Hlúum að börnum eftir áföll Diljá Ámundadóttir Zoega skrifar 16. nóvember 2021 18:00 Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Ámundadóttir Zoëga Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Í skólakerfinu okkar eru börn sem þurfa á því að halda að við fléttum mennta- og velferðarkerfunum saman í einstaklingsmiðaðan stuðning. Það gengur nefnilega ekki að mæla einungis námsámsárangur og horfa í niðurstöður á borð við að 30% drengja geta ekki lesið sér til gagns án þess að skoða hvað liggur að baki þessum tölum. Við eigum það nefnilega til að benda bara á það sem er að og spyrja: “Hvað er eiginlega að barninu?” - en sjaldnar er rætt um “Hvað kom fyrir barnið?” Börn sem búa við viðvarandi áföll Fyrir um það bil tveimur árum síðan fengum við, fulltrúar í Ofbeldisvarnarnefnd Reykjavíkurborgar, kynntar tölur um að 378 börn búa við viðvarandi og tilkynnt heimilisofbeldi í Reykjavík. Að auki vitum við að heimilisofbeldi hefur aukist um ca. 20% á tímum kórónuveirufaraldurs. Ofan á þessar tölur bætast við tilvik sem eru aldrei tilkynnt. Svo búa líka enn fleiri börn við öryggisleysi, vanrækslu og í vanvirku (e. dysfunctional) fjölskyldukerfi. Á tímum heimsfaraldurs verða flöggin, um að andleg líðan og geðheilsa fari versnandi hjá börnum og ungmennum, sífellt fleiri og rauðari. Um 60% barna upplifir einhvers konar áfall Áföll í barnæsku eru algeng en rannsóknir benda til að 60 prósent barna upplifi einhvers konar áfall eða áföll frá 0 til 18 ára aldurs. 22 prósent upplifa eitt áfall. 21 prósent upplifa 2-3 áföll og svo eru 17 prósent sem upplifa fjögur áföll eða fleiri. Algengasta áfallið er skilnaður. Önnur algeng áföll eru tilfinningaleg misnotkun, vímuefnanotkun fjölskyldumeðlims, geðrænn vandi, heimilisofbeldi, líkamleg misnotkun, kynferðisleg misnotkun og fangelsisvist fjölskyldumeðlims. Eins og fjöldi rannsókna sýnir, þá getur aukinn fjöldi áfalla leitt til ýmissar áhættuhegðunar; sjálfsvígstilrauna, örorku, þunglyndis eða kvíða. Eeftir því sem áföllunum fjölgar þá aukast líkurnar á því að barn stundi einhvers konar áhættuhegðun. Finnum rót vandans og hlúum að barninu Það er afar mikilvægt að láta þessar tölur og staðreyndir um aðstæður barna ráða ferðinni þegar kemur að því að bæta árangur barna í skóla. Þetta helst allt í hendur. Barn í sorg eða með einhvers konar áfallastreitu fær lítið sem ekkert út úr því að auka við sig í lestrarkennslu ef það er ekki ráðist að rót vandans. Þar einmitt það sem gera á í verkefninu Betri borg fyrir börn, markvissu samstarfi skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs í þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, í öll þjónustuhverfi borgarinnar. Frá því að ég hóf afskipti af borgarpólitík, vorið 2010, er það verkefni það allra merkilegasta, mikilvægasta og besta af öllu því sem ég hef komið nálægt á þessum rúmu 11 árum. Með innleiðingu á þessari auknu þjónustu til barnanna okkar í Reykjavík aukast líkurnar á því að draumar allra barna í Reykjavík geta ræst. Betri borg fyrir börn snýst um að grípa inn í þegar þess þarf, færa þjónustuna nær börnunum sjálfum og þeirra fjölskyldum og veita þeim einstaklingsmiðaðri nálgun úr þeirri átt sem þau eru að koma. Hér er mikilvægt að auka allt aðgengi barna og starfsfólks að stuðningi og ráðgjöf til að bregðast við og takast á við andlega vanlíðan verður bætt. Höfundur er fulltrúi Viðreisnar í Skóla- og frístundaráði og Ofbeldisvarnarnefnd í Reykjavík.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun