Að því er kemur fram í tilkynningu á vef Kennarasambands Íslands sneri bilunin að því að félagsmenn áttu erfitt með að komast inn á Mínar síður og því ákvað kjörstjórn KÍ í dag að lengja tímann sem félagsmenn geta kosið.
Kosningakerfið er nú komið í lag en áfram má gera ráð fyrir að kerfið virki hægt. Er því beint til félagsmanna sem gengur illa að greiða atkvæði að reyna aftur síðar.
Fjögur eru í framboði til formanns KÍ en Ragnar Þór Pétursson, núverandi formaður Kennarasambands Íslands, sækist ekki eftir endurkjöri. Atkvæðagreiðsla hófst síðastliðinn þriðjudag og á hádegi í dag var kjörsókn 48,45 prósent.