„Geggjað að koma til baka eftir barnsburð og detta svona vel í gang“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2021 09:01 Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir með dóttur sína, Sylvíu Líf, sem er að sjálfsögðu í sparifötunum. vísir/vilhelm Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór fyrir HK þegar liðið vann góðan sigur á Stjörnunni, 34-28, í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Hún eignaðist barn í júní en var fljót að koma til baka og hefur sjaldan eða aldrei spilað jafn vel og síðustu leikjum. Valgerður skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í sigrinum á Stjörnunni í Kórnum og gaf þrjár stoðsendingar. HK hefur náð í fimm stig í síðustu þremur leikjum og er í 5. sæti Olís-deildarinnar. „Þetta byrjaði að malla eftir 10-15 mínútur og endaði nokkuð örugglega þótt þær hafi minnkað muninn í eitt mark í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og sigldum þessu heim,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi í gær. „Vörnin og markvarslan voru lykilþátturinn í þessum leik eins og í flestum okkar leikjum. Vörnin hefur verið okkar sterka vopn á tímabilinu og núna höfum við náð að tengja sóknina við. Magga [Margrét Ýr Björnsdóttir] var svo frábær í markinu og vörnin var mjög góð.“ Unnu vel úr aðstæðum HK skoraði 34 mörk í leiknum og var með rétt tæplega sjötíu prósent skotnýtingu. Góður sóknarleikur HK-inga er eftirtektarverður í ljósi þess að hornamennirnir Sigríður Hauksdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir voru fjarverandi og HK er ekki með örvhenta skyttu innan sinna raða. „Við þurftum að vinna út frá því að missa Tinnu í vikunni og Siggu í upphafi tímabils. Þetta var nokkuð sterkt án þeirra tveggja. Það kemur maður í manns stað inn í þær stöður,“ sagði Valgerður. Valgerður er næstmarkahæsti leikmaður HK á tímabilinu með 26 mörk.vísir/vilhelm Sem fyrr sagði átti hún stórleik og fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. „Það er aldrei leiðinlegt að eiga svona toppleiki í Kórnum,“ sagði Valgerður sem lék einnig stórvel í jafnteflinu gegn Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs í síðustu umferð, 26-26. Þar skoraði hún sjö mörk úr tíu skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Í síðustu tveimur leikjum hefur Valgerður því skorað samtals sautján mörk í 21 skoti og gefið sjö stoðsendingar. „Það er geggjað að koma til baka eftir barnsburð og detta svona vel í gang. Þetta er allt að koma,“ sagði Valgerður. Á undan áætlun Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júní og var mætt aftur á völlinn þegar tímabilið hófst í september. Valgerður segist ekki hafa búist við að koma jafn fljótt til baka og raunin var. Foreldrar Sylvíu Lífar eru bæði handboltafólk.vísir/vilhelm „Í hreinskilni sagt ekki. Ég ákvað í samráði við Harra [Halldór Harra Kristjánsson, þjálfara HK] að ég fengi minn tíma. Maður veit aldrei hvernig maður kemur til baka eftir meðgöngu og fæðingu. Við stefndum á að ég kæmi til baka eftir landsleikjahléið í byrjun október. Það var markmiðið. Þetta er allt að smella og þol og styrkur að aukast,“ sagði Valgerður sem spilaði óvenju mikla vörn í leiknum gegn Stjörnunni. Bað þjálfarann að kanna lífsmarkið „Ég hef aðallega spilað sóknina en þegar við misstum Tinnu þurftum við að leysa vörnina einhvern veginn. Fyrir leik sagði ég við að Harra að hnippa í mig inn á milli til að athuga hvort ég væri enn með lífsmarki fyrst ég átti líka að spila vörn. En það gekk ljómandi vel og svo fær maður alltaf aukakraft í svona hörkuleik.