Íslensk erfðagreining og Haraldur Þorleifsson fengu frelsisverðlaun SUS Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. nóvember 2021 13:12 Haraldur Þorleifsson (t.v.) fékk verðlaun fyrir framlag sitt til aðgengismála fatlaðs fólks og Kári Stefánsson (t.h.) forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar tók við verðlaunum fyrir framlag ÍE í baráttunni gegn Covid. SUS Íslensk erfðagreining hlaut frelsisverðlaun Sambands ungra Sjálfstæðismanna í flokki lögaðila fyrir framlag sitt í baráttunni gegn kórónuveirufaraldrinum. Verðlaunin voru afhent í gær en Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“ Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambandi ungra Sjálfstæðismanna, SUS. Fram kemur að Íslensk erfðagreining hafi gripið inn í á krítískum tíma og hafið skimanir fyrir Covid-19 um allt land. Það hafi gert það að verkum að hægt var að skima mjög hátt hlutfall þjóðarinnar á skömmum tíma. „Frá þeim tíma hefur fyrirtækið reglulega hlaupið til og aðstoðað hið opinbera við greiningu smita, s.s. á landamærunum þegar hið opinbera annaði ekki fjölda sýna. Þá hefur fyrirtækið framkvæmt rafgreiningar smita og aðrar yfirgripsmiklar rannsóknir sem hafa reynst ómetanlegar fyrir stjórnvöld til þess að takast á við veiruna,“ segir í tilkynningunni. Óeigingjarnt framlag einkaaðila líkt og Íslenskrar erfðagreiningar og nýting þeirrar þekkingar sem þau búi yfir undirstriki, að mati SUS, mikilvægi einstaklingsframtaksins innan heilbrigðiskerfisins. Stuðlað að persónufrelsi fatlaðra og tjáningarfrelsi Haraldur Þorleifsson hlaut frelsisverðlaunin í flokki einstaklinga en Haraldur starfar sem stjórnandi hjá Twitter og er stofnandi Ueno, grafísks hönnunarfyrirtækis, sem hann seldi til Twitter í janúar síðastliðnum. Haraldur hlaut verðlaunin vegna einstakrar baráttu og frumkvæðis að persónufrelsi fatlaðra með verkefninu „Römpum upp Reykjavík.“ Haraldur er hvatamaður og helsti styrktaraðili verkefnisins en tilgangur þess er að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra að verslun og þjónustu í Reykjavík. „Verkefnið hefur gengið vonum framar og þegar skilað sér í eitt hundrað römpum á átta mánuðum sem bæta hjólastólaaðgengi í Reykjavík. Haraldur og aðrir meðlimir verkefnisins hafa nú þegar sett sér það markmið að setja upp 1000 rampa á Íslandi á næstu fjórum árum,“ segir í tilkynningunni. „Bætt hjólastólaaðgengi er persónufrelsismál og því fagnar SUS þessu framtaki. Þá hefur Haraldur stuðlað að tjáningarfrelsi og stutt við þau sem vildu opna umræðu um kynferðisofbeldi- og áreitni en var hótað málsókn eða stefnt.“
Íslensk erfðagreining Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira