Einungis 59 þeirra smituðu voru í sóttkví þegar þeir greindust jákvæðir. Alls eru nú 1.664 í einangrun og 2.733 í sóttkví. Þetta segir í tilkynningu almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra.
Um er að ræða bráðabirgðatölur líkt og endranær um helgar.
Fjöldi PCR-sýna sem tekin voru í gær kemur fram á covid.is þegar heimasíðan verður uppfærð aftur á morgun, mánudaginn 15. nóvember.