Ábyrgð Ríkissjónvarpsins gagnvart þolendum ofbeldis Sigrún Sif Jóelsdóttir og Gabríela Bryndís Ernudóttir skrifa 9. nóvember 2021 08:00 „Þú segir að þolendur upplifi að þeim sé ekki trúað, ég held að við séum komin það langt að það bara virkar ekki þannig lengur“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkisrekna fjölmiðlinum RÚV í viðtali við Karlmennskuna í kjölfar umdeilds þáttar sem sýndur var í síðustu viku. Við þessi orð staldra þolendur ofbeldis í nánum samböndum, konur og uppkomin börn. Mæðrum og börnum þeirra er ekki trúað af kerfinu þegar feður hafa beitt börnin og mæður þeirra ofbeldi og mæðrum er gert ókleift af yfirvöldum að vernda börn sín. Börnum, sem segja frá ofbeldi foreldris, er ekki trúað af yfirvöldum og uppkomin börn þurfa oft að slíta tengsl við stóran hluta ef ekki alla fjölskyldu sína, til þess að geta lifað af, vegna þess að þeim er ekki trúað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem RÚV birtir efni frá einhliða sjónarhorni skaðlegu þolendum ofbeldis sem er til þess fallið að ýta enn frekar undir að þeim sé ekki trúað. Í apríl 2017 var þáttur á dagskrá, auglýstur á Facebook- síðu Kveiks þar sem umfjöllunarefnið var „foreldraútilokun sem alvarlegt ofbeldisbrot“. Þóra Arnórsdóttir stýrði þættinum þar sem burðarbitinn er viðtal við Maríu Júlíu Rúnarsdóttur lögfræðing sem titluð var við tilefnið, sérfræðingur í barnarétti. María sem hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi, um að tálmun á umgengni sé foreldraútilokun og jafngildi í sjálfu sér ofbeldi gegn barni. Tilefni umfjöllunar á RÚV var ráðstefna á vegum Félags um foreldrajafnrétti og Börnin okkar, þrýstihópa umgengnisforeldra, sem hafa um árabil hvatt til þess að takmarkanir á umgengni séu skilgreindar sem ofbeldi. Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram frumvarp til Alþingis um að brot forsjárforeldris gegn umgengnisrétti ætti að varða við allt að fimm ára fangelsisvist, var haft eftir Maríu Júlíu Rúnarsdóttur þáverandi héraðsdómslögmanni og núverandi sýslumannsfulltrúa: „Þetta er mjög jákvæð breyting ef hún verður samþykkt því tálmun er andlegt ofbeldi“. Þetta kaldranalega viðhorf dregur upp ranga mynd af stöðu mála sem langflest varða ofbeldi í fjölskyldum, og gefur í skyn að takmörkun á umgengni sé á einhvern hátt sambærilegt við að beita barn kynferðis- eða heimilisofbeldi. Ýtir það frekar undir samúð með gerendum ofbeldis og málar þolendur upp sem gerendur. Að kalla það rannsóknarblaðamennsku að fjalla einhliða um foreldraútilokun sem meint ofbeldi mæðra gegn börnum sínum, er eitthvað sem stenst ekki eina leit á google. Framsetning þáttarins var frá sjónarhorni sem kokgleypir við hugmyndafræði sem hefur víðast verið sett í flokk rusl- vísinda af fræðafólki og verið hafnað af öllum leiðandi samtökum innan geðlæknisfræði, sálfræði og læknisfræði á Vesturlöndum vegna vöntunar á raunprófunum eða klínískum athugunum sem styðja kenninguna. Viðmælandi þáttarins, María Júlía, hefur engu að síður staðhæft að foreldrafirring sé alvarlegt vandamál á Íslandi og hefur skrifað meistaraprófsritgerð í lögfræði þar sem hún leggur tálmun á umgengni að jöfnu við foreldrafirringu. Hugmyndafræði sem ýtir undir neikvæðar staðalímyndir af konum og er réttnefnd kvenhaturskenning, var framreidd fyrir landsmenn á RÚV sem viðtekin staðreynd. Það sem ekki kom fram í þættinum var, að vissulega hefur hugtakinu verið beitt af meðferðaraðilum og lögmönnum, oftast til fulltingis gerendum og kenningunni til brautargengis sem þungamiðju í ákvörðun fjölskyldu- og barnaréttar. Það kom heldur ekki fram að niðurstaða þess er slóð eyðileggingar og óréttlætis, jafnvel þó að varað sé við notkun þessarar hugmyndafræði í lögskýringum með íslenskum barnalögum. Dagskrárgerðarfólk Kveiks, áður fréttaskýringaþáttar Kastljóss, hefur ekki sýnt áhuga á að skoða sjónarhorn þolenda heimilisofbeldis sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum kvenhaturshugmyndum sem haldið var á lofti sem sannindum, þrátt fyrir að leitað hafi verið til þeirra. Ritstjórn Kveiks virðist til að mynda ekki telja eiga erindi í þáttinn mál barna sem segja frá kynferðisbrotum föður gegn þeim, staðfest í Barnahúsi, en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skikkar í eftirlitslausa umgengni við gerandann og áfellist móðurina sérstaklega fyrir að greina frá ofbeldinu. Skaðinn af vandlætingunni í samfélaginu gagnvart konum sem segja frá ofbeldi er áþreifanlegur í lífi barna og mæðra með ákvörðun sýslumanna og dómstóla eins og samtökin Líf án ofbeldis og talsfólk þeirra hefur reynt með öllum ráðum að koma á framfæri. Gabríela er formaður samtakanna Líf án ofbeldis og Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mál Þóris Sæmundssonar Ríkisútvarpið Kynferðisofbeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Sjá meira
