Icelandair flýgur í verkefni á Suðurskautslandinu Þorgils Jónsson skrifar 7. nóvember 2021 12:10 30 evrópskir starfsmenn á vegum ALE lögðu upp í lagnferðina frá Keflavíkurflugvelli á dögunum. Stél þotunnar var merkt sérstaklega fyrir leiðangurinn. Mynd/Icelandair Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, mun á næstu mánuðum sinna verkefnum á Suðurskautslandinu og nýta til þess vélar, áhafnir og annað starfsfólk frá Icelandair. Í tilkynningu frá Icelandair segir að Boeing 757 þota á vegum félagsins hafi í byrjun vikunnar hafið þriggja mánaða verkefni sem feli í sér reglubundið flug á milli Punta Arenas í Síle og flugvallarins á Union Glacier á Suðurskautslandinu, fram í janúar á næsta ári. Um fjögurra klukkustunda flug er á milli Punta Arenas og Union Glacier. Flogið er með ferða-, göngu- og vísindamenn á vegum Antarctic Logistics & Expedition (ALE), en þrjár áhafnir Icelandair munu skipta verkefninu með sér. Í hverri áhöfn eru þrír flugmenn, fjórar flugfreyjur og -þjónar og tveir flugvirkjar og verður hver áhöfn staðsett ytra í um fjórar vikur í senn. Framundan eru einnig tvö flug á vegum Loftleiða frá Osló til Troll á Suðurskautslandinu. Þar verða vísindamenn fluttir til rannsóknarstöðvarinnar sem þar er rekin af Norsk Polar Institut og er staðsett á ströndinni sem kennd er við Mörtu, krónprinsessu Noregs. Áætlað er að þau flug fari fram í byrjun næsta mánaðar. Flogið verður á Boeing 767 vél frá Icelandair og um 20 manna áhöfn Icelandair mun sinna fluginu. Icelandair sinnti sambærilegu verkefni í febrúar á þessu ári. Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum víða um heim og nýtt til þess flugvélar og starfsfólk frá Icelandair. „Mikil reynsla er til staðar innan félagsins til að takast á við slík verkefni, hvort sem er horft er til áhafna, flugvirkja eða skrifstofufólks sem kemur að undirbúningi slíkra verkefna sem gjarnan eru umfangsmikil.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að flugvélar á vegum Loftleiða Icelandic komi við í öllum sjö heimsálfunum á næsta ári. „Starfsmenn Loftleiða búa yfir öflugu tengslaneti og hafa getið af sér gott orðspor á alþjóðavettvangi. Með því að takast á þessi verkefni og fleiri sem falla til á vettvangi Loftleiða náum við að skapa félaginu aukinna tekna, nýta flugflota og áhafnir betur auk þess sem áhafnir félagsins öðlast mikla reynslu. Það er því mikill hagur af því fyrir Icelandair Group og dótturfélög að sinna verkefnum sem þessum.“ Fréttir af flugi Suðurskautslandið Icelandair Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Í tilkynningu frá Icelandair segir að Boeing 757 þota á vegum félagsins hafi í byrjun vikunnar hafið þriggja mánaða verkefni sem feli í sér reglubundið flug á milli Punta Arenas í Síle og flugvallarins á Union Glacier á Suðurskautslandinu, fram í janúar á næsta ári. Um fjögurra klukkustunda flug er á milli Punta Arenas og Union Glacier. Flogið er með ferða-, göngu- og vísindamenn á vegum Antarctic Logistics & Expedition (ALE), en þrjár áhafnir Icelandair munu skipta verkefninu með sér. Í hverri áhöfn eru þrír flugmenn, fjórar flugfreyjur og -þjónar og tveir flugvirkjar og verður hver áhöfn staðsett ytra í um fjórar vikur í senn. Framundan eru einnig tvö flug á vegum Loftleiða frá Osló til Troll á Suðurskautslandinu. Þar verða vísindamenn fluttir til rannsóknarstöðvarinnar sem þar er rekin af Norsk Polar Institut og er staðsett á ströndinni sem kennd er við Mörtu, krónprinsessu Noregs. Áætlað er að þau flug fari fram í byrjun næsta mánaðar. Flogið verður á Boeing 767 vél frá Icelandair og um 20 manna áhöfn Icelandair mun sinna fluginu. Icelandair sinnti sambærilegu verkefni í febrúar á þessu ári. Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, segir í tilkynningunni að fyrirtækið hafi um árabil sinnt fjölbreyttum verkefnum víða um heim og nýtt til þess flugvélar og starfsfólk frá Icelandair. „Mikil reynsla er til staðar innan félagsins til að takast á við slík verkefni, hvort sem er horft er til áhafna, flugvirkja eða skrifstofufólks sem kemur að undirbúningi slíkra verkefna sem gjarnan eru umfangsmikil.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir að flugvélar á vegum Loftleiða Icelandic komi við í öllum sjö heimsálfunum á næsta ári. „Starfsmenn Loftleiða búa yfir öflugu tengslaneti og hafa getið af sér gott orðspor á alþjóðavettvangi. Með því að takast á þessi verkefni og fleiri sem falla til á vettvangi Loftleiða náum við að skapa félaginu aukinna tekna, nýta flugflota og áhafnir betur auk þess sem áhafnir félagsins öðlast mikla reynslu. Það er því mikill hagur af því fyrir Icelandair Group og dótturfélög að sinna verkefnum sem þessum.“
Fréttir af flugi Suðurskautslandið Icelandair Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur