Blóm allan sólarhringinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2021 20:15 Tinna Bjarnadóttir, blómaskreytir við nýja blómasjálfsalann sinn í nýja miðbænum á Selfossi en þar rekur hún líka blómabúð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr blómasjálfsali í nýja miðbænum á Selfossi hefur slegið í gegn, ekki síst hjá karlmönnum, sem fara í sjálfsalann á kvöldin og jafnvel á nóttunni um helgar til að kaupa blóm handa elskunni sinni. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju blómabúðinni í nýja miðbænum hjá Tinnu Bjarnadóttur eftir að hún opnaði í júlí í sumar. Til að auðvelda vinnuálagið á sér þá ákvað hún í haust að opna blómasjálfsala við búðina, sem hefur heldur betur slegið í gegn enda er hann opinn allan sólarhringinn. Það eru ekki bara blóm í sjálfsalanum því þar eru líka kökur, konfekt, pottaplöntur og gjafavörur. Fjórtán misstór hólf eru í sjálfsalanum. „Þetta er algjör bylting og fyrir stærð af sveitarfélagi eins og við erum. Ég nenni ekki að vera hérna til 21:00 á kvöldin en mikil blómasala fer oft á milli 18:00 og 21:00 því fólk er á leið í matarboð eða veislur eða er óvænt að fá einhvern í matarboð, þá er auðvelt að redda sér hérna í sjálfsalanum í nýja miðbænum,“ segir Tinna. Tinna segir mjög auðvelt að nálgast vörur úr sjálfsalanum, allt snertilaust og góðar leiðbeiningar á íslensku og ensku. „Sjálfsalinn er að slá í gegn enda vekur hann mikla athygli, það eru mjög margir, sem snar hemla hérna fyrir utan og segja „sjálfsali“, „blómasjálfsali“ og taka myndir ánægðir með framtakið,“ bætir Tinna við. 14 hólf eru í nýja sjálfssalnum þar sem hægt er að fá blóm, konfekt, kökur og pottaplöntur allan sólarhringinn allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segir fólk á öllum aldri duglegt að nota sjálfsalann þó karlarnir séu í meirihluta seint á kvöldin þegar blómin eru annars vegar og á nóttunni um helgar. „Ég get mögulega verið að bjarga þeim stundum ef þeir eru aðeins of lengi, koma ekki heim á réttum tíma, þá gætu þeir nú reddað sér í blómasjálfsalanum,“ segir Tinna og hlær. Fréttamaður prófaði að sjálfsögðu nýja sjálfsalann og fór með glæsilegan blómvönd heim handa sinni heittelskuðu. Anna, eiginkona fréttamanns snar hissa á manni sínum að vera að koma heim með blómvönd af engu sérstöku tilefni en hún þáði hann þó með þökkum og var ánægð með sinn mann, þó hann eigi þetta ekki oft til.Aðsend Árborg Landbúnaður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju blómabúðinni í nýja miðbænum hjá Tinnu Bjarnadóttur eftir að hún opnaði í júlí í sumar. Til að auðvelda vinnuálagið á sér þá ákvað hún í haust að opna blómasjálfsala við búðina, sem hefur heldur betur slegið í gegn enda er hann opinn allan sólarhringinn. Það eru ekki bara blóm í sjálfsalanum því þar eru líka kökur, konfekt, pottaplöntur og gjafavörur. Fjórtán misstór hólf eru í sjálfsalanum. „Þetta er algjör bylting og fyrir stærð af sveitarfélagi eins og við erum. Ég nenni ekki að vera hérna til 21:00 á kvöldin en mikil blómasala fer oft á milli 18:00 og 21:00 því fólk er á leið í matarboð eða veislur eða er óvænt að fá einhvern í matarboð, þá er auðvelt að redda sér hérna í sjálfsalanum í nýja miðbænum,“ segir Tinna. Tinna segir mjög auðvelt að nálgast vörur úr sjálfsalanum, allt snertilaust og góðar leiðbeiningar á íslensku og ensku. „Sjálfsalinn er að slá í gegn enda vekur hann mikla athygli, það eru mjög margir, sem snar hemla hérna fyrir utan og segja „sjálfsali“, „blómasjálfsali“ og taka myndir ánægðir með framtakið,“ bætir Tinna við. 14 hólf eru í nýja sjálfssalnum þar sem hægt er að fá blóm, konfekt, kökur og pottaplöntur allan sólarhringinn allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segir fólk á öllum aldri duglegt að nota sjálfsalann þó karlarnir séu í meirihluta seint á kvöldin þegar blómin eru annars vegar og á nóttunni um helgar. „Ég get mögulega verið að bjarga þeim stundum ef þeir eru aðeins of lengi, koma ekki heim á réttum tíma, þá gætu þeir nú reddað sér í blómasjálfsalanum,“ segir Tinna og hlær. Fréttamaður prófaði að sjálfsögðu nýja sjálfsalann og fór með glæsilegan blómvönd heim handa sinni heittelskuðu. Anna, eiginkona fréttamanns snar hissa á manni sínum að vera að koma heim með blómvönd af engu sérstöku tilefni en hún þáði hann þó með þökkum og var ánægð með sinn mann, þó hann eigi þetta ekki oft til.Aðsend
Árborg Landbúnaður Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira