Minnir á mál Tonyu og Nancy Kerrigan: Myndaðar saman á Kópavogsvelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 11:31 Aminatu Diallo er hér lengst til vinstri en Kheira Hamraoui ræðir málin við liðsfélaga sinn Kadidiatou Diani þegar þær ganga af velli í leiknum á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Getty/Hafliði Breiðfjörd Það er óhætt að segja að mál frönsku landsliðskvennanna hjá Paris Saint Germain minnir mikið á mál bandarísku skautadansaranna Tonyu Harding og Nancy Kerrigan. Aminatu Diallo var handtekin í gærmorgun í tengslum við árás á liðsfélaga hennar Kheiru Hamraoui. Þær eiga í mikilli samkeppni um sæti á miðju hins sterka Paris Saint Germain liðs. Aminata Diallo has been arrested on allegations of attempting to physically injure her PSG and France teammate Kheira Hamraoui to eliminate her in competition for places. https://t.co/Hxw11xUnTs— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 ESPN hefur heimildir fyrir því að árásin hafi staðið yfir í meira en tvær mínútur og að Diallo hafi verið að skutla Hamraoui heim eftir liðsfund í París. Í bílnum voru þær tvær ásamt tveimur öðrum leikmönnum PSG. Þegar Diallo stoppaði fyrir framan hús Hamraoui þá réðust að henni tveir grímuklæddir menn með járnstangir, toguðu hana út úr bílnum og létu höggin dynja á fótum hennar með í tvær mínútur áður en þeir hlupu í burtu. Erlendir fjölmiðlar hafa notað mynd af þeim Aminatu Diallo og Kheiru Hamraoui saman þegar þær voru að báðar að spila á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Þær sjást þar ganga af velli í hópi með öðrum leikmönnum PSG. Breiðablik og PSG eru einmitt saman í riðli í Meistaradeildinni. Málið minnir mikið á það sem gerðist í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer árið 1994. Skautakonan Nancy Kerrigan varð þá fyrir árás fyrir leikana og seinna kom í ljós að eiginmaður Tonyu Harding hafði skipulagt árásina. Nancy Kerrigan og Tonya Harding voru að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Bip1G9kBXS0">watch on YouTube</a> Kerrigan meiddist það illa í árásinni að hún gat ekki tekið þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna þar sem Harding tryggði sér sæti í Ólympíuliðinu. Kerrigan náði sér hins vegar af meiðslunum fyrir leikana og fékk að vera með. Kerrigan vann þar silfurverðlaun. Harding hefur alltaf neitað að hafa komið að skipulagningu árásarinnar en viðurkenndi sök sína að hafa hindrað réttvísina í rannsókn málsins. Málið var risafréttamál á sínum tíma og síðan hefur verið meðal annars verið gerð Hollywood mynd um Tonyu Harding með þetta mál í fararbroddi. Myndin heitir „I, Tonya“ og fór Margot Robbie með hlutverk Harding. Árásin á Kheiru Hamraoui Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Franski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Aminatu Diallo var handtekin í gærmorgun í tengslum við árás á liðsfélaga hennar Kheiru Hamraoui. Þær eiga í mikilli samkeppni um sæti á miðju hins sterka Paris Saint Germain liðs. Aminata Diallo has been arrested on allegations of attempting to physically injure her PSG and France teammate Kheira Hamraoui to eliminate her in competition for places. https://t.co/Hxw11xUnTs— SPORTbible (@sportbible) November 10, 2021 ESPN hefur heimildir fyrir því að árásin hafi staðið yfir í meira en tvær mínútur og að Diallo hafi verið að skutla Hamraoui heim eftir liðsfund í París. Í bílnum voru þær tvær ásamt tveimur öðrum leikmönnum PSG. Þegar Diallo stoppaði fyrir framan hús Hamraoui þá réðust að henni tveir grímuklæddir menn með járnstangir, toguðu hana út úr bílnum og létu höggin dynja á fótum hennar með í tvær mínútur áður en þeir hlupu í burtu. Erlendir fjölmiðlar hafa notað mynd af þeim Aminatu Diallo og Kheiru Hamraoui saman þegar þær voru að báðar að spila á móti Breiðabliki á Kópavogsvellinum. Þær sjást þar ganga af velli í hópi með öðrum leikmönnum PSG. Breiðablik og PSG eru einmitt saman í riðli í Meistaradeildinni. Málið minnir mikið á það sem gerðist í aðdraganda Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer árið 1994. Skautakonan Nancy Kerrigan varð þá fyrir árás fyrir leikana og seinna kom í ljós að eiginmaður Tonyu Harding hafði skipulagt árásina. Nancy Kerrigan og Tonya Harding voru að keppa um sæti í Ólympíuliði Bandaríkjanna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Bip1G9kBXS0">watch on YouTube</a> Kerrigan meiddist það illa í árásinni að hún gat ekki tekið þátt í úrtökumóti fyrir Ólympíuleikanna þar sem Harding tryggði sér sæti í Ólympíuliðinu. Kerrigan náði sér hins vegar af meiðslunum fyrir leikana og fékk að vera með. Kerrigan vann þar silfurverðlaun. Harding hefur alltaf neitað að hafa komið að skipulagningu árásarinnar en viðurkenndi sök sína að hafa hindrað réttvísina í rannsókn málsins. Málið var risafréttamál á sínum tíma og síðan hefur verið meðal annars verið gerð Hollywood mynd um Tonyu Harding með þetta mál í fararbroddi. Myndin heitir „I, Tonya“ og fór Margot Robbie með hlutverk Harding.
Árásin á Kheiru Hamraoui Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Franski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira