Spá mestu verðbólgu í níu ár Eiður Þór Árnason skrifar 11. nóvember 2021 10:55 Áfram hafa hækkanir á húsnæðismarkaði mikil áhrif á þróun verðbólgu. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs milli mánaða og að verðbólga fari úr 4,5% í 5,0% í nóvember. Ársverðbólga hefur ekki mælst svo mikil frá því í júní 2012. Spáir hagfræðideildin því jafnframt að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,3% í nóvember. Helstu áhrifaþættir á verðbólguþróunina í mánuðinum eru taldir vera reiknuð húsaleiga, bensín og dísilolía og í þriðja lagi húsgögn og heimilisbúnaður. Allir þrír liðir vega til hækkunar verðlags. Greint var frá því í gær að Greining Íslandsbanka spái því að ársverðbólga muni mælast 5,1% í nóvember. Telur bankinn að stýrivextir Seðlabankans verði líklega hækkaðir um 0,25 prósentur þann 17. nóvember næstkomandi og fari í 1,75%. Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs fimmtudaginn 25. nóvember. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í desember, lækki um 0,2% í janúar og hækki síðan aftur um 0,7% í febrúar. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 5% í febrúar en verðbólga án húsnæðis 3%. Til samanburðar gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að veðbólga mælist 5,2% í febrúar. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist 3,0% í október en sló hæst í 4,7% í janúar. Ný könnun Seðlabankans bendir til að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 4,6% á yfirstandandi ársfjórðungi. Þá komi hún til með að hjaðna á næsta ári og verða að meðaltali 4,4% á fyrsta fjórðungi næsta árs og 3,8% á öðrum fjórðungi. Vænta markaðsaðilar þess að verðbólga hjaðni áfram í kjölfarið og verði 3,3% að ári liðnu. Fréttin hefur verið uppfærð. Verðlag Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10. nóvember 2021 10:11 Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Spáir hagfræðideildin því jafnframt að verðbólga án húsnæðiskostnaðar verði 3,3% í nóvember. Helstu áhrifaþættir á verðbólguþróunina í mánuðinum eru taldir vera reiknuð húsaleiga, bensín og dísilolía og í þriðja lagi húsgögn og heimilisbúnaður. Allir þrír liðir vega til hækkunar verðlags. Greint var frá því í gær að Greining Íslandsbanka spái því að ársverðbólga muni mælast 5,1% í nóvember. Telur bankinn að stýrivextir Seðlabankans verði líklega hækkaðir um 0,25 prósentur þann 17. nóvember næstkomandi og fari í 1,75%. Hagstofan birtir septembermælingu vísitölu neysluverðs fimmtudaginn 25. nóvember. Hagfræðideild Landsbankans telur að vísitala neysluverðs hækki um 0,4% í desember, lækki um 0,2% í janúar og hækki síðan aftur um 0,7% í febrúar. Gangi spáin eftir mun verðbólgan verða 5% í febrúar en verðbólga án húsnæðis 3%. Til samanburðar gerir Greining Íslandsbanka ráð fyrir að veðbólga mælist 5,2% í febrúar. Verðbólga án húsnæðis hefur gengið nokkuð hratt niður að undanförnu og mældist 3,0% í október en sló hæst í 4,7% í janúar. Ný könnun Seðlabankans bendir til að markaðsaðilar vænti þess að verðbólga verði að meðaltali 4,6% á yfirstandandi ársfjórðungi. Þá komi hún til með að hjaðna á næsta ári og verða að meðaltali 4,4% á fyrsta fjórðungi næsta árs og 3,8% á öðrum fjórðungi. Vænta markaðsaðilar þess að verðbólga hjaðni áfram í kjölfarið og verði 3,3% að ári liðnu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Verðlag Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10. nóvember 2021 10:11 Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00 Mest lesið Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Viðskipti innlent Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Sjá meira
Spá umtalsverðri hækkun verðbólgu í nóvember Greining Íslandsbanka spáir umtalsverðri hækkun ársverðbólgu og að hún mælist 5,1% í nóvember. Hún hefur ekki mælst svo mikil síðan um mitt ár 2012. Verðbólga mældist 4,5% í október en hækkandi íbúðaverð og innflutt verðbólga eru nú helstu áhrifaþættir þrálátrar verðbólgu. 10. nóvember 2021 10:11
Bjarni segir verðbólguna ekki komna úr böndunum Fjármálaráðherra segir verðbólguna ekki farna úr böndunum en hún hélt áfram að aukast í þessum mánuði og mælist nú fjögur komma fimm prósent. Hækkun húsnæðisverðs heldur áfram að drífa verðbólguna áfram en án hennar mælist verðbólgan þrjú prósent á síðustu tólf mánuðum. 27. október 2021 12:00