Chelsea og Lyon með stórsigra í stórleikjum dagsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. nóvember 2021 22:45 Ada Hegeberg er loks komin á ról eftir erfið meiðsli sem hafa haldið henni frá keppni í meira en eitt og hálft ár. Hún skoraði tvívegis í kvöld. Gunnar Hoffsten/Getty Images Tveir stórleikir fóru fram í ensku og frönsku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í dag. Englandsmeistarar Chelsea pökkuðu Manchester City saman og sömu sögu er að segja af stöllum Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Lyon sem völtuðu yfir Frakklandsmeistara PSG. Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021 Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira
Chelsea sótti Manchester City heim í stórleik ensku úrvalsdeildarinnar. Það tók Englandsmeistarana aðeins tvær mínútur að komast yfir en þar var að verki Jessie Fleming. Undir lok fyrri hálfleiks skoraði Sam Kerr svo annað mark gestanna og staðan 0-2 í hálfleik. Ef það var högg fyrir Man City þá var mark Francesca Kirby í upphafi síðari hálfleiks rothögg. Staðan orðin 3-0 Chelsea í vil og ljóst hvoru megin sigurinn myndi enda. Magdalena Eriksson fullkomnaði frábæran leik Chelsea skömmu síðar með fjórða marki liðsins. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea vann þægilegan 4-0 sigur á erfiðum útivelli. Goodnight, Blues. #CFCW pic.twitter.com/2rQE6AvTDY— Chelsea FC Women (@ChelseaFCW) November 14, 2021 Með sigrinum fer Chelsea upp í 18 stig að loknum sjö umferðum. Situr liðið í öðru sæti með stigi minna en topplið Arsenal. Manchester City er í 9. sæti með sjö stig. Í Frakklandi tók Lyon á móti Frakklandsmeisturum París Saint-Germain. Liðin voru jöfn á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö leiki. Eftir stundarfjórðung fékk heimaliðið vítaspyrnu. Catarina Macario fór á punktinn og kom Lyon í 1-0. Aðeins þremur mínútum síðar var staðan orðin 2-0, hin hollenska Danielle van de Donk með markið. Um miðbik fyrri hálfleik fékk Ashley Lawrence beint rautt spjald í liði PSG og ljóst að gestirnir voru í brattri brekku það sem lifði leiks. Mörkin í fyrri hálfleik urðu ekki fleiri og staðan því 2-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Hin unga Melvine Malard kom Lyon í 3-0 snemma í síðari hálfleik og Damaris Berta Egurrola Wienke gerði út um leikinn með fjórða markinu þegar tæp klukkustund var liðin. Amanda Ilestedt minnkaði muninn fyrir gestina áður en Ada Hegerberg – sem kom inn af bekk Lyon – skoraði tvívegis og tryggði Lyon magnaðan 6-1 sigur. Quelle belle soirée #OLPSG pic.twitter.com/N35TqO0jLy— OL Féminin (@OLfeminin) November 14, 2021
Fótbolti Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Sjá meira