Útspil Play í Litháen grafi undan íslenskri hátæknistétt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. nóvember 2021 21:01 Jakob Tryggvason segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks á Íslandi. Því sé leiðinlegt að sjá þegar fyrirtæki grafi undan henni. vísir/sigurjón Alþýðusambandið fordæmir flugfélagið Play fyrir að opna starfsstöð í Litháen og Félag tæknifólks segir það hræðilega þróun að íslensk fyrirtæki opni starfsstöðvar erlendis til að ráða til sín ódýrara vinnuafl í hátæknistörf. Það grafi undan þróun stéttarinnar á Íslandi. Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“ Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira
Play tilkynnti það í síðustu viku að félagið myndi opna útibú í Litháen í næsta mánuði. Skýringar stjórnenda lággjaldaflugfélagsins á þessu eru meðal annars þær að þar sé mun auðveldara að sækja hæft starfsfólk í hátæknistörf eins og til dæmis forritara. Ódýr afsökun En er rétt fullyrðing að erfitt sé að fá slíkt fólk í vinnu á Íslandi? „Ég held það sé bara klárlega hægt að segja að hún er það ekki. Stéttin er til, það er mikil fjölgun, mikil uppbygging,“ segir Jakob Tryggvason, formaður Félags tæknifólks. „Stéttin er hins vegar tiltölulega ung og illa þroskuð hér heima á Íslandi og þess vegna verður þetta ódýr afsökun sem er hægt að fela sig á bak við.“ Þetta er þróun sem þekkist hjá fleiri íslenskum fyrirtækjum en Icelandair opnaði starfsstöð í Eistlandi fyrir þremur árum og þá hefur Alþýðusambandið einnig gagnrýnt sjávarútvegsfyrirtæki harðlega fyrir að færa óunninn afla úr landi og verka hann þar til að lækka launakostnað. Jakob segir að sátt hafi náðst við atvinnulífið um að byggja upp stétt hátæknimenntaðs fólks og forritara á Íslandi en þetta grafi undan því starfi. „Það klárlega gerir það. Klárlega gerir það og gæti verið dálítið hættulegt. Ef mikið verður af þessu þá fer svoldið að brotna undan þessum stoðum sem við höfum hérna heima. Og það er ekki góður leikur,“ segir hann. Hann talar þannig um að hálfgerður vítahringur sé að myndast; íslensk fyrirtæki fari með starfsemi sína úr landi og ráði erlent tæknimenntað vinnuafl og á meðan tapi íslenska stéttin þeirri reynslu og uppbyggingu sem væri í boði. Það er svo þetta reynsluleysi sem fyrirtækin nota til að réttlæta flutning úr landi. Play stórhættulegt að mati ASÍ Stjórnendur Play hafa einnig sagt að það sé mun ódýrara að reka starfsstöð í Litháen. Forseti Alþýðusambandsins (ASÍ) gagnrýndi Play fyrir þetta útspil félagsins í dag. Birgir Jónsson og Drífa Snædal hafa tekist á um stöðu flugfélagsins á íslenskum vinnumarkaði frá því að það var stofnað.vísir/vilhelm „Það sem við gagnrýnum er að sjálfsögðu að íslensk flugfélög og íslensk fyrirtæki yfir höfuð og njóta þeirra hlunninda sem í því felst að vera íslenskt fyrirtæki, að þau skuli leita allra launa til að lækka launakostnað og Play hefur farið fremst í flokki þar með afskaplega grófum hætti að lækka launakostnað og byggir hreinlega sitt viðskiptamódel á því,“ segir Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við fréttastofu. ASÍ hefur látið mikið í sér heyra frá stofnun Play og gekk Drífa svo langt í dag að kalla fyrirtækið "stórhættulegt íslensku láglaunafólki" í færslu á Facebook. Og félagið hefur alls ekki látið af hvatningu sinni til fólks að sniðganga Play: „Sú ályktun bæði miðstjórnar og formannafundar Alþýðusambands Íslands að hvetja fólk til að sniðganga Play, bæði farþega og fjárfesta. Það hefur ekki verið tilefni til að endurskoða hana.“
Play Kjaramál Fréttir af flugi Icelandair Litháen Vinnumarkaður Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sjá meira