Gísli opnaði sig um sjaldgæfan taugasjúkdóm sinn Stefán Árni Pálsson skrifar 8. nóvember 2021 11:31 Gísli Einarsson var gestur Fannars Sveinssonar í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi. Sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson glímir við sjaldgæfan taugasjúkdóm. Þetta kom fram í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi. Þar fylgdi Fannar Sveinsson eftir þeim Sveindísi Jane, Kristjáni Kristjánssynion auk Gísla í verkefnum þeirra á stóra sviðinu. Sveindís Jane er atvinnumaður í knattspyrnu, KK einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og Gísli Einarsson fjölmiðlamaður sem kemur reglulega fram sem veislustjóri. Í þættinum sagði Gísli frá taugasjúkdómi sem hann hefur verið að glíma við síðastliðin ár. „Heilsan er það sem ég hef minnst áhuga á að tala um en ég náði mér í taugasjúkdóm sem er mjög sjaldgæfur,“ segir Gísli og heldur áfram. „Skammstöfunin er PAF sem á íslensku stendur fyrir hrein bilun í ósjálfráða taugakerfinu og hefur áhrif á blóðþrýstinginn. Ég er með lágan blóðþrýsting á meðan flestir mínir starfsfélagar og kollegar eru með of háan. Hjá mér lækkar hann við áreynslu og ég tek lyf við þessu og er ég sérstökum sokkum sem ná upp í nára.“ Gísli segist einu sinni hafa lent í því að hafa fallið í yfirlið á miðri skemmtun vegna sjúkdómsins. „Þegar ég kem inn í hús flýtti ég mér óþægilega mikið úr bílnum. Svo kem ég inn og svo ranka ég við mér þar sem ég ligg á gólfinu og í fanginu á fimmtíu kílóa konu sem hafði gripið mig. Svo fékk ég mér bara vatnsglas og var fínn á eftir.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Opnaði sig um sjaldgæfan taugasjúkdóm sinn Eftir að þátturinn fór í loftið í gærkvöldi skrifaði Gísli sjálfur pistil á Facebook þar sem hann útskýrir sjúkdóm sinn enn frekar. Þar sagði hann tímabært að útskýrt fyrir fólki hvers vegna hann þurfi að styðja sig við ljósastaura, standi með krosslagða fætur eða líti út fyrir að vera í annarlegu ástandi. Fólk sé að spyrja fjölskyldu hans og vini út í þetta og því ágætt að segja hvernig í málinu liggur. Hann leggur áherslu á að sjúkdómurinn sé ekki sérstaklega alvarlegur en þó íþyngjandi á köflum. Færsla Gísla á Facebook Til upplýsingar og útskýringar Ágætu vinir. Það umræðuefni sem ég er allajafna hvað minnst spenntur fyrir er heilsufar fólks. Sérstaklega míns eigins! Að því sögðu ákvað ég að gera einmitt það að umtalsefni þegar vinur minn Fannar Sveinsson, sjónvarpströll, kom í heimsókn til mín á dögunum með sinn flotta sjónvarpsþátt, Framkomu. Annarsvegar fannst mér að þessi góði drengur ætti skilið eitthvað pínu bitastætt í þáttinn sinn ( sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar er ég ásamt ekki ómerkari fólki en knattspyrnustjörnunni Sveindís Jane og sjálfum KK! Meiriháttar heiður!) Í öðru lagi fannst mér tímabært að útskýra það fyrir þeim sem til hafa séð af hverju ég er að styðja mig við ljósastaura vítt og breytt um landið, af hverju ég stend iðulega með krosslagðar fætur, eins og ég sé að míga á mig, af hverju ég er stundum húkandi í keng á almanna færi, af hverju ér er einstaka sinnum við það að hníga í ómegin og af hverju ég lít stundum út fyrir að vera í annarlegu ástandi. (þó ég reyni að fela það eins og hægt er) Að vísu hafa ekkert mjög margir kunnað við að spurja mig út í þetta sjálfan. Því fleiri hafa hinsvegar spurt fjölskyldumeðlimi, vini mína og samstarfsfólk. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram það sem að mér amar er ekkert sérstaklega alvarlegt, (og þar með er ég búinn að eyðileggja spennuna og kannski ekki margir sem nenna þá að lesa lengra) en vissulega býsna íþyngjandi á köflum. Fyrir sléttum þremur árum var ég greindur með afar sjaldgæfan taugasjúkdóm. (sem er vissulega meira töff en að vera með einhvern algengan almannasjúkdóm!) Í þrjú ár þar á undan hafði ég farið í allskonar rannsóknir hjá helstu sérfræðingum landsins í öllum helstu sjúkdómum landsins og kann ég heilbrigðiskerfinu miklar þakkir fyrir góða þjónustu og þrautsegju. Þegar búið var að útiloka alla mögulega sjúkdóma sat eftir þessi taugasjúkdómur sem heitir PAF (Pure Autonomic Failure) Sjúkdómseinkennin lýsa sér þannig að blóðþrýstingurinn er alla jafna frekar lágur. Það sem verra er að hann lækkar við áreynslu, öfugt við það sem eðlilegt er. M.ö.o. ef ég stend upp þá lækkar þrýsingurinn og eins ef ég fer hratt af stað eða geng upp brekku o.s.frv. Sem dæmi þá getur þrýstingurinn lækkað úr t.d. 120, í efri mörkum, niður í 70 bara við það að standa upp. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég stend stundum með krosslagðar fætur, en með slíkum teygjum er hægt að hýfa þrýstinginn aðeins upp þegar ég verð máttlaus í skrokknum útaf blóðþrýstingsfalli. Eins eru það ósjálfráð viðbrögð að beygja sig niður þegar þrýstingurinn lækkar of mikið. Það endar hinsvegar alltaf með því að blóðþrýstingurinn hækkar aftur. Þessvegna get ég gengið endalaust, sérstaklega á jafnsléttu, það er bara fyrsti kílómeterinn (eða tveir eða þrír) sem er erfiður. Jú, það er reyndar erfitt að fara upp brekkurnar en þá fer ég bara hægar. Sem dæmi þá gekk ég 120 kílomera á sex dögum í Rínardalnum í haust. Það var alveg erfitt á köflum en ég komst þangað sem ég ætlaði mér og fer ekki fram á annnað. Það er ekki til lækning við þessum sjúkdómi (það er ekki nema einn af hverjum milljón sem fær þetta þannig að markaðurinn fyrir lækningu er ekki mikill). Leiðir til að vinna á sjúkdómseinkennum eru blóðþrýstingshækkandi lyf (sem virka ekkert sérlega vel) og allskonar húsráð, s.s. að borða lakkrís, salt og drekka mikið af sterku kaffi. (sem er frábært!) Sömuleiðis að drekka sem mest af vatni (sem er ekki eins frábært) Að auki þá geng ég núna alla daga í teygjusokkum (flugsokkum) sem hjálpa mikið til að hýfa upp blóðþrýstinginn. Ég ítreka að þetta er ekki lífshættulegur sjúkdómur (það getur verið að lífslíkurnar minnki eitthvað en ég reikna þá með að það verði hvort eð er leiðinlegasti hluti ævinnar sem styttist). Þetta er vissulega íþyngjandi og ég get t.d. ekki hlaupið. Ég get þessvegna ekki spilað fótbolta eða körfubolta, sem ég sakna. Ég reikna samt ekki með að neinn annar sakni mín af fótbolta- eða körfuboltavellinum! Það sem skiptir mig hinvegar miklu máli að ég get áfram sinnt minni atvinnu og aukavinnum. Ég þarf kannski stundum að hafa aðeins meira fyrir því en áður. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég get notið þess að leika mér með minni fínu fjölskyldu og vinum og sinna ýmsum skemmtilegum áhugamálum. Það er fullt af fólki þarna úti sem er þjakað af sjúkdómum og þarf virkilega að hafa fyrir lífinu. Ég er ekki einn af þeim. Ég þarf þessvegna ekki á vorkunn að halda og er ekki að biðja um slíkt. Sem fyrr segir fannst mér bara ástæða að útskýra af hverju ég er eins og ég er! Ég geri mér samt grein fyrir að það er örugglega ekki það sem allir landsmenn eru að velta fyrir sér, dags daglega. Þeir sem hafa velt því fyrir sér af hverju ég er eins og ég er, og hafa áhuga á að vita það, hafa hér með fengið svarið. Allir hinir, sem engan áhuga höfðu á þessari vitneskju, hafa vonandi ekki slysast til að lesa þetta. Kærleikskveðja Framkoma Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira
Sveindís Jane er atvinnumaður í knattspyrnu, KK einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar og Gísli Einarsson fjölmiðlamaður sem kemur reglulega fram sem veislustjóri. Í þættinum sagði Gísli frá taugasjúkdómi sem hann hefur verið að glíma við síðastliðin ár. „Heilsan er það sem ég hef minnst áhuga á að tala um en ég náði mér í taugasjúkdóm sem er mjög sjaldgæfur,“ segir Gísli og heldur áfram. „Skammstöfunin er PAF sem á íslensku stendur fyrir hrein bilun í ósjálfráða taugakerfinu og hefur áhrif á blóðþrýstinginn. Ég er með lágan blóðþrýsting á meðan flestir mínir starfsfélagar og kollegar eru með of háan. Hjá mér lækkar hann við áreynslu og ég tek lyf við þessu og er ég sérstökum sokkum sem ná upp í nára.“ Gísli segist einu sinni hafa lent í því að hafa fallið í yfirlið á miðri skemmtun vegna sjúkdómsins. „Þegar ég kem inn í hús flýtti ég mér óþægilega mikið úr bílnum. Svo kem ég inn og svo ranka ég við mér þar sem ég ligg á gólfinu og í fanginu á fimmtíu kílóa konu sem hafði gripið mig. Svo fékk ég mér bara vatnsglas og var fínn á eftir.“ Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins. Klippa: Opnaði sig um sjaldgæfan taugasjúkdóm sinn Eftir að þátturinn fór í loftið í gærkvöldi skrifaði Gísli sjálfur pistil á Facebook þar sem hann útskýrir sjúkdóm sinn enn frekar. Þar sagði hann tímabært að útskýrt fyrir fólki hvers vegna hann þurfi að styðja sig við ljósastaura, standi með krosslagða fætur eða líti út fyrir að vera í annarlegu ástandi. Fólk sé að spyrja fjölskyldu hans og vini út í þetta og því ágætt að segja hvernig í málinu liggur. Hann leggur áherslu á að sjúkdómurinn sé ekki sérstaklega alvarlegur en þó íþyngjandi á köflum. Færsla Gísla á Facebook Til upplýsingar og útskýringar Ágætu vinir. Það umræðuefni sem ég er allajafna hvað minnst spenntur fyrir er heilsufar fólks. Sérstaklega míns eigins! Að því sögðu ákvað ég að gera einmitt það að umtalsefni þegar vinur minn Fannar Sveinsson, sjónvarpströll, kom í heimsókn til mín á dögunum með sinn flotta sjónvarpsþátt, Framkomu. Annarsvegar fannst mér að þessi góði drengur ætti skilið eitthvað pínu bitastætt í þáttinn sinn ( sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar er ég ásamt ekki ómerkari fólki en knattspyrnustjörnunni Sveindís Jane og sjálfum KK! Meiriháttar heiður!) Í öðru lagi fannst mér tímabært að útskýra það fyrir þeim sem til hafa séð af hverju ég er að styðja mig við ljósastaura vítt og breytt um landið, af hverju ég stend iðulega með krosslagðar fætur, eins og ég sé að míga á mig, af hverju ég er stundum húkandi í keng á almanna færi, af hverju ér er einstaka sinnum við það að hníga í ómegin og af hverju ég lít stundum út fyrir að vera í annarlegu ástandi. (þó ég reyni að fela það eins og hægt er) Að vísu hafa ekkert mjög margir kunnað við að spurja mig út í þetta sjálfan. Því fleiri hafa hinsvegar spurt fjölskyldumeðlimi, vini mína og samstarfsfólk. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram það sem að mér amar er ekkert sérstaklega alvarlegt, (og þar með er ég búinn að eyðileggja spennuna og kannski ekki margir sem nenna þá að lesa lengra) en vissulega býsna íþyngjandi á köflum. Fyrir sléttum þremur árum var ég greindur með afar sjaldgæfan taugasjúkdóm. (sem er vissulega meira töff en að vera með einhvern algengan almannasjúkdóm!) Í þrjú ár þar á undan hafði ég farið í allskonar rannsóknir hjá helstu sérfræðingum landsins í öllum helstu sjúkdómum landsins og kann ég heilbrigðiskerfinu miklar þakkir fyrir góða þjónustu og þrautsegju. Þegar búið var að útiloka alla mögulega sjúkdóma sat eftir þessi taugasjúkdómur sem heitir PAF (Pure Autonomic Failure) Sjúkdómseinkennin lýsa sér þannig að blóðþrýstingurinn er alla jafna frekar lágur. Það sem verra er að hann lækkar við áreynslu, öfugt við það sem eðlilegt er. M.ö.o. ef ég stend upp þá lækkar þrýsingurinn og eins ef ég fer hratt af stað eða geng upp brekku o.s.frv. Sem dæmi þá getur þrýstingurinn lækkað úr t.d. 120, í efri mörkum, niður í 70 bara við það að standa upp. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég stend stundum með krosslagðar fætur, en með slíkum teygjum er hægt að hýfa þrýstinginn aðeins upp þegar ég verð máttlaus í skrokknum útaf blóðþrýstingsfalli. Eins eru það ósjálfráð viðbrögð að beygja sig niður þegar þrýstingurinn lækkar of mikið. Það endar hinsvegar alltaf með því að blóðþrýstingurinn hækkar aftur. Þessvegna get ég gengið endalaust, sérstaklega á jafnsléttu, það er bara fyrsti kílómeterinn (eða tveir eða þrír) sem er erfiður. Jú, það er reyndar erfitt að fara upp brekkurnar en þá fer ég bara hægar. Sem dæmi þá gekk ég 120 kílomera á sex dögum í Rínardalnum í haust. Það var alveg erfitt á köflum en ég komst þangað sem ég ætlaði mér og fer ekki fram á annnað. Það er ekki til lækning við þessum sjúkdómi (það er ekki nema einn af hverjum milljón sem fær þetta þannig að markaðurinn fyrir lækningu er ekki mikill). Leiðir til að vinna á sjúkdómseinkennum eru blóðþrýstingshækkandi lyf (sem virka ekkert sérlega vel) og allskonar húsráð, s.s. að borða lakkrís, salt og drekka mikið af sterku kaffi. (sem er frábært!) Sömuleiðis að drekka sem mest af vatni (sem er ekki eins frábært) Að auki þá geng ég núna alla daga í teygjusokkum (flugsokkum) sem hjálpa mikið til að hýfa upp blóðþrýstinginn. Ég ítreka að þetta er ekki lífshættulegur sjúkdómur (það getur verið að lífslíkurnar minnki eitthvað en ég reikna þá með að það verði hvort eð er leiðinlegasti hluti ævinnar sem styttist). Þetta er vissulega íþyngjandi og ég get t.d. ekki hlaupið. Ég get þessvegna ekki spilað fótbolta eða körfubolta, sem ég sakna. Ég reikna samt ekki með að neinn annar sakni mín af fótbolta- eða körfuboltavellinum! Það sem skiptir mig hinvegar miklu máli að ég get áfram sinnt minni atvinnu og aukavinnum. Ég þarf kannski stundum að hafa aðeins meira fyrir því en áður. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég get notið þess að leika mér með minni fínu fjölskyldu og vinum og sinna ýmsum skemmtilegum áhugamálum. Það er fullt af fólki þarna úti sem er þjakað af sjúkdómum og þarf virkilega að hafa fyrir lífinu. Ég er ekki einn af þeim. Ég þarf þessvegna ekki á vorkunn að halda og er ekki að biðja um slíkt. Sem fyrr segir fannst mér bara ástæða að útskýra af hverju ég er eins og ég er! Ég geri mér samt grein fyrir að það er örugglega ekki það sem allir landsmenn eru að velta fyrir sér, dags daglega. Þeir sem hafa velt því fyrir sér af hverju ég er eins og ég er, og hafa áhuga á að vita það, hafa hér með fengið svarið. Allir hinir, sem engan áhuga höfðu á þessari vitneskju, hafa vonandi ekki slysast til að lesa þetta. Kærleikskveðja
Færsla Gísla á Facebook Til upplýsingar og útskýringar Ágætu vinir. Það umræðuefni sem ég er allajafna hvað minnst spenntur fyrir er heilsufar fólks. Sérstaklega míns eigins! Að því sögðu ákvað ég að gera einmitt það að umtalsefni þegar vinur minn Fannar Sveinsson, sjónvarpströll, kom í heimsókn til mín á dögunum með sinn flotta sjónvarpsþátt, Framkomu. Annarsvegar fannst mér að þessi góði drengur ætti skilið eitthvað pínu bitastætt í þáttinn sinn ( sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld. Þar er ég ásamt ekki ómerkari fólki en knattspyrnustjörnunni Sveindís Jane og sjálfum KK! Meiriháttar heiður!) Í öðru lagi fannst mér tímabært að útskýra það fyrir þeim sem til hafa séð af hverju ég er að styðja mig við ljósastaura vítt og breytt um landið, af hverju ég stend iðulega með krosslagðar fætur, eins og ég sé að míga á mig, af hverju ég er stundum húkandi í keng á almanna færi, af hverju ér er einstaka sinnum við það að hníga í ómegin og af hverju ég lít stundum út fyrir að vera í annarlegu ástandi. (þó ég reyni að fela það eins og hægt er) Að vísu hafa ekkert mjög margir kunnað við að spurja mig út í þetta sjálfan. Því fleiri hafa hinsvegar spurt fjölskyldumeðlimi, vini mína og samstarfsfólk. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram það sem að mér amar er ekkert sérstaklega alvarlegt, (og þar með er ég búinn að eyðileggja spennuna og kannski ekki margir sem nenna þá að lesa lengra) en vissulega býsna íþyngjandi á köflum. Fyrir sléttum þremur árum var ég greindur með afar sjaldgæfan taugasjúkdóm. (sem er vissulega meira töff en að vera með einhvern algengan almannasjúkdóm!) Í þrjú ár þar á undan hafði ég farið í allskonar rannsóknir hjá helstu sérfræðingum landsins í öllum helstu sjúkdómum landsins og kann ég heilbrigðiskerfinu miklar þakkir fyrir góða þjónustu og þrautsegju. Þegar búið var að útiloka alla mögulega sjúkdóma sat eftir þessi taugasjúkdómur sem heitir PAF (Pure Autonomic Failure) Sjúkdómseinkennin lýsa sér þannig að blóðþrýstingurinn er alla jafna frekar lágur. Það sem verra er að hann lækkar við áreynslu, öfugt við það sem eðlilegt er. M.ö.o. ef ég stend upp þá lækkar þrýsingurinn og eins ef ég fer hratt af stað eða geng upp brekku o.s.frv. Sem dæmi þá getur þrýstingurinn lækkað úr t.d. 120, í efri mörkum, niður í 70 bara við það að standa upp. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég stend stundum með krosslagðar fætur, en með slíkum teygjum er hægt að hýfa þrýstinginn aðeins upp þegar ég verð máttlaus í skrokknum útaf blóðþrýstingsfalli. Eins eru það ósjálfráð viðbrögð að beygja sig niður þegar þrýstingurinn lækkar of mikið. Það endar hinsvegar alltaf með því að blóðþrýstingurinn hækkar aftur. Þessvegna get ég gengið endalaust, sérstaklega á jafnsléttu, það er bara fyrsti kílómeterinn (eða tveir eða þrír) sem er erfiður. Jú, það er reyndar erfitt að fara upp brekkurnar en þá fer ég bara hægar. Sem dæmi þá gekk ég 120 kílomera á sex dögum í Rínardalnum í haust. Það var alveg erfitt á köflum en ég komst þangað sem ég ætlaði mér og fer ekki fram á annnað. Það er ekki til lækning við þessum sjúkdómi (það er ekki nema einn af hverjum milljón sem fær þetta þannig að markaðurinn fyrir lækningu er ekki mikill). Leiðir til að vinna á sjúkdómseinkennum eru blóðþrýstingshækkandi lyf (sem virka ekkert sérlega vel) og allskonar húsráð, s.s. að borða lakkrís, salt og drekka mikið af sterku kaffi. (sem er frábært!) Sömuleiðis að drekka sem mest af vatni (sem er ekki eins frábært) Að auki þá geng ég núna alla daga í teygjusokkum (flugsokkum) sem hjálpa mikið til að hýfa upp blóðþrýstinginn. Ég ítreka að þetta er ekki lífshættulegur sjúkdómur (það getur verið að lífslíkurnar minnki eitthvað en ég reikna þá með að það verði hvort eð er leiðinlegasti hluti ævinnar sem styttist). Þetta er vissulega íþyngjandi og ég get t.d. ekki hlaupið. Ég get þessvegna ekki spilað fótbolta eða körfubolta, sem ég sakna. Ég reikna samt ekki með að neinn annar sakni mín af fótbolta- eða körfuboltavellinum! Það sem skiptir mig hinvegar miklu máli að ég get áfram sinnt minni atvinnu og aukavinnum. Ég þarf kannski stundum að hafa aðeins meira fyrir því en áður. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég get notið þess að leika mér með minni fínu fjölskyldu og vinum og sinna ýmsum skemmtilegum áhugamálum. Það er fullt af fólki þarna úti sem er þjakað af sjúkdómum og þarf virkilega að hafa fyrir lífinu. Ég er ekki einn af þeim. Ég þarf þessvegna ekki á vorkunn að halda og er ekki að biðja um slíkt. Sem fyrr segir fannst mér bara ástæða að útskýra af hverju ég er eins og ég er! Ég geri mér samt grein fyrir að það er örugglega ekki það sem allir landsmenn eru að velta fyrir sér, dags daglega. Þeir sem hafa velt því fyrir sér af hverju ég er eins og ég er, og hafa áhuga á að vita það, hafa hér með fengið svarið. Allir hinir, sem engan áhuga höfðu á þessari vitneskju, hafa vonandi ekki slysast til að lesa þetta. Kærleikskveðja
Framkoma Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Sjá meira