„Þú segir að þolendur upplifi að þeim sé ekki trúað, ég held að við séum komin það langt að það bara virkar ekki þannig lengur“ segir Þóra Arnórsdóttir ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks á ríkisrekna fjölmiðlinum RÚV í viðtali við Karlmennskuna í kjölfar umdeilds þáttar sem sýndur var í síðustu viku. Við þessi orð staldra þolendur ofbeldis í nánum samböndum, konur og uppkomin börn. Mæðrum og börnum þeirra er ekki trúað af kerfinu þegar feður hafa beitt börnin og mæður þeirra ofbeldi og mæðrum er gert ókleift af yfirvöldum að vernda börn sín. Börnum, sem segja frá ofbeldi foreldris, er ekki trúað af yfirvöldum og uppkomin börn þurfa oft að slíta tengsl við stóran hluta ef ekki alla fjölskyldu sína, til þess að geta lifað af, vegna þess að þeim er ekki trúað. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem RÚV birtir efni frá einhliða sjónarhorni skaðlegu þolendum ofbeldis sem er til þess fallið að ýta enn frekar undir að þeim sé ekki trúað. Í apríl 2017 var þáttur á dagskrá, auglýstur á Facebook- síðu Kveiks þar sem umfjöllunarefnið var „foreldraútilokun sem alvarlegt ofbeldisbrot“. Þóra Arnórsdóttir stýrði þættinum þar sem burðarbitinn er viðtal við Maríu Júlíu Rúnarsdóttur lögfræðing sem titluð var við tilefnið, sérfræðingur í barnarétti. María sem hefur beitt sér af hörku fyrir því að umgengnistálmanir verði gerðar refsiverðar er jafnframt einhver ötulasti talsmaður kenningarinnar um svokallað „foreldrafirringarheilkenni“ á Íslandi, um að tálmun á umgengni sé foreldraútilokun og jafngildi í sjálfu sér ofbeldi gegn barni. Tilefni umfjöllunar á RÚV var ráðstefna á vegum Félags um foreldrajafnrétti og Börnin okkar, þrýstihópa umgengnisforeldra, sem hafa um árabil hvatt til þess að takmarkanir á umgengni séu skilgreindar sem ofbeldi. Þegar þingmenn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fyrst fram frumvarp til Alþingis um að brot forsjárforeldris gegn umgengnisrétti ætti að varða við allt að fimm ára fangelsisvist, var haft eftir Maríu Júlíu Rúnarsdóttur þáverandi héraðsdómslögmanni og núverandi sýslumannsfulltrúa: „Þetta er mjög jákvæð breyting ef hún verður samþykkt því tálmun er andlegt ofbeldi“. Þetta kaldranalega viðhorf dregur upp ranga mynd af stöðu mála sem langflest varða ofbeldi í fjölskyldum, og gefur í skyn að takmörkun á umgengni sé á einhvern hátt sambærilegt við að beita barn kynferðis- eða heimilisofbeldi. Ýtir það frekar undir samúð með gerendum ofbeldis og málar þolendur upp sem gerendur. Að kalla það rannsóknarblaðamennsku að fjalla einhliða um foreldraútilokun sem meint ofbeldi mæðra gegn börnum sínum, er eitthvað sem stenst ekki eina leit á google. Framsetning þáttarins var frá sjónarhorni sem kokgleypir við hugmyndafræði sem hefur víðast verið sett í flokk rusl- vísinda af fræðafólki og verið hafnað af öllum leiðandi samtökum innan geðlæknisfræði, sálfræði og læknisfræði á Vesturlöndum vegna vöntunar á raunprófunum eða klínískum athugunum sem styðja kenninguna. Viðmælandi þáttarins, María Júlía, hefur engu að síður staðhæft að foreldrafirring sé alvarlegt vandamál á Íslandi og hefur skrifað meistaraprófsritgerð í lögfræði þar sem hún leggur tálmun á umgengni að jöfnu við foreldrafirringu. Hugmyndafræði sem ýtir undir neikvæðar staðalímyndir af konum og er réttnefnd kvenhaturskenning, var framreidd fyrir landsmenn á RÚV sem viðtekin staðreynd. Það sem ekki kom fram í þættinum var, að vissulega hefur hugtakinu verið beitt af meðferðaraðilum og lögmönnum, oftast til fulltingis gerendum og kenningunni til brautargengis sem þungamiðju í ákvörðun fjölskyldu- og barnaréttar. Það kom heldur ekki fram að niðurstaða þess er slóð eyðileggingar og óréttlætis, jafnvel þó að varað sé við notkun þessarar hugmyndafræði í lögskýringum með íslenskum barnalögum. Dagskrárgerðarfólk Kveiks, áður fréttaskýringaþáttar Kastljóss, hefur ekki sýnt áhuga á að skoða sjónarhorn þolenda heimilisofbeldis sem orðið hafa fyrir barðinu á þessum kvenhaturshugmyndum sem haldið var á lofti sem sannindum, þrátt fyrir að leitað hafi verið til þeirra. Ritstjórn Kveiks virðist til að mynda ekki telja eiga erindi í þáttinn mál barna sem segja frá kynferðisbrotum föður gegn þeim, staðfest í Barnahúsi, en Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu skikkar í eftirlitslausa umgengni við gerandann og áfellist móðurina sérstaklega fyrir að greina frá ofbeldinu. Skaðinn af vandlætingunni í samfélaginu gagnvart konum sem segja frá ofbeldi er áþreifanlegur í lífi barna og mæðra með ákvörðun sýslumanna og dómstóla eins og samtökin Líf án ofbeldis og talsfólk þeirra hefur reynt með öllum ráðum að koma á framfæri. Gabríela er formaður samtakanna Líf án ofbeldis og Sigrún Sif er talskona og í stjórn samtakanna.
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar