Bólusetningarbíllinn stefnir á framkvæmdasvæði og Kringluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 11:53 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/vilhelm Gögn sem Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur rýnt í benda til þess að þeir sem enn eru óbólusettir séu að stórum hluta yngri karlmenn og fólk með erlendar kennitölur. Vonast er til að ná til þessara hópa með nýjum bólusetningarbíl, sem meðal annars verður ekið á framkvæmdasvæði og verslunarmiðstöðvar. 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af 66 í sóttkví. 21 er nú inniliggjandi á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19, samanborið við 25 í gær. Þá eru fjórir á gjörgæslu vegna Covid-19 eins og í gær. Af þeim átján sem liggja inni á Landspítala eru tíu óbólusettir. Fjöldabólusetning með örvunarskammt heldur áfram í Laugardalshöll en mæting hefur verið um 70 prósent og útlit fyrir svipað í dag, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Núna á fimmtudögum og föstudögum er smá „björgunarlína“ hér í Höllinni áfram. Þá verða örfáir hjúkrunarfræðingar sem geta boðið upp á sprautur. Þá erum við einna helst að bjóða þeim sem eru óbólusettir, hálfbólusettir eða þurfa önnur efni heldur en Pfizer,“ segir Ragnheiður. Ekki er boðað sérstaklega þessa daga heldur getur fólk litið við eftir hentisemi. Hugsanlega upplýsingaskortur sem veldur Samkvæmt tölum á Covid.is eru um 90 prósent landsmanna 12 ára og eldri fullbólusett. Vonast er til að ná til þessara tíu prósenta sem eftir eru með sérútbúnum bólusetningarbíl, sem gæti farið af stað strax í næstu viku. „Þetta eru frekar karlmenn heldur en konur, þetta eru frekar yngri heldur en eldri og jafnvel frekar erlendar kennitölur heldur en íslenskar,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir uppi um að fara með bílinn á framkvæmdasvæði, þar sem mikið er af erlendum verkamönnum, verslunarmiðstöðvar og stærri fyrirtæki. Ekki sé vitað nákvæmlega af hverju umræddir hópar mæti síður í bólusetningu en aðrir. „Það er hugsanlega upplýsingaskortur, tungumálaerfiðleikar og eitthvað slíkt. Skilja ekki og hafa ekki fengið upplýsingar á sínu tungumáli, þannig að það gætu verið margar ástæður,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58 Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28 Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56 Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
144 greindust innanlands í gær 144 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 66 af þeim 144 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 78 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent. 17. nóvember 2021 09:58
Notast við „bólusetningarstrætó“ til að ná til óbólusettra Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggst notast við sérstakan strætisvagn í yfirstandandi bólusetningarátaki. Öllum ráðum skuli beitt til að veita fólki tækifæri til að komast í bólusetningu og að ná til óbólusettra. 17. nóvember 2021 07:28
Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. 16. nóvember 2021 12:56