Allir leikir í efstu deildum í beinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. nóvember 2021 12:17 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar, og Orri Hlöðversson, formaður ÍTF, undirrita hér samninginn. Íslenskur Toppfótbolti, ÍTF, og Sýn hafa skrifað undir tímamótasamning sem gildir til næstu fimm ára. Næsta sumar munu allir 252 leikirnir í efstu deildum karla og kvenna verða aðgengilegir í beinni útsendingu í gegnum miðla Sýnar. Einnig er í fyrsta skipti greitt sérstaklega fyrir útsendingarrétt frá efstu deild kvenna. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu ÍTF og Sýnar: TÍMAMÓTASAMNINGUR UM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum karla og kvenna, og fjölmiðlafyrirtækið SÝN hafa gert með sér samning um upptökur, útsendingar og almenna umfjöllun varðandi eftstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu næstu fimm (5) árin, frá 2022 til ársins 2026. Samningurinn markar tímamót í nánu samstarfi aðilanna sem hefur staðið óslitið frá árinu 1997. Í kjölfarið á nýju mótafyrirkomulagi efstu deildar karla (fjölgun leikja úr 132 í 162 með úrslitakeppni sex efstu og sex neðstu liða deildarinnar) og lengingu keppnistímabilsins (frá apríl til október ár hvert) hefur ÍTF sett af stað fjölmörg verkefni sem eiga að auka áhuga á og ýta undir umfjöllun um íslenska knattspyrnu. Nægir að nefna nýgerðan samning við stærstu íþróttastreymisveitur heims um útsendingar utan Íslands og í farvatninu eru ýmis önnur verkefni sem munu gjörbreyta ásýnd boltans. Ta.m. stendur til að breyta nafni og merki efstu deildar og gefa í varðandi allt markaðsstarf. Þá verður samstarfsaðilum gert hátt undir höfði með samræmdu útliti og þannig í öllu færa boltann nær því sem þekkist í nágrannalöndunum. SÝN og allir miðlar samasteypunnar taka höndum saman um að lyfta íslenskri knattspyrnu á þann sess sem hún verðskuldar. Í fyrsta skipti er greitt sérstaklega fyrir útsendingarétt frá efstu deild kvenna, allir 252 leikir karla og kvenna verða gerðir aðgengilegir í beinum útsendingum miðla SÝNAR. Þá verður það tryggt að íslenskir áskrifendur SÝNAR geta horft á leiki hvar sem þeir eru staddir í heiminum. „Við erum afskaplega ánægð með þann óbilandi áhuga og metnað sem SÝN hefur varðandi íslenskan fótbolta og þessi samningur færir okkur nær þeim stalli sem við teljum okkur eiga að vera á. Hér er sameiginlegt átak framundan og fjölmörg spennandi tækifæri til að taka enn fleiri risaskref fram á við,” sagði Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. við undirritunina. „Við erum stolt af samstarfinu. Við gerum okkar besta til að svala þorsta áhugamanna um íslenskar íþróttir. Þær eru langskemmtilegastar,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira
Næsta sumar munu allir 252 leikirnir í efstu deildum karla og kvenna verða aðgengilegir í beinni útsendingu í gegnum miðla Sýnar. Einnig er í fyrsta skipti greitt sérstaklega fyrir útsendingarrétt frá efstu deild kvenna. Hér að neðan má sjá yfirlýsingu ÍTF og Sýnar: TÍMAMÓTASAMNINGUR UM ÍSLENSKA KNATTSPYRNU Íslenskur Toppfótbolti (ÍTF), sem eru hagsmunasamtök félaga í tveimur efstu deildum karla og kvenna, og fjölmiðlafyrirtækið SÝN hafa gert með sér samning um upptökur, útsendingar og almenna umfjöllun varðandi eftstu deildir karla og kvenna á Íslandsmótinu í knattspyrnu næstu fimm (5) árin, frá 2022 til ársins 2026. Samningurinn markar tímamót í nánu samstarfi aðilanna sem hefur staðið óslitið frá árinu 1997. Í kjölfarið á nýju mótafyrirkomulagi efstu deildar karla (fjölgun leikja úr 132 í 162 með úrslitakeppni sex efstu og sex neðstu liða deildarinnar) og lengingu keppnistímabilsins (frá apríl til október ár hvert) hefur ÍTF sett af stað fjölmörg verkefni sem eiga að auka áhuga á og ýta undir umfjöllun um íslenska knattspyrnu. Nægir að nefna nýgerðan samning við stærstu íþróttastreymisveitur heims um útsendingar utan Íslands og í farvatninu eru ýmis önnur verkefni sem munu gjörbreyta ásýnd boltans. Ta.m. stendur til að breyta nafni og merki efstu deildar og gefa í varðandi allt markaðsstarf. Þá verður samstarfsaðilum gert hátt undir höfði með samræmdu útliti og þannig í öllu færa boltann nær því sem þekkist í nágrannalöndunum. SÝN og allir miðlar samasteypunnar taka höndum saman um að lyfta íslenskri knattspyrnu á þann sess sem hún verðskuldar. Í fyrsta skipti er greitt sérstaklega fyrir útsendingarétt frá efstu deild kvenna, allir 252 leikir karla og kvenna verða gerðir aðgengilegir í beinum útsendingum miðla SÝNAR. Þá verður það tryggt að íslenskir áskrifendur SÝNAR geta horft á leiki hvar sem þeir eru staddir í heiminum. „Við erum afskaplega ánægð með þann óbilandi áhuga og metnað sem SÝN hefur varðandi íslenskan fótbolta og þessi samningur færir okkur nær þeim stalli sem við teljum okkur eiga að vera á. Hér er sameiginlegt átak framundan og fjölmörg spennandi tækifæri til að taka enn fleiri risaskref fram á við,” sagði Orri Hlöðversson, formaður ÍTF. við undirritunina. „Við erum stolt af samstarfinu. Við gerum okkar besta til að svala þorsta áhugamanna um íslenskar íþróttir. Þær eru langskemmtilegastar,“ sagði Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Sjá meira