Þungt hljóð í sjómönnum sem horfa til óhefðbundinna aðgerða Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. nóvember 2021 10:02 Þing Sjómannasambandsins skoraði á útgerðarmenn að bæta samskipti sín við sjómenn og samtök þeirra en vantraust milli aðila heðfi verið vaxandi síðustu misseri og ár. „Í sumum tilfellum er um algeran trúnaðarbrest að ræða,“ segir í ályktun þingsins. Vísir/Vilhelm „Það er mjög að þyngjast hljóðið í mönnum, enda búnir að vera samningslausir í tvö ár,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um stöðu mála í kjaraviðræðum sjómanna. „Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“ Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
„Síðast voru þetta sex ár. Nú er þetta rétt að byrja en þetta er samt ömurlegt. Og menn eru svona að íhuga til hvað er hægt að gera, til hvaða ráða er hægt að grípa, til að knýja fram kjarasamning. Menn eru svo sem ekki spenntir fyrir að fara í alsherjarverkfall,“ segir hann. Á þingi Sjómannasambandsins sem fram fór 4. og 5. nóvember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi eru ávítt harðlega fyrir að gera ekki kjarasamning við sjómenn í áraraðir „um þau sjálfsögðu réttindamál sem önnur samtök launafólks hafa þegar samið um“. Vegna þvergirðingsháttar útgerðarinnar sé ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka, segir í ályktuninni. Valmundur segir óábyrgt að ráðast í verkfallsaðgerðir á meðan loðnuvertíðinni stendur þegar horft er til ástandsins í þjóðfélaginu. Það þýði hins vegar ekki að sjómenn ætli að samþykkja það þegjandi og hljóðalaust að fá kjör sín ekki bætt. „Nú fara menn af þinginu og fara að funda, og það verður líklega mjög mikið fundað á milli jóla og nýárs, og þá heyra menn betur hljóðið í sjómönnum og við bara hlýðum því þegar þar að kemur,“ segir Valmundur. Verið sé að skoða ýmsar leiðir sem hægt er að fara aðrar en beinar verkfallsaðgerðir, enda allar líkur á að komið yrði í veg fyrir þær með lagasetningu. Hann vill ekki tjá sig um hvers konar aðgerðir sé að ræða en segir þær mögulega munu koma á óvart. Kjara- og öryggismál voru þau mál sem hæst bar á þinginu. „Við teljum það ekki forsvaranlegt að útgerðarmenn einir komist undan því að greiða 3,5 prósent til viðbótar í lífeyrissparnað. Þetta er nú sú atvinnugrein sem ber mest úr býtum á Íslandi og ef það er nóg til hjá öðrum atvinnurekendum þá er yfirdrifið nóg til þarna,“ segir Vilmundur. Í ályktun sem samþykt var á þinginu vísar Sjómannasambandið á bug kröfu útgerðarmanna um að sjómenn taki þátt í greiðslu veiðigalda. Þetta ítrekar Vilmundur í samtali við Vísi. „Það verður bara að bregðast við svona bulli. Því veiðigjöldin eru ekkert annað en skattur á útgerðirnar. Við buðumst til að taka þátt í þessu ef við fengjum þá hluta af hagnaðinum á móti. En það er ekkert í boði.“ Vilmundur segir útgerðarmenn einnig gleyma að laun sjómanna séu dregin frá áður en veiðigjöldin eru reiknuð út. „Þannig að það væri miklu nær að hækka launin, því þeir fá það að fullu til baka.“
Sjávarútvegur Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira