Loksins hús…eða, er það ekki? Steinar Kaldal skrifar 17. nóvember 2021 11:00 „Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Íþróttir barna Skipulag Borgarstjórn Þróttur Reykjavík Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Innviðina fyrst, uppbygginguna svo“ (Dagur B. Eggertsson). „Ef engin börn eru eftir til að æfa, þá hættir íþróttadeildin“ (Pawel Bartoszek). Nokkurn veginn svona eru frasarnir sem meirihlutinn í Reykjavík notar um þéttingarstefnu sína í viðtölum þegar nokkrir mánuðir eru í sveitarstjórnarkosningar. Stefnu sem er rökrétt ef byggja á upp umhverfisvæna og lifandi borg. Þau sem koma að íþróttastarfi í Laugardalnum hafa hins vegar ekki orðið vör við þessa innviði. Hvort sem horft er til íþróttastarfs í skólum hverfisins eða íþróttafélaganna í hverfinu, Ármanns og Þróttar, þá er staðreyndin sú að það er ekkert fjölnota íþróttahús í Laugardalnum. Íþróttadeildirnar og börnin eru hins vegar til staðar. Ekki aðeins eru þau til staðar heldur, fer krökkunum ört fjölgandi á þessu stærsta uppbyggingarsvæði borgarinnar í dag, eins og Laugardalurinn er kynntur í nýútgefnu blaði borgarinnar um uppbyggingu innviða. Til að upplýsa Pawel, þá er það ekki innviðunum að þakka að yngri flokkar körfubolta- og knattspyrnudeilda þessara félaga í Laugardalnum eru þeir stærstu í Reykjavík, heldur frábæru yngriflokkastarfi félaganna, sem gerir það að verkum að börnin vilja æfa þrátt fyrir að aðstaðan sé hörmung. Borgarstjóri sagði á fundi með læknaráði á sínum tíma að pólitík snerist um lýðheilsu. Þessu má sjá stað í stefnu hans varðandi græn svæði í borginni og skipulagsstefnu borgarinnar almennt, sem er gott mál. Það er hins vegar fullt tilefni til að gagnrýna borgina fyrir stefnuleysi í lýðheilsumálum þegar kemur að íþróttaaðstöðunni sem nefnd er hér að ofan. Vonir standa þó til að borgin sé að vakna. Í frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 sem kynnt var nýverið kemur fram að á næsta ári eigi að leggja 100 milljónir króna í íþróttahús við gervigrasvöllinn í Laugardalnum. Tillöguteikning að íþróttahúsi í Laugardal. Unnin fyrir Þrótt af Tendra Arkitektur. Mikil ánægja ríkir meðal íbúa Laugardalsins að íþróttahúsið sé komið inn í fjárhagsáætlunina, en þeir spyrja sig jafnframt hvort það standi ekki alveg örugglega til að taka fyrstu skóflustunguna að íþróttahúsi í Laugardal fyrir kosningar og hefjast handa af krafti við framhaldið um leið og myndatökunni er lokið? Það væri gaman að fá það staðfest hjá Degi, Pawel og borgarstjórnarfulltrúum meirihlutans sem búa í Laugardalnum og hafa vonandi þrýst á að húsið verði byggt. E.s. Svo að umræðunni verði ekki sveigt í átt að þjóðarhöll: Þjóðarhöll er tímabær, en hún getur risið hvar sem er og kemur íbúum hverfisins ekki við. Fjölnotaíþróttahús fyrir skólana og íþróttastarf hverfisfélaganna gerir það hins vegar. Höfundur er íbúi í Laugardal og þjálfari hjá körfuknattleiksdeild Ármanns.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun