Durant skipti út martraðarminningu með góðum leik og góðum sigri Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. nóvember 2021 07:31 Kevin Durant með boltann í leiknum á móti Toronto Raptors en Fred VanVleet er til varnar. AP/Frank Gunn Brooklyn Nets er komið á mikið skrið í NBA-deildinni í körfubolta, Golden State Warriors heldur áfram frábærri byrjun sinni á tímabilinu en það gengur lítið sem ekkert hjá meisturum Milwaukee Bucks. Kevin Durant og James Harden áttu báðir góðan leik þegar Brooklyn Nets vann 116-103 útisigur á Toronto Raptors. Durant var með 31 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Harden skoraði 16 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var einnig með 10 fráköst og 8 stoðsendingar. KD: 31 PTS, 7 REB, 7 ASTHarden: 28 PTS, 10 REB, 8 AST@KDTrey5 and @JHarden13 put on a show to lead the @BrooklynNets to their fifth-straight win pic.twitter.com/Is8cvNTnLK— NBA (@NBA) November 7, 2021 Brooklyn liðið fékk einnig 14 stig og 11 fráköst frá Blake Griffin og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Þetta var fyrsti sigur Steve Nash sem þjálfara í sínu heimalandi en hann er kanadískur. Durant skoraði yfir tuttugu stig í tíunda leiknum í röð og bætti áfram félagsmetið yfir slíkt í byrjun tímabils. Hann var þarna að spila í fyrsta sinn í Toronto síðan að hann sleit hásinina á þessu gólfi í lokaúrslitum NBA-deildarinnar árið 2019. „Síðast þegar ég var hérna var ein mín lægtsta stund sem körfuboltamanns. Það er gott að snúa hingað aftur spilandi og sjá áhorfendur,“ sagði Kevin Durant. Poole (25 PTS) and @StephenCurry30 (20 PTS) lead the way in the @warriors fourth-straight dub pic.twitter.com/a5wHURXSN3— NBA (@NBA) November 8, 2021 Jordan Poole skoraði 15 af 25 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Golden State Warriors vann 120-107 sigur á Houston Rockets en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá áttundi í níu leikjum á tímabilinu. Stephen Curry bætti við 20 stigum, Andrew Wiggins var með 16 stig og Draymond Green skoraði 6 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jae'Sean Tate var með 21 stig og 10 fráköst í áttunda tapleik Houston í röð. A cool 30 from @RealDealBeal23 @WashWizards get the win behind Bradley Beal's second 30-PT game of the season! pic.twitter.com/oGnh1X1SeP— NBA (@NBA) November 8, 2021 Bradley Beal skoraði 30 stig þegar Washington Wizards vann 101-94 á meisturum Milwaukee Bucks. Wizards liðið vann þarna sinn sjöunda sigur i tíu leikjum og hefur ekki byrjað betur síðan 2014-15 tímabilið. Aðra sögu eru að segja að meisturum Bucks. Giannis Antetokounmpo var með 29 stig og 18 fráköst en kom ekki í veg fyrir fimmta tap liðsins í síðustu sex leikjum. Clutch Cole @The_ColeAnthony drops a season-high 33 PTS and knocks down some crucial late buckets in the @OrlandoMagic's comeback win! pic.twitter.com/m4l602NA0p— NBA (@NBA) November 8, 2021 Cole Anthony skoraði 24 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Orlando Magic vann Utah Jazz 107-100. Utah liðið tapaði þarna annað kvöldið í röð eftir að hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Donovan Mitchell skoraði 21 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 21 stig og 15 fráköst. Putting on a show in The Garden @rickyrubio9 drops a career-high 37 PTS with a career-high 8 3PM in the @cavs win in NYC! pic.twitter.com/XYqh7hdQRH— NBA (@NBA) November 8, 2021 Ricky Rubio skoraði 37 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 126-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden en þetta er það mesta sem Spánverjinn hefur skorað í einum leik í deildinni. Hann hafði mest skorað 34 stig í einum leik fyrir þennan leik. Cleveland liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og sjö af ellefu leikjum. Rubio kom inn af bekknum og gaf einnig tíu stoðsendingar í leiknum. Hann er fyrsti maðurinn í sögu NBA til að koma með að minnsta kosti 35 stig, 10 stoðsendingar og átta þrista af bekknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 103-116 Golden State Warriors - Houston Rockets 120-107 Sacramento Kings - Indiana Pacers 91-94 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 101-94 Los Angeles Clippers - Charlotte Hornets 120-106 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 99-94 Orlando Magic - Utah Jazz 107-100 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-126 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira
Kevin Durant og James Harden áttu báðir góðan leik þegar Brooklyn Nets vann 116-103 útisigur á Toronto Raptors. Durant var með 31 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar en Harden skoraði 16 af 28 stigum sínum í fjórða leikhlutanum og var einnig með 10 fráköst og 8 stoðsendingar. KD: 31 PTS, 7 REB, 7 ASTHarden: 28 PTS, 10 REB, 8 AST@KDTrey5 and @JHarden13 put on a show to lead the @BrooklynNets to their fifth-straight win pic.twitter.com/Is8cvNTnLK— NBA (@NBA) November 7, 2021 Brooklyn liðið fékk einnig 14 stig og 11 fráköst frá Blake Griffin og hefur nú unnið fimm leiki í röð. Þetta var fyrsti sigur Steve Nash sem þjálfara í sínu heimalandi en hann er kanadískur. Durant skoraði yfir tuttugu stig í tíunda leiknum í röð og bætti áfram félagsmetið yfir slíkt í byrjun tímabils. Hann var þarna að spila í fyrsta sinn í Toronto síðan að hann sleit hásinina á þessu gólfi í lokaúrslitum NBA-deildarinnar árið 2019. „Síðast þegar ég var hérna var ein mín lægtsta stund sem körfuboltamanns. Það er gott að snúa hingað aftur spilandi og sjá áhorfendur,“ sagði Kevin Durant. Poole (25 PTS) and @StephenCurry30 (20 PTS) lead the way in the @warriors fourth-straight dub pic.twitter.com/a5wHURXSN3— NBA (@NBA) November 8, 2021 Jordan Poole skoraði 15 af 25 stigum sínum í fyrsta leikhluta þegar Golden State Warriors vann 120-107 sigur á Houston Rockets en þetta var fjórði sigur liðsins í röð og sá áttundi í níu leikjum á tímabilinu. Stephen Curry bætti við 20 stigum, Andrew Wiggins var með 16 stig og Draymond Green skoraði 6 stig, tók 8 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Jae'Sean Tate var með 21 stig og 10 fráköst í áttunda tapleik Houston í röð. A cool 30 from @RealDealBeal23 @WashWizards get the win behind Bradley Beal's second 30-PT game of the season! pic.twitter.com/oGnh1X1SeP— NBA (@NBA) November 8, 2021 Bradley Beal skoraði 30 stig þegar Washington Wizards vann 101-94 á meisturum Milwaukee Bucks. Wizards liðið vann þarna sinn sjöunda sigur i tíu leikjum og hefur ekki byrjað betur síðan 2014-15 tímabilið. Aðra sögu eru að segja að meisturum Bucks. Giannis Antetokounmpo var með 29 stig og 18 fráköst en kom ekki í veg fyrir fimmta tap liðsins í síðustu sex leikjum. Clutch Cole @The_ColeAnthony drops a season-high 33 PTS and knocks down some crucial late buckets in the @OrlandoMagic's comeback win! pic.twitter.com/m4l602NA0p— NBA (@NBA) November 8, 2021 Cole Anthony skoraði 24 af 33 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Orlando Magic vann Utah Jazz 107-100. Utah liðið tapaði þarna annað kvöldið í röð eftir að hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Donovan Mitchell skoraði 21 stig fyrir Utah og Rudy Gobert var með 21 stig og 15 fráköst. Putting on a show in The Garden @rickyrubio9 drops a career-high 37 PTS with a career-high 8 3PM in the @cavs win in NYC! pic.twitter.com/XYqh7hdQRH— NBA (@NBA) November 8, 2021 Ricky Rubio skoraði 37 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 126-109 sigur á New York Knicks í Madison Square Garden en þetta er það mesta sem Spánverjinn hefur skorað í einum leik í deildinni. Hann hafði mest skorað 34 stig í einum leik fyrir þennan leik. Cleveland liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð og sjö af ellefu leikjum. Rubio kom inn af bekknum og gaf einnig tíu stoðsendingar í leiknum. Hann er fyrsti maðurinn í sögu NBA til að koma með að minnsta kosti 35 stig, 10 stoðsendingar og átta þrista af bekknum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 103-116 Golden State Warriors - Houston Rockets 120-107 Sacramento Kings - Indiana Pacers 91-94 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 101-94 Los Angeles Clippers - Charlotte Hornets 120-106 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 99-94 Orlando Magic - Utah Jazz 107-100 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-126
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors - Brooklyn Nets 103-116 Golden State Warriors - Houston Rockets 120-107 Sacramento Kings - Indiana Pacers 91-94 Washington Wizards - Milwaukee Bucks 101-94 Los Angeles Clippers - Charlotte Hornets 120-106 Oklahoma City Thunder - San Antonio Spurs 99-94 Orlando Magic - Utah Jazz 107-100 New York Knicks - Cleveland Cavaliers 109-126
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Sjá meira