim er með 3 stig og Köge er án stiga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55 Mest lesið Bein útsending: Kristinn Gunnar sigurvegari! Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Sjá meira
Diljá Ýr spilaði í grátlegu tapi gegn Benfica | Barcelona skoraði fimm Tveimur leikjum í Meistaradeild Evrópu kvenna er nú lokið. Häcken mátti þola grátlegt tap gegn Benfica á heimavelli þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Þá vann Barcelona þægilegan 5-0 sigur á Hoffenheim. 17. nóvember 2021 19:55
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti