Meðal þeirra sem segja frá þessu er fjölmiðlamaðurinn Hjörvar Hafliðason, en einnig er greint frá þessu á Fótbolti.net. Óskar Örn er 37 ára og hefur verið á mála hjá Vestubæjarfélaginu síðan árið 2007.
Óskar Örn Hauksson er orðinn leikmaður Stjörnunnar. Tveggja ára díll.
— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) November 11, 2021
Meðal þess sem greint var frá í gær var að Óskar hefði á borðinu töluvert bitastæðara tilboð frá Stjörnunni en KR-ingum, og að þjálfari KR, Rúnar Kristinsson, hafi sagt að erfitt hafi reynst að hitta Óskar til að ræða málin þar sem hann hafi nýlega eignast barn.
Óskar Örn er leikjahæsti leikmaður KR í efstu deild frá upphafi, en hann vantar aðeins fjóra leiki til að verða sá fyrsti til að ná þrjú hundru leikjum fyrir félagið í efstu deild. Þá er hann einnig markahæsti leikmaður félagsins með 73 mörk í efstu deild.