Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 8. nóvember 2021 12:09 Atvikið átti sér stað þann 16. desember í fyrra. skjáskot/ja.is Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun. Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira
Atvikið, sem um ræðir, átti sér stað þann 16. desember í fyrra. Móðirin segist hafa orðið vitni að því þegar starfsmaður skólans greip um hendur níu ára dóttur hennar, keyrði þær aftur fyrir bak og sneri hana niður með andlitið í gólfið og hélt henni þar í nokkurn tíma. Ástæðan var sú að hún hafði klórað út í loftið í átt að honum en hún er greind með ADHD. Móðirin lagði fram kærur á hendur starfsmanninum stuttu síðar og er dóttir hennar komin með réttargæslumann í málið. „Hvíldarherbergið" lítið og gluggalaust Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur staðfest að lögregla hafi mál af þessum toga til rannsóknar en vill þó ekki svara því hvort þar sé um Gerðaskóla að ræða, eins og fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir. Móðirin hefur einnig lagt fram kæru gegn skólanum sjálfum fyrir að hafa lokað dóttur sína inni í, því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi“ og neitað að hleypa henni út. Það hafi allt verið gert án vitundar foreldra hennar. Umrætt „hvíldarherbergi“ er þó aðeins pínulítið og gluggalaust rými með einum grjónapoka sem hægt er að leggjast á. Móðirin segir það síður en svo róandi umhverfi fyrir nokkurn, sérstaklega þegar börnin eru lokuð þar inni og neitað um útgöngu, og líkir herberginu við einangrunarherbergi í fangelsi. Í svari lögreglunnar til fréttastofu segir að rannsókn málsins sé ekki enn lokið og að ekki sé hægt að segja með vissu hvenær það verði. Móðirin furðar sig á því hve langan tíma rannsóknin hefur tekið. Kæran var lögð fram í lok síðasta árs og fór dóttir hennar snemma í skýrslutöku hjá Barnahúsi vegna málsins. Þar segist stelpan margoft áður hafa verið beitt ofbeldi af starfsmönnum skólans og jafnvel að tekið hafi verið um hendur og fætur hennar og hún dregin gegn vilja sínum inn í umrætt hvíldarherbergi. Hún hefur, að sögn móðurinnar, nýlega verið greind með depurð og áfallastreituröskun.
Grunnskólar Suðurnesjabær Ofbeldi gegn börnum Skóla - og menntamál Réttindi barna Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sjá meira