Knýja þarf orkuskiptin, en hvernig? Jóna Bjarnadóttir skrifar 10. nóvember 2021 10:01 Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Landsvirkjun Jóna Bjarnadóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Einn stærsti orsakavaldur loftslagsbreytinga er notkun á jarðefnaeldsneyti. Þess vegna er nauðsynlegt að heimurinn færi sig yfir í endurnýjanlegar náttúruauðlindir á borð við vatn, varma, vind og sól. Við Íslendingar erum í þeirri öfundsverðu stöðu að nýta nú þegar vatn og varma til raforkuframleiðslu og húshitunar, en við eigum eftir orkuskipti í samgöngum. Ef við ætlum að standa við alþjóðlegar skuldbindingar um samdrátt í losun og markmið stjórnvalda um jarðefnaeldsneytislaust Ísland er staðreyndin sú að okkur vantar endurnýjanlega orku til orkuskiptanna. Vatn – varmi – vindur Við þurfum meiri raforku, en hvernig viljum við nýta auðlindirnar okkar og hvaða landsvæði viljum við taka undir orkuvinnslu? Ætlum við að nýta betur þau fallvötn og landsvæði sem við höfum nú þegar raskað, eða leggja undir hana ný svæði? Valkostirnir eru þessir þrír. Vatn, varmi og vindur. Hér á landi höfum við reynslu af varma og vatni, en nýting á vindi er ný af nálinni. Allir virkjunarkostir hafa áhrif á náttúru Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána og orkuskipti á Íslandi, en ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða nýtingu orkuauðlinda. Við þurfum að velja vel þau svæði og auðlindir sem við sem samfélag ákveðum að taka undir orkuvinnslu. Vatnsafl og jarðvarma er oft að finna á svæðum með náttúrverðmæti eins og fossa og jarðminjar, sem með virkjun er raskað til frambúðar. Því er mikilvægt að huga að stækkun virkjana og nýta betur þau fallvötn og jarðhitasvæði sem nú þegar eru virkjuð. Vindinn er hægt að virkja á stöðum sem þegar hefur verið raskað og svæðum sem ekki njóta náttúruverndar. Þá þarf að huga að áhrifum á ásýnd, hættunni á áflugi fugla, hljóðvist og skuggavarpi. Allir kostirnir þurfa innviði, en hægt er að staðsetja vindorkuver nálægt fyrirliggjandi vegum og raflínum og spara þá stofnkostnað vegna nýrra mannvirkja og taka minna landsvæði en ella undir nýframkvæmdir. Ásýndaráhrif vindmylla eru afturkræf Allir kostirnir hafa áhrif á landslag og ásýnd, í mismiklum mæli sem fer eftir aðstæðum og útfærslu hvers kosts fyrir sig. Veigamestu umhverfisáhrif af virkjun vindorku eru sjónræn, þar sem vindmyllur eru mjög háar og sjást því langar leiðir. Á móti kemur að ásýndaráhrif þeirra hverfa þegar þær eru teknar niður. Við eigum eftir að kynnast vindorkunni betur. Við vitum að góð skilyrði eru á ákveðnum svæðum hér á landi til vindorkunýtingar, en staðarval krefst mikils undirbúnings og rannsókna á náttúrufari. Hvaðan á orkan að koma? Við stöndum á tímamótum og mikilvægir tímar eru framundan. Við Íslendingar verðum að taka virkan þátt í alþjóðlegri baráttu gegn loftslagsvánni, leggja okkar af mörkum og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þess vegna er mikilvægt að við sem þjóð tökum samtalið um það hvernig við ætlum að vinna orku til orkuskipta í samgöngum á næstu áratugum og verða með því sjálfbær um orku – fyrsta landið til að verða óháð jarðefnaeldsneyti. Til mikils er að vinna. Höfundur er framkvæmdastjóri sviðs samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun