Efast ekki um að áhættuhópar ættu að þiggja þriðja skammtinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2021 17:48 Björn Rúnar Lúðvíksson er prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans. Vísir/Egill Björn Rúnar Lúðvíksson, prófessor í ónæmisfræði og yfirlæknir ónæmisfræðideildar Landspítalans kveðst nokkuð bjartsýnn á að notkun þriðja skammts bóluefnis við kórónuveirunni muni gefa góða raun í baráttunni við faraldurinn. Björn Rúnar var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar vísaði hann til stórrar greinar sem birtist í læknatímaritinu Lancet fyrir skömmu og segir greinina raunar hafa breytt hans skoðun á málinu. Greinin hafi sérstaklega sýnt fram á mikilvægi þess að bólusetja fjörutíu til fimmtíu ára og eldri, auk áhættuhópa. „Það er enginn efi um það að þeir sem eru í áhættuhópi eiga að láta bólusetja sig með þriðja skammtinum, sérstaklega ónæmisbældir og aðrir með langvinna sjúkdóma. En svo var þessi stóra spurning: Á að bólusetja þá sem eru heilbrigðir en komnir í þennan áhættuhóp, það er að segja fjörutíu eða fimmtíu ára og eldri, sérstaklega fimmtíu ára og eldri. […] Þegar við horfum í hjarðónæmið, það sem ég hef alltaf hugsað um fyrst og fremst er að við séum að vernda það að fólk sé að fá alvarlegan sjúkdóm og leggjast inn á spítala, ég tala nú ekki um inn á gjörgæslu,“ segir Björn Rúnar. Hann segir niðurstöður rannsókna er varða þriðja skammtinn vera afgerandi. Miðað sé við áhættuna hjá þeim sem teljist fullbólusettir með tveimur skömmtum bóluefnis, á móti þeim sem fengið hafa þriðja skammt. „Þá eru niðurstöðurnar mjög sláandi. Það eru 93 prósent færri sem leggjast inn á spítalann, miðað við þá sem teljast fullbólusettir. Fyrir mjög alvarlegum sjúkdóm er vörnin 92 prósent [meiri] og fyrir dauða 80 prósent [meiri]. Þetta er mjög afgerandi þegar við höfum það í huga að við vitum að það að vera fullbólusett með tveimur skömmtum er veruleg vörn.“ Með þriðja skammti sé sú mikla vörn sem „full“ bólusetning gefur því margfölduð. Tölur frá Ísrael lofi góðu Í umræðunni um gagnsemi örvunarsbólusetningar hefur verið vísað til Ísraels, sem var meðal fyrstu ríkja til að bólusetja með þriðja skammti bóluefna við kórónuveirunni. Þannig vísaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis til árangurs Ísraela í Kastljósi í gær, þar sem hann sagði margt benda til þess að þriðji skammtur bóluefnis væri besta vonin til þess að ná hjarðónæmi hér á landi. Aðspurður segist Björn Rúnar telja að í Ísrael sé hjarðónæmi farið að taka á sig mynd. Taka þurfi tillit til smittalna í samfélaginu en einnig alvarleika veikinda. „Það væri allt í lagi að það væru smit í samfélaginu ef afleiðingarnar væru ekki svona alvarlegar fyrir hluta fólks. Þá kannski værum við ekki að hafa allar þessar áhyggjur. Ef við horfum á tölurnar, þessa kúrfu, frá Ísrael, þá hefur tíðnin hjá þeim snarlækkað síðustu vikur.“ Björn Rúnar segist telja að gögn frá Ísrael sýni fram á raunverulegan árangur örvunarbólusetninga. Breytingar í kortunum Björn Rúnar bendir þá á fréttir af því að möguleiki sé á því að nýtt lyf gegn Covid-19 verði samþykkt á næstunni. Um er að ræða lyfið Molnupiravir sem talið er draga verulega úr sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum meðal Covid-sjúklinga. Bretland hefur þegar heimilað notkun veirulyfsins, sem Covid-sjúklingar þar í landi geta fengið uppáskrifað. „Þannig að ég held að við eigum eftir að sjá miklar breytingar á þessu, næstu tvo mánuðina.“ Hann ítrekar þó að viðbótarskammtur bóluefnis muni hraða baráttunni við veiruna verulega, ef marka megi tölur frá Ísrael og kveðst í raun telja að örvunarskammturinn sé skjótvirkasta leiðin til þess að ná tíðni alvarlegra veikinda niður. „Það er það sem þetta snýst um, fyrst og fremst. Að við losnum við það að vera í þessari erfiðu stöðu og jafnvel fresta mjög nauðsynlegum, jafnvel hjartaaðgerðum, út af því að gjörgæslan er full af fólki með Covid. Það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Covid-19 aftur farið að ógna dönsku samfélagi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að danska þingið skilgreini kórónuveiruna á ný sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi. Faraldurinn hefur verið á uppleið í Danmörku að undanförnu. 8. nóvember 2021 23:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Björn Rúnar var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þar vísaði hann til stórrar greinar sem birtist í læknatímaritinu Lancet fyrir skömmu og segir greinina raunar hafa breytt hans skoðun á málinu. Greinin hafi sérstaklega sýnt fram á mikilvægi þess að bólusetja fjörutíu til fimmtíu ára og eldri, auk áhættuhópa. „Það er enginn efi um það að þeir sem eru í áhættuhópi eiga að láta bólusetja sig með þriðja skammtinum, sérstaklega ónæmisbældir og aðrir með langvinna sjúkdóma. En svo var þessi stóra spurning: Á að bólusetja þá sem eru heilbrigðir en komnir í þennan áhættuhóp, það er að segja fjörutíu eða fimmtíu ára og eldri, sérstaklega fimmtíu ára og eldri. […] Þegar við horfum í hjarðónæmið, það sem ég hef alltaf hugsað um fyrst og fremst er að við séum að vernda það að fólk sé að fá alvarlegan sjúkdóm og leggjast inn á spítala, ég tala nú ekki um inn á gjörgæslu,“ segir Björn Rúnar. Hann segir niðurstöður rannsókna er varða þriðja skammtinn vera afgerandi. Miðað sé við áhættuna hjá þeim sem teljist fullbólusettir með tveimur skömmtum bóluefnis, á móti þeim sem fengið hafa þriðja skammt. „Þá eru niðurstöðurnar mjög sláandi. Það eru 93 prósent færri sem leggjast inn á spítalann, miðað við þá sem teljast fullbólusettir. Fyrir mjög alvarlegum sjúkdóm er vörnin 92 prósent [meiri] og fyrir dauða 80 prósent [meiri]. Þetta er mjög afgerandi þegar við höfum það í huga að við vitum að það að vera fullbólusett með tveimur skömmtum er veruleg vörn.“ Með þriðja skammti sé sú mikla vörn sem „full“ bólusetning gefur því margfölduð. Tölur frá Ísrael lofi góðu Í umræðunni um gagnsemi örvunarsbólusetningar hefur verið vísað til Ísraels, sem var meðal fyrstu ríkja til að bólusetja með þriðja skammti bóluefna við kórónuveirunni. Þannig vísaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis til árangurs Ísraela í Kastljósi í gær, þar sem hann sagði margt benda til þess að þriðji skammtur bóluefnis væri besta vonin til þess að ná hjarðónæmi hér á landi. Aðspurður segist Björn Rúnar telja að í Ísrael sé hjarðónæmi farið að taka á sig mynd. Taka þurfi tillit til smittalna í samfélaginu en einnig alvarleika veikinda. „Það væri allt í lagi að það væru smit í samfélaginu ef afleiðingarnar væru ekki svona alvarlegar fyrir hluta fólks. Þá kannski værum við ekki að hafa allar þessar áhyggjur. Ef við horfum á tölurnar, þessa kúrfu, frá Ísrael, þá hefur tíðnin hjá þeim snarlækkað síðustu vikur.“ Björn Rúnar segist telja að gögn frá Ísrael sýni fram á raunverulegan árangur örvunarbólusetninga. Breytingar í kortunum Björn Rúnar bendir þá á fréttir af því að möguleiki sé á því að nýtt lyf gegn Covid-19 verði samþykkt á næstunni. Um er að ræða lyfið Molnupiravir sem talið er draga verulega úr sjúkrahúsinnlögnum og dauðsföllum meðal Covid-sjúklinga. Bretland hefur þegar heimilað notkun veirulyfsins, sem Covid-sjúklingar þar í landi geta fengið uppáskrifað. „Þannig að ég held að við eigum eftir að sjá miklar breytingar á þessu, næstu tvo mánuðina.“ Hann ítrekar þó að viðbótarskammtur bóluefnis muni hraða baráttunni við veiruna verulega, ef marka megi tölur frá Ísrael og kveðst í raun telja að örvunarskammturinn sé skjótvirkasta leiðin til þess að ná tíðni alvarlegra veikinda niður. „Það er það sem þetta snýst um, fyrst og fremst. Að við losnum við það að vera í þessari erfiðu stöðu og jafnvel fresta mjög nauðsynlegum, jafnvel hjartaaðgerðum, út af því að gjörgæslan er full af fólki með Covid. Það er það sem við erum að reyna að koma í veg fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Covid-19 aftur farið að ógna dönsku samfélagi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að danska þingið skilgreini kórónuveiruna á ný sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi. Faraldurinn hefur verið á uppleið í Danmörku að undanförnu. 8. nóvember 2021 23:30 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Titringur á Alþingi Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Fleiri fréttir Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Sjá meira
Covid-19 aftur farið að ógna dönsku samfélagi Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur lagt til að danska þingið skilgreini kórónuveiruna á ný sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi. Faraldurinn hefur verið á uppleið í Danmörku að undanförnu. 8. nóvember 2021 23:30