Hrekkirnir geti valdið fólki miklu hugarangri Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. nóvember 2021 14:00 Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, biðlar til fólks að gera alls ekki símaat í aðra. Nokkuð hefur verið um símahrekki víða á landinu undanfarið en lögreglan telur að rekja megi símtölin til smáforrits þar sem finna má tilbúnar upptökur á íslensku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir símtölin geta valdið fólki miklu hugarangri og hvetur eindregið gegn notkun forritsins. Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Fleiri fréttir Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Sjá meira
Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16