Dr. Football telur að það þurfi að fækka fótboltafélögum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Víkingur og KR voru tvö efstu Reykjavíkurfélögin í Pepsi Max deildinni í ár. Hér eigast KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson og Víkingur Karl Friðleifur Gunnarsson við. Vísir/Hulda Margrét Hjörvar Hafliðason, eigandi hlaðvarpsins Dr. Football og knattspyrnusérfræðingur, hefur ákveðnar skoðanir á því sem þarf að gerast í íslenskri knattspyrnu svo að íslenskir knattspyrnukarlar fari aftur að ná árangri. Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR. Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira
Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR.
Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Sjá meira