ESA segir engar sönnur fyrir ásökunum Arion banka Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2021 10:34 Arion banki hélt því fram að Íslandsbanki og Landsbankinn hafi fengið ígildi ríkisaðstoðar. Vísir Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hefur komist að þeirri niðurstöðu að engin ríkisaðstoð hafi verið veitt Landsbankanum og Íslandsbanka. Í júní árið 2019 barst ESA kvörtun frá Arion banka þar sem það var staðhæft að íslenska ríkið hafi veitt samkeppnisaðilunum tveimur ósanngjarnt forskot með því að samþykkja staðla sem aðrir markaðsaðilar hefðu ekki aðgang að. Þar með byggju Landsbankinn og Íslandsbanki við lægri arðsemiskröfur en aðrir íslenskir bankar sem væru í einkaeigu. Bankasýsla ríkisins njóti sjálfstæðis Fram kemur í tilkynningu frá ESA að stofnunin hafi nú lokað málinu. Arion banki hélt því fram að með því að gera ekki kröfu um að ríkisbankarnir tveir myndu skila arðsemi eigin fjár, sem er mæld með því að deila hagnaði eftir skatta með eigin fé, í samræmi við markaðskjör væri ríkið að veita ríkisbönkunum ígildi ríkisaðstoðar. Að sögn ESA bendir ekkert til að Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í bönkunum tveimur, hafi sett þeim kröfur um arðsemi eigin fjár sem væru lægri en gengur og gerist hjá öðrum einkareknum bönkum á EES-svæðinu. Sömuleiðis hafi frumrannsókn leitt í ljós að ekkert benti til annars en að Bankasýsla ríkisins starfi sjálfstætt gagnvart fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Að mati ESA er ekkert sem færir sönnun fyrir fullyrðingum Arion banka um að Landsbankinn og Íslandsbanki hafi hlotið ólögmæta ríkisaðstoð. ESA hefur því lokað málinu,“ segir í tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni. Íslenskir bankar Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held að þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira
Í júní árið 2019 barst ESA kvörtun frá Arion banka þar sem það var staðhæft að íslenska ríkið hafi veitt samkeppnisaðilunum tveimur ósanngjarnt forskot með því að samþykkja staðla sem aðrir markaðsaðilar hefðu ekki aðgang að. Þar með byggju Landsbankinn og Íslandsbanki við lægri arðsemiskröfur en aðrir íslenskir bankar sem væru í einkaeigu. Bankasýsla ríkisins njóti sjálfstæðis Fram kemur í tilkynningu frá ESA að stofnunin hafi nú lokað málinu. Arion banki hélt því fram að með því að gera ekki kröfu um að ríkisbankarnir tveir myndu skila arðsemi eigin fjár, sem er mæld með því að deila hagnaði eftir skatta með eigin fé, í samræmi við markaðskjör væri ríkið að veita ríkisbönkunum ígildi ríkisaðstoðar. Að sögn ESA bendir ekkert til að Bankasýsla ríkisins, sem fer með eignarhluti ríkisins í bönkunum tveimur, hafi sett þeim kröfur um arðsemi eigin fjár sem væru lægri en gengur og gerist hjá öðrum einkareknum bönkum á EES-svæðinu. Sömuleiðis hafi frumrannsókn leitt í ljós að ekkert benti til annars en að Bankasýsla ríkisins starfi sjálfstætt gagnvart fjármála- og efnahagsráðuneytinu. „Að mati ESA er ekkert sem færir sönnun fyrir fullyrðingum Arion banka um að Landsbankinn og Íslandsbanki hafi hlotið ólögmæta ríkisaðstoð. ESA hefur því lokað málinu,“ segir í tilkynningu frá eftirlitsstofnuninni.
Íslenskir bankar Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held að þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira