Hvers vegna tekur svona fáránlega langan tíma að endurnýja heitin? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 08:01 Þegar rúmar sjö vikur eru liðnar frá kosningum hefur enn ekki tekist að mynda ríkisstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður eru orðnar þær næstlengstu í 30 ár. Þessi langi tími er merkilegur í ljósi þess að ekki er verið að mynda nýja ríkisstjórn, heldur verið að endurnýja heiti í samstarfi sömu flokka. Augljóst er þess vegna að flokkunum hefur reynst erfitt að ná samstöðu um lykilmálaflokka. Tal um annað er einfaldlega ótrúverðugt, enda mun þessi langi tími bitna á starfi ríkisstjórnarinnar sjálfrar í vetur. Fjármálaráðherra hefur þannig sjálfur talað um að möguleikar nýrrar stjórnar til að setja mark sitt á þetta fjárlagafrumvarp verði takmarkaðir. Ríkisstjórnin virðist sætta sig við það. Seinagangurinn bitnar á mikilvægasta verkefninu Kosningar að hausti hafa þann alvarlega ókost að ef erfiðlega gengur að mynda stjórn, eins og nú er, þá gjalda fjárlögin fyrir það. Fjárlögin eru stærsta verkefni haustþingsins og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts og afgreidd fyrir jól. Nú virðist sem desember og mögulega hluti af nóvember verði að duga í þessa grundvallar vinnu. Fjárlög hafa það hlutverk að ramma inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. Þar eru veittar heimildir til útgjalda fyrir 34 málefnasvið og yfir 100 málaflokka og til skuldbindinga A-hluta ríkissjóðs. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjárheimilda til málaflokka og þær áherslur sem koma fram í frumvarpinu. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun. Það gefur augaleið að við aðstæður eins og nú eru skiptir máli að vanda til verka. Það er þess vegna með ólíkindum að flokkarnir þrír sem höfðu sagt fyrir kosningar að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess skuli sjö vikum eftir kosningar enn ekki hafa myndað stjórn og ekki komið sér að verki. Alþingi hefur ekki verið að störfum síðan í júnímánuði. Það hefur í för með sér þá aukaverkun að þingið getur ekki sinnt því hlutverki sínu að veita ríkisstjórninni aðhald. Efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranirnar blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimilin finna nú fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar. Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil, sem bitnar harðast á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Verkefnin núna snúast þess vegna um lífskjör fólks til skemmri tíma – sem og til lengri tíma. Og á ráðstefnu SÞ um loftslagsmál var framlag Íslands áberandi máttlaust og umhverfisráðherra talaði skömmustulegur um að hafa ekki umboð til yfirlýsinga vegna þess að ekki hefur verið mynduð stjórn. Það er í sjálfu sér áhugavert í ljósi þess að ekki hafa allir ráðherrar nálgast sína málaflokka með þeim hætti eða talið sig skorta heimildir til aðgerða. Þingið getur ekki sinnt hlutverki sínu Og stór mál sem hafa mikla þýðingu fyrir almannahag eru ekki rædd af kjörnum fulltrúum því þing er ekki starfandi og hefur ekki verið síðan í sumar. Þetta á við um sóttvarnaaðgerðir, það á við um stöðu heilbrigðiskerfisins sem helst í hendur við sóttvarnaaðgerðir, það á við um efnahag og ríkisfjármál og það á við um atvinnumál. Það á við um stöðu fyrirtækja og fólks sem finnur fyrir sóttvarnaaðgerðum. Um skólana á tímum heimsfaraldurs og félagslegar og sálrænar afleiðingar sóttvarnaðgerða. Og það á við um þögn íslenskra stjórnvalda um aðgerðir og stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Af hálfu stjórnarliða hefur á sama tíma verið talað þannig að ekki skipti máli að það dragist að mynda stjórn. Það sé mikilvægt að vanda til verka. Og það virðist ekki heldur þykja tiltökumál af hálfu ríkisstjórnarinnar að Alþingi hafi ekki verið að störfum mánuðum saman. Það er kannski jafnvel þægilegra. Í stuttu máli: Öll útgjöld næsta árs, öll tekjuöflun næsta árs og hvaða pólitík á að ráða för um fjármagn til tiltekinna verkefna þarf að ræða og koma fyrir í fjárlögum. Það lýsir einkennilegu metnaðarleysi að ríkisstjórnin velji að haga málum þannig að þetta stærsta mál þingsins í vetur fái svo lítinn tíma að það þurfi að vinna á hlaupum. Aðstæður í samfélaginu bjóða ekki upp á að vinnubrögð séu svo metnaðarlaus. Sá ótrúlega langi tími sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í að ákveða hvernig þau geta hugsað sér að vinna næstu fjögur árin mun því miður bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlögin. Flóknara er það ekki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þegar rúmar sjö vikur eru liðnar frá kosningum hefur enn ekki tekist að mynda ríkisstjórn. Stjórnarmyndunarviðræður eru orðnar þær næstlengstu í 30 ár. Þessi langi tími er merkilegur í ljósi þess að ekki er verið að mynda nýja ríkisstjórn, heldur verið að endurnýja heiti í samstarfi sömu flokka. Augljóst er þess vegna að flokkunum hefur reynst erfitt að ná samstöðu um lykilmálaflokka. Tal um annað er einfaldlega ótrúverðugt, enda mun þessi langi tími bitna á starfi ríkisstjórnarinnar sjálfrar í vetur. Fjármálaráðherra hefur þannig sjálfur talað um að möguleikar nýrrar stjórnar til að setja mark sitt á þetta fjárlagafrumvarp verði takmarkaðir. Ríkisstjórnin virðist sætta sig við það. Seinagangurinn bitnar á mikilvægasta verkefninu Kosningar að hausti hafa þann alvarlega ókost að ef erfiðlega gengur að mynda stjórn, eins og nú er, þá gjalda fjárlögin fyrir það. Fjárlögin eru stærsta verkefni haustþingsins og að jafnaði lögð fram í byrjun hausts og afgreidd fyrir jól. Nú virðist sem desember og mögulega hluti af nóvember verði að duga í þessa grundvallar vinnu. Fjárlög hafa það hlutverk að ramma inn tekjuöflun ríkisins og skiptingu útgjalda. Þar eru veittar heimildir til útgjalda fyrir 34 málefnasvið og yfir 100 málaflokka og til skuldbindinga A-hluta ríkissjóðs. Hlutverk Alþingis um fjárlögin er að ræða forsendur fyrir útgjöldum og ráðstöfun fjárheimilda til málaflokka og þær áherslur sem koma fram í frumvarpinu. Þingið ræðir um leið forsendur fyrir skattastefnu ríkisins og tekjuöflun. Það gefur augaleið að við aðstæður eins og nú eru skiptir máli að vanda til verka. Það er þess vegna með ólíkindum að flokkarnir þrír sem höfðu sagt fyrir kosningar að þeir myndu vinna saman fengju þau styrk til þess skuli sjö vikum eftir kosningar enn ekki hafa myndað stjórn og ekki komið sér að verki. Alþingi hefur ekki verið að störfum síðan í júnímánuði. Það hefur í för með sér þá aukaverkun að þingið getur ekki sinnt því hlutverki sínu að veita ríkisstjórninni aðhald. Efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs Þungar efnahagslegar afleiðingar heimsfaraldurs og langvinnra sóttvarnaaðgerða hafa leitt til gríðarlegrar aukningar ríkisskulda. Áskoranirnar blasa við. Atvinnuleysi fer lækkandi en er enn mun meira en við eigum að venjast. Heimilin finna nú fyrir vaxtahækkunum. Og framundan eru kjarasamningar. Allan heimsfaraldurinn hefur verið rætt um þunga stöðu heilbrigðiskerfisins, án þess að við hafi verið brugðist af hálfu ríkisstjórnarinnar. Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru ævintýralegir eftir þetta kjörtímabil, sem bitnar harðast á börnum og á fólki á landsbyggðunum. Verkefnin núna snúast þess vegna um lífskjör fólks til skemmri tíma – sem og til lengri tíma. Og á ráðstefnu SÞ um loftslagsmál var framlag Íslands áberandi máttlaust og umhverfisráðherra talaði skömmustulegur um að hafa ekki umboð til yfirlýsinga vegna þess að ekki hefur verið mynduð stjórn. Það er í sjálfu sér áhugavert í ljósi þess að ekki hafa allir ráðherrar nálgast sína málaflokka með þeim hætti eða talið sig skorta heimildir til aðgerða. Þingið getur ekki sinnt hlutverki sínu Og stór mál sem hafa mikla þýðingu fyrir almannahag eru ekki rædd af kjörnum fulltrúum því þing er ekki starfandi og hefur ekki verið síðan í sumar. Þetta á við um sóttvarnaaðgerðir, það á við um stöðu heilbrigðiskerfisins sem helst í hendur við sóttvarnaaðgerðir, það á við um efnahag og ríkisfjármál og það á við um atvinnumál. Það á við um stöðu fyrirtækja og fólks sem finnur fyrir sóttvarnaaðgerðum. Um skólana á tímum heimsfaraldurs og félagslegar og sálrænar afleiðingar sóttvarnaðgerða. Og það á við um þögn íslenskra stjórnvalda um aðgerðir og stefnu í umhverfis- og loftslagsmálum. Af hálfu stjórnarliða hefur á sama tíma verið talað þannig að ekki skipti máli að það dragist að mynda stjórn. Það sé mikilvægt að vanda til verka. Og það virðist ekki heldur þykja tiltökumál af hálfu ríkisstjórnarinnar að Alþingi hafi ekki verið að störfum mánuðum saman. Það er kannski jafnvel þægilegra. Í stuttu máli: Öll útgjöld næsta árs, öll tekjuöflun næsta árs og hvaða pólitík á að ráða för um fjármagn til tiltekinna verkefna þarf að ræða og koma fyrir í fjárlögum. Það lýsir einkennilegu metnaðarleysi að ríkisstjórnin velji að haga málum þannig að þetta stærsta mál þingsins í vetur fái svo lítinn tíma að það þurfi að vinna á hlaupum. Aðstæður í samfélaginu bjóða ekki upp á að vinnubrögð séu svo metnaðarlaus. Sá ótrúlega langi tími sem ríkisstjórnin hefur tekið sér í að ákveða hvernig þau geta hugsað sér að vinna næstu fjögur árin mun því miður bitna alvarlega á allri vinnu við fjárlögin. Flóknara er það ekki. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun