Markadrottningin skoraði í fyrsta sinn í 707 daga og það sást á fögnuði hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 16:01 Ada Hegerberg er mikil markadrottning en var búin að bíða mjög lengi eftir að skora mark fyrir Olympique Lyon. Getty/Matthew Lewis Norska knattspyrnukonan Ada Hegerberg er mætt á ný inn á völlinn eftir langa fjarveru frá vegna erfiða meiðsla og nú er hún líka farin að raða inn mörkum. Hegerberg er fyrrum besta knattspyrnukona heims og einn mesti markaskorari sem kvennafótboltinn hefur séð. Krossbandsslit í janúar 2020 breyttu miklu og hún spilaði ekki fótbolta í tuttugu mánuði. Hegerberg scoret for første gang på 707 dager https://t.co/gn0pGcr7kA— VG Sporten (@vgsporten) November 14, 2021 Nú er þessi frábæra knattspyrnukona og liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon, farin að stríða varnarmönnum á ný. Hegerberg braut ísinn í stórsigri Olympique Lyon í toppslagnum á móti Paris Saint Germain í frönsku deildinni. Lyon vann leikinn 6-1 en sú norska skoraði tvö síðustu mörk liðsins í leiknum. Þetta voru fyrstu mörk Hegerberg í 707 daga eða síðan 8. desember 2019. Hegerberg hafði ekki náð að skora í fyrstu fimm leikjum sínum eftir endurkomuna en mörkin litu loksins dagsins ljós um helgina. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta mark Ödu í 21 mánuð og allar þær tilfinningar sem brutust fram hjá henni. After nearly 21 months out with injury, 2018 Ballon d Or winner Ada Hegerberg scored her first goal for Lyon since returning.It meant everything (via @OLfeminin)pic.twitter.com/llqx6qE3kb— B/R Football (@brfootball) November 15, 2021 Ada Hegerberg er 26 ára gömul síðan í júlí en hún hefur spilað með Olympique Lyon frá árinu 2014 og unnið sextán stóra titla með franska liðinu. Eftir mörkin tvö í þessum leik hefur Hegerberg skoraði 222 mörk í 188 leikjum með Lyon í öllum keppnum. Hún var fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn, sem besta knattspyrnukona heims, árið 2018. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Hegerberg er fyrrum besta knattspyrnukona heims og einn mesti markaskorari sem kvennafótboltinn hefur séð. Krossbandsslit í janúar 2020 breyttu miklu og hún spilaði ekki fótbolta í tuttugu mánuði. Hegerberg scoret for første gang på 707 dager https://t.co/gn0pGcr7kA— VG Sporten (@vgsporten) November 14, 2021 Nú er þessi frábæra knattspyrnukona og liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon, farin að stríða varnarmönnum á ný. Hegerberg braut ísinn í stórsigri Olympique Lyon í toppslagnum á móti Paris Saint Germain í frönsku deildinni. Lyon vann leikinn 6-1 en sú norska skoraði tvö síðustu mörk liðsins í leiknum. Þetta voru fyrstu mörk Hegerberg í 707 daga eða síðan 8. desember 2019. Hegerberg hafði ekki náð að skora í fyrstu fimm leikjum sínum eftir endurkomuna en mörkin litu loksins dagsins ljós um helgina. Hér fyrir neðan má sjá fyrsta mark Ödu í 21 mánuð og allar þær tilfinningar sem brutust fram hjá henni. After nearly 21 months out with injury, 2018 Ballon d Or winner Ada Hegerberg scored her first goal for Lyon since returning.It meant everything (via @OLfeminin)pic.twitter.com/llqx6qE3kb— B/R Football (@brfootball) November 15, 2021 Ada Hegerberg er 26 ára gömul síðan í júlí en hún hefur spilað með Olympique Lyon frá árinu 2014 og unnið sextán stóra titla með franska liðinu. Eftir mörkin tvö í þessum leik hefur Hegerberg skoraði 222 mörk í 188 leikjum með Lyon í öllum keppnum. Hún var fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn, sem besta knattspyrnukona heims, árið 2018.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira