„Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt“ Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 14:28 Bubba Morthens telur okkur Íslendinga komna út á hálan ís og fordæmir samkomutakmarkanir sem hann segir frelsisskerðingu. vísir/vilhelm Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens fordæmir samkomutakmarkanir og hefur sent frá sér harðorða yfirlýsingu. Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Í dag verður þrengt að frelsi okkar enn og aftur. Í bráðum tvö ár hef ég búið við það að geta eins og obbinn af minni stétt lítið stundað atvinnu mína – fyrir utan allt hitt.“ Svo hefst ræða Bubba Morthens en hann hefur á undanförnum dögum og vikum gagnrýnt samkomubann harðlega, sagt það skerða atvinnumöguleika listamanna svo vart verði við unað. Fáir veikjast alvarlega Bubbi segist skilja mæta vel vandamál spítala sem á í erfiðleikum með fjóra á gjörgæslu og 17–18 liggjandi inni. „Nú tel ég hinsvegar að yfirvöld verði að fara að tækla það vandamál í alvöru og fara í aðgerðir, þetta getur ekki gengið lengur svona að slaka og herða til skiptis á 3–4 vikna fresti. Það er galið. Það eru afar fáir sem veikjast, stór hópur þjóðarinnar er bólusettur og svona lítur þetta út eftir bólusetningu: 97,8% hafa ekki þurft á sjúkrahús – 99,6% hafa sloppið við gjörgæslu – 99,8% hafa sloppið við öndunarvél – 99,95% hafa lifað af Bubbi varar við því hvernig við sem þjóð umgöngumst þann vanda sem við er eða etja. „Það dynur á okkur áróður og dauðageigurinn er útum allt. Hægt og rólega er frelsið tekið frá okkur í skömmtum og við erum svo vön því að við verjum það og hjólum í þá sem benda á það. Áhyggjur eru eðlilegar en ef frelsissvipting er varin með því að spítali geti ekki tekið við fólki þegar fjórir eru á gjörgæslu og 17 inniliggjandi þá er það óásættanlegt.“ Frelsið er mikilvægt Bubbi segir flesta þá sem veikjast séu lítið sem ekkert veikir. Meira að segja þegar 200 smit greindust. „Nokkrir vinir mínir bólusettir hafa smitast en sýna nánast engin einkenni. Nokkrir hafa fengið hita. Ég mun þiggja þriðju sprautuna eins og hinar.“ Og Bubbi segir okkur komin út á hálan ís. Frelsi okkar sé mikilvægt, svo mikilvægt að við verðum að spyrja spurninga og vera gagnrýnin. „Tvö ár er langur tími og skaði fyrir alla og þá sérstaklega frelsið,“ segir Bubbi sem lýkur ræðu sinni á því að senda ást og frið til allra.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira