Hafnar því að stéttarfélagið hafi boðið sér sátt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2021 15:18 Hilmar Vilberg Gylfason krefur Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja um tugi milljóna króna í bætur. Vísir/samsett Fyrrverandi fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja sem kvartaði undan einelti yfirmanna hafnar því alfarið að félagið hafi boðið honum sátt, þvert á yfirlýsingar lögmanns þess í gær. Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni. Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Hilmar Vilberg Gylfason krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi í kjölfar þess að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hálfu yfirmanna sinna. Lögmaður SSF sagði í gær að samtökin hefðu reynt að ná sáttum við Hilmar en án árangurs. Þau telji sig hafa gert upp við hann af sanngirni. Í yfirlýsingu sem Hilmar sendi frá sér í dag segir hann það ósatt að SSF hafi boðið sér sátt. „Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni. Stundum lamaður af skelfingu vegna ógnandi tilburða yfirmanna sinna - Vísir (visir.is) Fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SSF hafi dregið sig fyrirvaralaust út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuaðstæðum, einelti og ofbeldi. Fjarstæðukenndur starfslokasamningur Í kjölfarið hafi hann fengið sendan starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann gæfi eftir rétt til greiðslu á yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðiskostnaðar sem stjórn félagsins hafi lofað að félagið greiddi. Samningnum hafi fylgt það skilyrði að hann mætti ekki tjá sig um efni hans eða aðdraganda starfslokanna. „Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars. Gagntilboð hans hafi verið hunsað og honum hafi síðan verið sagt fyrirvaralaust upp í veikindaleyfi. „Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Fleiri fréttir „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir