Íslenskt hetjurokk á mála hjá nýjum þungarokksútgáfurisa Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 12. nóvember 2021 11:06 Hvort sem það eru drekar eða dýflissur, þá eru Power Paladin svaiðlföruneytið til að fá með sér í lið. Eva Alexandra Hetjurokksveitin Power Paladin gefur út sína fyrstu plötu, With the Magic of Windfyre Steel, hjá útgáfufyrirtækinu Atomic Fire Records, þann 7. janúar 2022. Útgáfufyrirtækið er nýtt af nálinni en er þó þegar með þekktar sveitir á borð við Agnostic Front, Amorphis, Helloween, Meshuggah og Opeth á sínum snærum. Plata Power Paladin verður fyrsta áþreifanlega útgáfa plötufyrirtæksins. Fyrsta smáskífa plötunnar, Righteous Fury, er jafnframt afhjúpuð í dag ásamt myndbandi. Sveitina mynda sexmenningarnir Atli Guðlaugsson söngvari, Bjarni Egill Ögmundsson hljómborðsleikari, Bjarni Þór Jóhannsson gítarleikari, Einar Karl Júlíusson trommari, Ingi Þórisson gítarleikari og Kristleifur Þorsteinsson bassaleikari. Í tilkynningu frá útgáfunni er réttilega minnst á að eyðilegt landslag, kaldir vindar og myrkir vetur Íslands hafi eðlilega mestmegnis leitt af sér grimmt og drungalegt þungarokk. Slíkt sé ekki beint uppi á teningnum hjá Power Paladin sem syngja óskammfeilnir um hugaða stríðsmenn og kynjaverur, og undirspilið er eftir því. „Við kláruðum að taka upp plötuna árið 2020 og fengum loksins loka mix og master í byrjun árs 2021, svo þetta er orðin frekar löng vegferð en alfarið þess virði,“ segir Ingi Þórisson gítarleikari sveitarinnar aðspurður um samstarfið. „Bjuggumst seint við að fá athygli frá svona stóru útgáfufyrirtæki, enda var þessi plata bara eitthvað ástríðuverkefni hjá vinahóp. Frekar fríkað að einhverjir aðilar sem hafa unnið með mörgum af þeim hljómsveitum sem við höfum litið upp til yfir árin sýni þessu svona áhuga!“ Lag sveitarinnar, Kraven the Hunter, hefur fengið mikla spilun á X977 og steig sveitin á stokk og flutti það á Hlustendaverðlaununum 2021 í vor. Tengdar fréttir Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 9. apríl 2021 17:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Útgáfufyrirtækið er nýtt af nálinni en er þó þegar með þekktar sveitir á borð við Agnostic Front, Amorphis, Helloween, Meshuggah og Opeth á sínum snærum. Plata Power Paladin verður fyrsta áþreifanlega útgáfa plötufyrirtæksins. Fyrsta smáskífa plötunnar, Righteous Fury, er jafnframt afhjúpuð í dag ásamt myndbandi. Sveitina mynda sexmenningarnir Atli Guðlaugsson söngvari, Bjarni Egill Ögmundsson hljómborðsleikari, Bjarni Þór Jóhannsson gítarleikari, Einar Karl Júlíusson trommari, Ingi Þórisson gítarleikari og Kristleifur Þorsteinsson bassaleikari. Í tilkynningu frá útgáfunni er réttilega minnst á að eyðilegt landslag, kaldir vindar og myrkir vetur Íslands hafi eðlilega mestmegnis leitt af sér grimmt og drungalegt þungarokk. Slíkt sé ekki beint uppi á teningnum hjá Power Paladin sem syngja óskammfeilnir um hugaða stríðsmenn og kynjaverur, og undirspilið er eftir því. „Við kláruðum að taka upp plötuna árið 2020 og fengum loksins loka mix og master í byrjun árs 2021, svo þetta er orðin frekar löng vegferð en alfarið þess virði,“ segir Ingi Þórisson gítarleikari sveitarinnar aðspurður um samstarfið. „Bjuggumst seint við að fá athygli frá svona stóru útgáfufyrirtæki, enda var þessi plata bara eitthvað ástríðuverkefni hjá vinahóp. Frekar fríkað að einhverjir aðilar sem hafa unnið með mörgum af þeim hljómsveitum sem við höfum litið upp til yfir árin sýni þessu svona áhuga!“ Lag sveitarinnar, Kraven the Hunter, hefur fengið mikla spilun á X977 og steig sveitin á stokk og flutti það á Hlustendaverðlaununum 2021 í vor.
Tengdar fréttir Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 9. apríl 2021 17:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Bríet hlaut fern verðlaun Hlustendaverðlaunin 2021 voru sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi í kvöld. Sigurvegari kvöldsins er án efa Bríet sem hlaut fern verðlaun. 9. apríl 2021 17:00