Hegerberg er fyrrum besta knattspyrnukona heims og einn mesti markaskorari sem kvennafótboltinn hefur séð. Krossbandsslit í janúar 2020 breyttu miklu og hún spilaði ekki fótbolta í tuttugu mánuði.
Hegerberg scoret for første gang på 707 dager https://t.co/gn0pGcr7kA
— VG Sporten (@vgsporten) November 14, 2021
Nú er þessi frábæra knattspyrnukona og liðsfélagi Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon, farin að stríða varnarmönnum á ný. Hegerberg braut ísinn í stórsigri Olympique Lyon í toppslagnum á móti Paris Saint Germain í frönsku deildinni.
Lyon vann leikinn 6-1 en sú norska skoraði tvö síðustu mörk liðsins í leiknum. Þetta voru fyrstu mörk Hegerberg í 707 daga eða síðan 8. desember 2019.
Hegerberg hafði ekki náð að skora í fyrstu fimm leikjum sínum eftir endurkomuna en mörkin litu loksins dagsins ljós um helgina.
Hér fyrir neðan má sjá fyrsta mark Ödu í 21 mánuð og allar þær tilfinningar sem brutust fram hjá henni.
After nearly 21 months out with injury, 2018 Ballon d Or winner Ada Hegerberg scored her first goal for Lyon since returning.
— B/R Football (@brfootball) November 15, 2021
It meant everything
(via @OLfeminin)pic.twitter.com/llqx6qE3kb
Ada Hegerberg er 26 ára gömul síðan í júlí en hún hefur spilað með Olympique Lyon frá árinu 2014 og unnið sextán stóra titla með franska liðinu. Eftir mörkin tvö í þessum leik hefur Hegerberg skoraði 222 mörk í 188 leikjum með Lyon í öllum keppnum.
Hún var fyrsta konan til að vinna Gullhnöttinn, sem besta knattspyrnukona heims, árið 2018.