Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 21:01 Jakob Tryggvason segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks á Íslandi. Því sé leiðinlegt að sjá þegar fyrirtæki grafi undan henni. vísir/sigurjón Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“ Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira
Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“
Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira