Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2021 13:29 Þórólfur Guðnason segir að ef ljós kemur að smit séu mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verði kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Það sé þó alltaf pólitísk og siðferðisleg að grípa til slíkra ráða. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. Þetta segir Þórólfur í færslu sóttvarnalæknis á síðunni Covid.is. Hann segir að fjöldi innlagna á sjúkrahús hafi aukist séu nú átján á Landspítalanum vegna Covid-19 og þá liggi þrír inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Landspítala séu fjórir á gjörgæsludeild. Sóttvarnalæknir segir þó vert að minna á að alvarleg veikindi komi ekki fram fyrr en á fyrstu til annarri viku veikinda og því muni líða um tvær vikur að merkja fækkun í innlögnum í kjölfar hertra aðgerða. Hins vegar megi búast við að sjá fækkun daglegra smita um það bil sjö dögum eftir að aðgerðir voru hertar ef þær beri þá árangur á annað borð. Deilan um réttindi bólusettra umfram óbólusettra Í færslunni ræðir Þórólfur einnig þá umræðu sem hafi verði síðustu daga um hvort fullbólusettir einstaklingar með tveimur sprautum gegn COVID-19 eigi að njóta réttinda í samfélaginu umfram óbólusetta. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni því á undanförnum árum hefur oft verið rætt um hvort gera eigi bólusetningar barna að skyldubólusetningu, sérstaklega í þau fáu skipti þegar aukning verður á bólusetningasjúkdómum. Sóttvarnalæknir hefur löngum haft þá afstöðu að varasamt sé að gera bólusetningar að skyldu af þeirri ástæðu að þátttaka hér í almennum bólusetningum er með ágætum og því gæti slík ákvörðun skapað önnur vandamál sem leitt gæti til minni þátttöku og meiri smithættu í samfélaginu.“ Verði að byggja á faglegum forsendum Þórólfur segir að umræðu undanfarinna daga um aukin réttindi fullbólusettra verði að byggja á faglegum forsendum. „Veitir full bólusetning með tveimur sprautum gegn COVID-19 það mikla vernd gegn smiti að það réttlæti mismunun bólusettra og óbólusettra? Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að full bólusetning veitir um 50% vernd gegn smiti og 90% vernd gegn alvarlegum veikindum. Gögn okkar hér á landi sýna jafnframt að flestir sem greinast (60%) eru fullbólusettir og um 50% þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús eru fullbólusettir. Hins vegar virðast fullbólusettir (skv. upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum) fá vægari einkenni og dvelja skemur á sjúkrahúsi ef þeir þurfa á annað borð að leggjast inn. Ávinningur af bólusetningu með tveimur skömmtum er því ótvíræður. Þó að óbólusettir séu um þrefalt líklegri til að smitast af COVID-19 og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús þá er ekki hægt að segja að núverandi bylgja sé orsökuð og drifin áfram af smitum frá óbólusettum. Því er ekki líklegt að jafnvel þó allir hér á landi yrðu fullbólusettir með tveimur skömmtum, að smit í samfélaginu myndu stöðvast og ásættanlega staða myndi skapast á sjúkrahúsum. Því tel ég ekki faglegar forsendur vera fyrir því á þessari stundu að mismuna bólusettum og óbólusettum í samfélaginu,“ segir sóttvarnalæknir. Pólitísk og siðferðisleg spurning En áfram spyr Þórólfur: „Breytir örvunarbólusetning með þriðja skammti þá faglegum forsendum hvað varðar mismunun á þeim sem fá þriðja skammtinn og öðrum? Í dag er ekki hægt að fullyrða að bólusetning með örvunarskammti muni vernda að mestu gegn smiti. Erlendar rannsóknir gefa þó vonir um að verndin sé veruleg umfram skammt númer tvö og því eru allir hvattir til að mæta í örvunarbólusetninguna þegar boð berast. Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til fylgjast náið með bólusetningastöðu þeirra sem greinast og því mun verða hægt að svara spurningunni um árangur örvunarskammtsins að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum.“ Að lokum hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarskammtinn sem í boði er. „Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Slík ákvörðun verður þó alltaf pólitísk og siðfræðileg og verður ekki tekin af öðrum en stjórnvöldum,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16. nóvember 2021 11:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Þetta segir Þórólfur í færslu sóttvarnalæknis á síðunni Covid.is. Hann segir að fjöldi innlagna á sjúkrahús hafi aukist séu nú átján á Landspítalanum vegna Covid-19 og þá liggi þrír inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Landspítala séu fjórir á gjörgæsludeild. Sóttvarnalæknir segir þó vert að minna á að alvarleg veikindi komi ekki fram fyrr en á fyrstu til annarri viku veikinda og því muni líða um tvær vikur að merkja fækkun í innlögnum í kjölfar hertra aðgerða. Hins vegar megi búast við að sjá fækkun daglegra smita um það bil sjö dögum eftir að aðgerðir voru hertar ef þær beri þá árangur á annað borð. Deilan um réttindi bólusettra umfram óbólusettra Í færslunni ræðir Þórólfur einnig þá umræðu sem hafi verði síðustu daga um hvort fullbólusettir einstaklingar með tveimur sprautum gegn COVID-19 eigi að njóta réttinda í samfélaginu umfram óbólusetta. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni því á undanförnum árum hefur oft verið rætt um hvort gera eigi bólusetningar barna að skyldubólusetningu, sérstaklega í þau fáu skipti þegar aukning verður á bólusetningasjúkdómum. Sóttvarnalæknir hefur löngum haft þá afstöðu að varasamt sé að gera bólusetningar að skyldu af þeirri ástæðu að þátttaka hér í almennum bólusetningum er með ágætum og því gæti slík ákvörðun skapað önnur vandamál sem leitt gæti til minni þátttöku og meiri smithættu í samfélaginu.“ Verði að byggja á faglegum forsendum Þórólfur segir að umræðu undanfarinna daga um aukin réttindi fullbólusettra verði að byggja á faglegum forsendum. „Veitir full bólusetning með tveimur sprautum gegn COVID-19 það mikla vernd gegn smiti að það réttlæti mismunun bólusettra og óbólusettra? Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að full bólusetning veitir um 50% vernd gegn smiti og 90% vernd gegn alvarlegum veikindum. Gögn okkar hér á landi sýna jafnframt að flestir sem greinast (60%) eru fullbólusettir og um 50% þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús eru fullbólusettir. Hins vegar virðast fullbólusettir (skv. upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum) fá vægari einkenni og dvelja skemur á sjúkrahúsi ef þeir þurfa á annað borð að leggjast inn. Ávinningur af bólusetningu með tveimur skömmtum er því ótvíræður. Þó að óbólusettir séu um þrefalt líklegri til að smitast af COVID-19 og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús þá er ekki hægt að segja að núverandi bylgja sé orsökuð og drifin áfram af smitum frá óbólusettum. Því er ekki líklegt að jafnvel þó allir hér á landi yrðu fullbólusettir með tveimur skömmtum, að smit í samfélaginu myndu stöðvast og ásættanlega staða myndi skapast á sjúkrahúsum. Því tel ég ekki faglegar forsendur vera fyrir því á þessari stundu að mismuna bólusettum og óbólusettum í samfélaginu,“ segir sóttvarnalæknir. Pólitísk og siðferðisleg spurning En áfram spyr Þórólfur: „Breytir örvunarbólusetning með þriðja skammti þá faglegum forsendum hvað varðar mismunun á þeim sem fá þriðja skammtinn og öðrum? Í dag er ekki hægt að fullyrða að bólusetning með örvunarskammti muni vernda að mestu gegn smiti. Erlendar rannsóknir gefa þó vonir um að verndin sé veruleg umfram skammt númer tvö og því eru allir hvattir til að mæta í örvunarbólusetninguna þegar boð berast. Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til fylgjast náið með bólusetningastöðu þeirra sem greinast og því mun verða hægt að svara spurningunni um árangur örvunarskammtsins að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum.“ Að lokum hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarskammtinn sem í boði er. „Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Slík ákvörðun verður þó alltaf pólitísk og siðfræðileg og verður ekki tekin af öðrum en stjórnvöldum,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16. nóvember 2021 11:24 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16. nóvember 2021 11:24