Segir ríkið sýna hörku og óbilgirni í túlkun sinni Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. nóvember 2021 18:20 Friðrik Jónsson, formaður BHM, óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi. Ríkið hefur neitað að fallast á það að starfsfólk sem sent er í sóttkví meðan það er í orlofi fái að nýta veikindarétt sinn í stað orlofsdaga. Formaður BHM segir niðurstöðuna vonbrigði og óttast að hún dragi úr nauðsynlegri samstöðu á atvinnumarkaði. Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Bandalag háskólamanna, Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands, og Læknafélag Íslands sendu sameiginlegt erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins þann 18. október síðastliðinn þar sem óskað var eftir því að afstaða ríkisins til orlofsskráningu starfsfólks yrði endurskoðuð. Var það gert í kjölfar ábendinga um að ríkisstofnanir neituðu að breyta orlofsskráningu hjá starfsfólki hafi það þurft að sæta sóttkví. Töldu samtökin að túlkun ríkisins samræmdist ekki lögum eða kjarasamningum. Svar við því erindi barst frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu fyrr í vikunni er vísað til þess að sú ákvörðun hafi verið tekin í upphafi faraldursins. Ráðuneytið segir ljóst að sóttkví teljist ekki til veikinda og þannig sé ekki hægt að réttlæta frestun orlofstöku vegna sóttkvíar. Friðrik Jónsson, formaður BHM, segir niðurstöðuna vonbrigði „Okkar skoðun er sú að ef þér er gert að sæta sóttkví að fyrirmælum yfirvalda, þá getur það tæpast talist orlof,“ segir Friðrik en hann segir að með erindinu sé ríkið að segja að ef fólk lendir í sóttkví í fríi þá sé það einfaldlega þeirra tap. „Ég tel að þetta sé ekki mjög hjálplegt inn í stöðuna núna. Eina ferðina enn á að herða sóttvarnaraðgerðir og þá ætlar ríkið að ganga á undan með vondu fordæmi og sýna þessa hörku og óbilgirni í túlkun sinni á lögum og veikindaréttinum,“ segir Friðrik. „Ég óttast það að þetta gangi gegn markmiðum takmarkana og dragi úr nauðsynlegri samstöðu,“ segir hann enn fremur. Samtökin reikna með því að fara með málið fyrir dómstóla þar sem ríkið hefur neitað að verða við boði samtakanna um að setjast niður og ræða málin. Friðrik kveðst einnig óttast að ákvörðun ríkisins setji slæmt fordæmi á almennum vinnumarkaði. „Maður hefði haldið að það væri æskilegt að við, aðilar vinnumarkaðsins, reyndum að vinna að því að túlkun á þessum reglum og framkvæmd þeirra væri sem sveigjanlegust, og væri til þess að hjálpa því að við gætum komist í gegnum þennan skafl á sem bestan hátt, með sem minnstu tjóni fyrir samfélagið allt. En þegar ríkið gengur undan með þessu fordæmi þá er maður náttúrulega búast við því að fyrirtæki á almenna markaðinum fari eftir þessu,“ segir Friðrik. „Þetta er óneitanlega sérkennilegt og ekki hjálplegt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Fleiri fréttir Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Sjá meira
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56