Henry hetja Lyon | Íslensku landsliðskonurnar sátu á bekknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2021 22:46 Amandine Henry skoraði sigurmark Lyon í kvöld. Manuel Queimadelos /Getty Images Báðum leikjum D-riðils Meistaradeildar Evrópu er nú lokið. Segja má að D-riðill sé Íslendingariðill en þar leika Lyon, Bayern München, Häcken og Benfica. Lyon og Bayern mættust í sannkölluðum stórleik í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu því miður allan tímann á varamannabekk Bayern en Lyon vann dramatískan 2-1 sigur. Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir ekki með Lyon sökum barnsburðar. Um miðbik fyrri hálfleiks varð Kadeisha Buchanan fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem þýddi að gestirnir frá Þýskalandi voru 1-0 yfir í hálfleik. Markið kom eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna. LYON CONCEDE THEIR FIRST IN THE GROUP STAGE No team has come from behind to win in the @UWCL this season... https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/lbVr2W64EF— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Janice Cayman jafnaði metin fyrir Lyon eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn stál í stál og stefndi í að 1-1 jafntefli yrði niðurstaðan. Í leit Lyon að sigurmarki kom Ada Hegerberg inn af bekknum en hún er að ná fyrri kröftum eftir langan tíma frá vegna meiðsla. Amandine Henry skaut hins vegar upp kollinum - í bókstaflegri merkingu - og skoraði sigurmark leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. It's the in Lyon https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/M9Qz6xbtv4— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Staðan orðin 2-1 Lyon í vil og reyndust það lokatölur í frábærum leik. Í Portúgal mættust Benfica og Häcken. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliði heimakvenna á meðan Diljá Ýr Zomers sat allan leikinn á spýtunni hjá gestunum. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Elin Rubensson fór á punktinn og kom Häcken yfir. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Perfectly placed penalty by Rubensson gives Häcken their first in the @UWCL this season https://t.co/KwGXsBomsM https://t.co/uPqrhxMnBY https://t.co/zJRLicTgP2 pic.twitter.com/XodmMoNgX8— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Lyon er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Bayern er í 2. sæti með fjögur stig, Häcken þar á eftir með þrjú og að lokum Benfica með eitt stig. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Lyon og Bayern mættust í sannkölluðum stórleik í kvöld. Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sátu því miður allan tímann á varamannabekk Bayern en Lyon vann dramatískan 2-1 sigur. Þá var Sara Björk Gunnarsdóttir ekki með Lyon sökum barnsburðar. Um miðbik fyrri hálfleiks varð Kadeisha Buchanan fyrir því óláni að skora sjálfsmark sem þýddi að gestirnir frá Þýskalandi voru 1-0 yfir í hálfleik. Markið kom eftir vel útfærða hornspyrnu gestanna. LYON CONCEDE THEIR FIRST IN THE GROUP STAGE No team has come from behind to win in the @UWCL this season... https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/lbVr2W64EF— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Janice Cayman jafnaði metin fyrir Lyon eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Eftir það var leikurinn stál í stál og stefndi í að 1-1 jafntefli yrði niðurstaðan. Í leit Lyon að sigurmarki kom Ada Hegerberg inn af bekknum en hún er að ná fyrri kröftum eftir langan tíma frá vegna meiðsla. Amandine Henry skaut hins vegar upp kollinum - í bókstaflegri merkingu - og skoraði sigurmark leiksins þegar aðeins fjórar mínútur voru til leiksloka. It's the in Lyon https://t.co/pm6l2JG2KS https://t.co/4SQtM66LXC https://t.co/1Vyr7tOIIk pic.twitter.com/M9Qz6xbtv4— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Staðan orðin 2-1 Lyon í vil og reyndust það lokatölur í frábærum leik. Í Portúgal mættust Benfica og Häcken. Cloé Lacasse, fyrrum leikmaður ÍBV, var í byrjunarliði heimakvenna á meðan Diljá Ýr Zomers sat allan leikinn á spýtunni hjá gestunum. Staðan var markalaus í hálfleik en þegar stundarfjórðungur lifði leiks fengu gestirnir vítaspyrnu. Elin Rubensson fór á punktinn og kom Häcken yfir. Staðan orðin 1-0 gestunum í vil og reyndust það lokatölur leiksins. Perfectly placed penalty by Rubensson gives Häcken their first in the @UWCL this season https://t.co/KwGXsBomsM https://t.co/uPqrhxMnBY https://t.co/zJRLicTgP2 pic.twitter.com/XodmMoNgX8— DAZN Football (@DAZNFootball) November 10, 2021 Lyon er á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Bayern er í 2. sæti með fjögur stig, Häcken þar á eftir með þrjú og að lokum Benfica með eitt stig.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Sjáðu glæsileg aukaspyrnumörk Arsenal og Barcelona er liðin unnu örugga sigra Báðum leikjum C-riðils Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. Evrópumeistarar Barcelona unnu öruggan 4-0 sigur á Hoffenheim á meðan Arsenal sóttu þrjú stig til Danmerkur. 10. nóvember 2021 19:50