“ HK-ingar ætla að vera meðal sex efstu liða Olís-deildarinnar.vísir/bára HK endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og þurfti að fara í umspil um að halda sér í deildinni. HK-ingar stefna ofar í vetur og ætla sér í úrslitakeppnina. „Markmiðið er að komast í sex liða úrslitakeppnina og það er stefnan. Við erum á góðu róli og að fá stig úr leikjum sem við bjuggumst kannski við, eins og gegn KA/Þór. Það gefur alltaf aukakraft,“ sagði Valgerður. Deildin sterkari HK átti mjög gott tímabil 2019-20 og var í 4. sæti þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Á síðasta tímabili gekk ekki jafn vel þótt lið HK hafi ekki verið verr mannað en tímabilið á undan. Valgerður og stöllur hennar í HK mæta botnliði Aftureldingar í næstu umferð Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm „Það komu fullt af leikmönnum heim úr atvinnumennsku og deildin styrkist mikið við það og svo féllu hlutirnir ekki með okkur eins og tímabilið á undan,“ sagði Valgerður. Ennþá skemmtilegra þegar maður kom til baka Hún er uppalin HK-ingur og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hún tók sér þó tveggja ára hlé frá handbolta þegar hún stundaði meistaranám í verkfræði í Danmörku. Valgerður bjó þá í Malmö ásamt sambýlismanni sínum Leó Snæ Péturssyni sem spilaði með handboltaliði borgarinnar. „Ég lék mér með einhverju þriðju deildarliði seinna árið mitt úti en annars spilaði ég ekki neitt. Þetta var fín pása, gera eitthvað annað, og svo fannst manni þetta ennþá skemmtilegra þegar maður kom til baka,“ sagði Valgerður sem sneri aftur heim 2017. Hún fór þá aftur í HK en Leó, sem er einnig uppalinn HK-ingur, til Stjörnunnar. Valgerður hóf störf hjá Landsvirkjun eftir heimkomuna sem sérfræðingur í eignastýringu og snýr aftur þangað í febrúar eftir fæðingarorlof. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna HK Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Valgerður skoraði tíu mörk úr ellefu skotum í sigrinum á Stjörnunni í Kórnum og gaf þrjár stoðsendingar. HK hefur náð í fimm stig í síðustu þremur leikjum og er í 5. sæti Olís-deildarinnar. „Þetta byrjaði að malla eftir 10-15 mínútur og endaði nokkuð örugglega þótt þær hafi minnkað muninn í eitt mark í seinni hálfleik. Við héldum alltaf áfram og sigldum þessu heim,“ sagði Valgerður í samtali við Vísi í gær. „Vörnin og markvarslan voru lykilþátturinn í þessum leik eins og í flestum okkar leikjum. Vörnin hefur verið okkar sterka vopn á tímabilinu og núna höfum við náð að tengja sóknina við. Magga [Margrét Ýr Björnsdóttir] var svo frábær í markinu og vörnin var mjög góð.“ Unnu vel úr aðstæðum HK skoraði 34 mörk í leiknum og var með rétt tæplega sjötíu prósent skotnýtingu. Góður sóknarleikur HK-inga er eftirtektarverður í ljósi þess að hornamennirnir Sigríður Hauksdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir voru fjarverandi og HK er ekki með örvhenta skyttu innan sinna raða. „Við þurftum að vinna út frá því að missa Tinnu í vikunni og Siggu í upphafi tímabils. Þetta var nokkuð sterkt án þeirra tveggja. Það kemur maður í manns stað inn í þær stöður,“ sagði Valgerður. Valgerður er næstmarkahæsti leikmaður HK á tímabilinu með 26 mörk.vísir/vilhelm Sem fyrr sagði átti hún stórleik og fékk tíu í einkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. „Það er