Græna orkan minnkar vistspor vöru og þjónustu Jóna Bjarnadóttir og Tinna Traustadóttir skrifa 16. nóvember 2021 10:30 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar