Íslensk erfðagreining og Haraldur Þorleifsson fengu frelsisverðlaun SUS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 13:12 Haraldur Þorleifsson (t.v.) fékk verðlaun fyrir framlag sitt til aðgengismála fatlaðs fólks og Kári Stefánsson (t.h.) forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tók við verðlaunum fyrir framlag ÍE í baráttunni gegn Covid. SUS Íslensk erfðagreining hlaut frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna í flokki lögaðila fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Verðlaunin voru afhent í gær en Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“ Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“
Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Sjá meira