aldrei leiðinlegt að eiga svona toppleiki í Kórnum,“ sagði Valgerður sem lék einnig stórvel í jafnteflinu gegn Íslands- og bikarmeisturum KA/Þórs í síðustu umferð, 26-26. Þar skoraði hún sjö mörk úr tíu skotum og gaf fjórar stoðsendingar. Í síðustu tveimur leikjum hefur Valgerður því skorað samtals sautján mörk í 21 skoti og gefið sjö stoðsendingar. „Það er geggjað að koma til baka eftir barnsburð og detta svona vel í gang. Þetta er allt að koma,“ sagði Valgerður. Á undan áætlun Hún eignaðist sitt fyrsta barn í júní og var mætt aftur á völlinn þegar tímabilið hófst í september. Valgerður segist ekki hafa búist við að koma jafn fljótt til baka og raunin var. Foreldrar Sylvíu Lífar eru bæði handboltafólk.vísir/vilhelm „Í hreinskilni sagt ekki. Ég ákvað í samráði við Harra [Halldór Harra Kristjánsson, þjálfara HK] að ég fengi minn tíma. Maður veit aldrei hvernig maður kemur til baka eftir meðgöngu og fæðingu. Við stefndum á að ég kæmi til baka eftir landsleikjahléið í byrjun október. Það var markmiðið. Þetta er allt að smella og þol og styrkur að aukast,“ sagði Valgerður sem spilaði óvenju mikla vörn í leiknum gegn Stjörnunni. Bað þjálfarann að kanna lífsmarkið „Ég hef aðallega spilað sóknina en þegar við misstum Tinnu þurftum við að leysa vörnina einhvern veginn. Fyrir leik sagði ég við að Harra að hnippa í mig inn á milli til að athuga hvort ég væri enn með lífsmarki fyrst ég átti líka að spila vörn. En það gekk ljómandi vel og svo fær maður alltaf aukakraft í svona hörkuleik.“ HK-ingar ætla að vera meðal sex efstu liða Olís-deildarinnar.vísir/bára HK endaði í 7. sæti Olís-deildarinnar á síðasta tímabili og þurfti að fara í umspil um að halda sér í deildinni. HK-ingar stefna ofar í vetur og ætla sér í úrslitakeppnina. „Markmiðið er að komast í sex liða úrslitakeppnina og það er stefnan. Við erum á góðu róli og að fá stig úr leikjum sem við bjuggumst kannski við, eins og gegn KA/Þór. Það gefur alltaf aukakraft,“ sagði Valgerður. Deildin sterkari HK átti mjög gott tímabil 2019-20 og var í 4. sæti þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Á síðasta tímabili gekk ekki jafn vel þótt lið HK hafi ekki verið verr mannað en tímabilið á undan. Valgerður og stöllur hennar í HK mæta botnliði Aftureldingar í næstu umferð Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm „Það komu fullt af leikmönnum heim úr atvinnumennsku og deildin styrkist mikið við það og svo féllu hlutirnir ekki með okkur eins og tímabilið á undan,“ sagði Valgerður. Ennþá skemmtilegra þegar maður kom til baka Hún er uppalin HK-ingur og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hún tók sér þó tveggja ára hlé frá handbolta þegar hún stundaði meistaranám í verkfræði í Danmörku. Valgerður bjó þá í Malmö ásamt sambýlismanni sínum Leó Snæ Péturssyni sem spilaði með handboltaliði borgarinnar. „Ég lék mér með einhverju þriðju deildarliði seinna árið mitt úti en annars spilaði ég ekki neitt. Þetta var fín pása, gera eitthvað annað, og svo fannst manni þetta ennþá skemmtilegra þegar maður kom til baka,“ sagði Valgerður sem sneri aftur heim 2017. Hún fór þá aftur í HK en Leó, sem er einnig uppalinn HK-ingur, til Stjörnunnar. Valgerður hóf störf hjá Landsvirkjun eftir heimkomuna sem sérfræðingur í eignastýringu og snýr aftur þangað í febrúar eftir fæðingarorlof. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna HK Mest lesið Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira